Mannhafið skilaði kveðju frá Köben til strákanna okkar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2016 13:06 Enn og aftur fer Politiken alla leið í stuðningi sínum við íslenska landsliðið. Mynd/Politiken Danska blaðið Politiken styður íslenska landsliðið á EM í Frakklandi og gerir það vel. Í dag stefndi það fjölda fólks á Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn til þess að taka víkingaklappið fræga. Á þriðja hundrað manns mætti á torgið, flestir klæddir í fánalitina íslensku. Því næst var hlaðið í víkingaklappið áður en að mannfjöldinn söng áfram Ísland af miklum móð líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Í frétt Politiken um víkingaklappið segir að „Strákarnir okkar þurfa á gríðarlega miklum stuðningi að halda til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum,“ og því sendi Politiken þessa kveðju til landsliðsins. Politiken hefur ekki verið að fela stuðning sinn við landsliðið. Í upphafi móts kom ritstjórn blaðsins íslenska fánanum fyrir í merki blaðsins á vefsíðu sinni. Þá útbjó blaðið myndband svo Danir gætu lært íslenska þjóðsönginn fyrir leik Íslands og Austurríkis. Til þess að geirnegla þetta mætti svo ritstjórnin niður á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn á meðan leik stóð og dreifði íslenska fánanum til viðstaddra. Danir eru auðvitað ekki með á EM að þessu sinni og því þurfa þeir að halda með einhverjum öðrum. Margir Íslendingar hafa haldið með Dönum á stórmótum og nú er komið að því að þeir haldi með okkur. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Smala fólki á Ráðhústorgið í Köben til að taka upp víkingaöskur Danska blaðið Politiken boðar áhugasama á Ráðhústorgið klukkan 12 á föstudaginn. 29. júní 2016 14:40 Politiken fer alla leið í stuðningi sínum við íslenska landsliðið Danski fjölmiðillinn heldur með Íslandi á EM og fer ekki leynt með það. 22. júní 2016 14:45 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Danska blaðið Politiken styður íslenska landsliðið á EM í Frakklandi og gerir það vel. Í dag stefndi það fjölda fólks á Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn til þess að taka víkingaklappið fræga. Á þriðja hundrað manns mætti á torgið, flestir klæddir í fánalitina íslensku. Því næst var hlaðið í víkingaklappið áður en að mannfjöldinn söng áfram Ísland af miklum móð líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan.Í frétt Politiken um víkingaklappið segir að „Strákarnir okkar þurfa á gríðarlega miklum stuðningi að halda til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum,“ og því sendi Politiken þessa kveðju til landsliðsins. Politiken hefur ekki verið að fela stuðning sinn við landsliðið. Í upphafi móts kom ritstjórn blaðsins íslenska fánanum fyrir í merki blaðsins á vefsíðu sinni. Þá útbjó blaðið myndband svo Danir gætu lært íslenska þjóðsönginn fyrir leik Íslands og Austurríkis. Til þess að geirnegla þetta mætti svo ritstjórnin niður á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn á meðan leik stóð og dreifði íslenska fánanum til viðstaddra. Danir eru auðvitað ekki með á EM að þessu sinni og því þurfa þeir að halda með einhverjum öðrum. Margir Íslendingar hafa haldið með Dönum á stórmótum og nú er komið að því að þeir haldi með okkur.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Smala fólki á Ráðhústorgið í Köben til að taka upp víkingaöskur Danska blaðið Politiken boðar áhugasama á Ráðhústorgið klukkan 12 á föstudaginn. 29. júní 2016 14:40 Politiken fer alla leið í stuðningi sínum við íslenska landsliðið Danski fjölmiðillinn heldur með Íslandi á EM og fer ekki leynt með það. 22. júní 2016 14:45 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Smala fólki á Ráðhústorgið í Köben til að taka upp víkingaöskur Danska blaðið Politiken boðar áhugasama á Ráðhústorgið klukkan 12 á föstudaginn. 29. júní 2016 14:40
Politiken fer alla leið í stuðningi sínum við íslenska landsliðið Danski fjölmiðillinn heldur með Íslandi á EM og fer ekki leynt með það. 22. júní 2016 14:45