Formaður skipulagsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó árið 2020 hefur hótað íþróttamönnum í Japan með eftirtektarverðum hætti.
Formaðurinn, Yoshiro Mori, segir nefnilega að þeir sem syngi ekki þjóðsönginn almennilega eigi ekki skilið að fá að taka þátt á ÓL.
Þetta sagði Mori við 300 íþróttamenn sem eru á leið á leikana í Ríó. Íþróttamennirnir voru þá nýbúnir að syngja þjóðsönginn og Mori var allt annað en sáttur við sönginn.
„Er þið farið upp á verðlaunapallinn þá alls ekki muldra þjóðsönginn. Syngið sönginn almennilega. Þeir sem gera það ekki eiga ekki að koma til greina í Ólympíuliðið okkar,“ sagði Mori við íþróttafólkið.
Mori var forsætisráðherra Japan frá 2000 til 2001 og hefur orðspor á sér fyrir að vera frekar sérstakur. Hann hefur meðal annars sagt að enska sé tungumál óvinarins.
Þeir sem syngja ekki þjóðsönginn eiga ekki að fá að keppa
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti


„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn


United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

