

Náttúruvernd Íslands
Náttúruvernd Íslands ætti að halda utan um öll friðlýst náttúruverndarsvæði landsins. Þau eru fjölmörg, stór og smá, um allt land og friðlýst á ýmsa vegu; friðlönd, náttúruvætti og þjóðgarður (Snæfellsjökull). Sum svæðin eru í raun þjóðgarðaígildi, til dæmis Friðland að fjallabaki og Hornstrandafriðland. Á sínum tíma, þegar þessi svæði voru friðlýst, var ákvæði í náttúruverndarlögum sem kom í veg fyrir að hægt væri að friðlýsa þau sem þjóðgarða vegna þess að svæðin voru ekki ótvírætt eða ekki að öllu leyti í eigu ríkisins. Eftir að náttúruverndarlögum hafði verið breytt hefði verið hægt að vinna að því að þau og fleiri svæði nytu verndar og viðurkenningar sem þjóðgarðar. Ekki er að sjá að svo sé unnið.
Komið í veg fyrir heildarhugsun
Náttúruvernd Íslands ætti líka að halda utan um Þingvallaþjóðgarð og Vatnajökulsþjóðgarð. Það er svo sjálfsagt að það tekur því varla að reyna að rökstyðja það enn og einu sinni. Hvað Þingvelli varðar þá hefur slík skipan verið rökstudd í meira en hálfa öld, eða allt frá því að fyrstu almennu náttúruverndarlögin voru samin og samþykkt á Alþingi árið 1956. Hins vegar hafa skammsýnir þingmenn sífellt komið í veg fyrir þessa sjálfsögðu heildarhugsun, Þingvallaþjóðgarði mjög til tjóns þar sem hann teygir sig um fjöll og auðnir. Undir Náttúruvernd Íslands ættu líka að fara staðir sem nú eru í umsjón Skógræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins en eru þó fyrst og fremst ferðamannastaðir. Þetta eru staðir eins og Dimmuborgir, Ásbyrgi og Þórsmörk, en Mörkin ætti auðvitað líka að vera þjóðgarður eða hluti stærri þjóðgarðs.
Á síðustu árum hafa stór landsvæði verið skilgreind sem þjóðlendur. Margar þjóðlendna eru á hálendinu og eru mikilvæg svæði til ferðalaga og náttúruupplifunar. Þær ættu að vera í umsjón Náttúruverndar Íslands. Sama er að segja um afréttir sumra ríkisjarða, ekki síst þeirra sem ná langt upp á hálendið. Ábúendur jarða hafa nóg með sinn búskap og ekki er hægt að ætla þeim að hafa eftirlit og byggja upp þjónustu fyrir ferðamenn á afréttum jarðanna. Gott dæmi um slíka jörð er Möðrudalur á Fjöllum.
Loks skal getið lands sem Minjastofnun ber ábyrgð á. Hér er um að ræða minjar um forna búskaparhætti eða sjósókn víðs vegar um land með tilheyrandi umhverfi og menningarlandslagi, minjar um ferðalög um landið, gamlar leiðir og vörður og minjar um útilegumannabyggð. Oft eru þessar minjar innan annarra verndarsvæða eða tengja þau hvert öðru með fornum leiðum (sem því miður eru horfnar eða við það að hverfa).
Þau landsvæði sem hér hafa verið talin upp falla nú undir átta aðila sem aftur eru undir þremur ráðuneytum. Allir hljóta að sjá það mikla óhagræði sem slíku fylgir.
Hefjast verður handa strax
Náttúruvernd Íslands ætti að hafa yfirumsjón með öllu landi á Íslandi sem er í eigu þjóðarinnar eða í umsjón ríkisins og nýtt til náttúruverndar, ferðamennsku og upplifunar. Stofnunin ætti að samræma skipulag, stýringu, reglur, uppbyggingu og landvörslu á þessum svæðum. Til að forðast of mikla miðstýringu mætti þróa áfram þá stjórnunarhætti sem stundaðir hafa verið í Vatnajökulsþjóðgarði með svæðisráðum sem aftur mynda yfirstjórn. Af þessari sameiningu og samræmingu yrði mikill ávinningur á fjölmörgum sviðum og hagræði.
Stofnunina mætti fjármagna með aðkomugjöldum sem allir sem til landsins kæmu greiddu hvort sem þeir kæmu flugleiðis eða sjóleiðis. Þeir sem á annað borð hafa efni á að ferðast til landsins munar ekkert um nokkrar krónur í viðbót. Ef allir sem koma greiða aðkomugjald safnast góð upphæð því að fjöldinn er mikill. Stofnunin nýtti fjármagnið til verka sinna á þeim svæðum sem væru í hennar umsjón og til hennar gætu líka sótt aðrir umsjónaraðilar lands, svo sem sveitastjórnir, sem vildu byggja upp þjónustu og aðstöðu á sínum yfirráðasvæðum.
Á þennan hátt væri möguleiki að horfa heildstætt á landið og þau nauðsynlegu verk sem vinna þarf vegna mikils ferðamannastraums. Það verður að hefjast handa strax og vinna vel og með góðri yfirsýn til að ekki eigi að fara illa bæði fyrir því landi sem okkur hefur verið trúað fyrir og þeim mikilvæga atvinnuvegi sem nú bjargar fjárhag þjóðarinnar.
Stjórnvöld unnu hratt þegar þau á sínum tíma skelltu náttúruverndinni ofan í skúffu. Nú þurfa þau líka að vinna hratt til að koma á skynsamlegu skipulagi.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía?
Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar

Lífsnauðsynlegt aðgengi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hvers vegna var Úlfar rekinn?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB?
Sveinn Ólafsson skrifar

Sama steypan
Ingólfur Sverrisson skrifar

Ofbeldi gagnvart eldra fólki
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að taka ekki mark á sjálfum sér
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri borg
Alexandra Briem skrifar

Að eiga sæti við borðið
Grímur Grímsson skrifar

Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Íþróttir eru lykilinn
Willum Þór Þórsson skrifar

Framtíð safna í ferðaþjónustu
Guðrún D. Whitehead skrifar

Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp?
Einar Baldvin Árnason skrifar

Að skapa framtíð úr fortíð
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Tími til umbóta í byggingareftirliti
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Stærð er ekki mæld í sentimetrum
Sigmar Guðmundsson skrifar

Áður en íslenskan leysist upp
Gamithra Marga skrifar

Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna
Samúel Torfi Pétursson skrifar

Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra?
Tómas Ellert Tómasson skrifar

Hverjum þjónar nýsköpunin?
Halldóra Mogensen skrifar

Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur
Eden Frost Kjartansbur skrifar

Þegar ríkið fer á sjóinn
Svanur Guðmundsson skrifar

Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar
Guðbjörg Pálsdóttir skrifar

Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk
Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar

Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga
Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar

Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels
Hjálmtýr Heiðdal skrifar