Látum vegakerfið ekki grotna niður Helga Árnadóttir skrifar 8. júlí 2016 07:00 Á sameiginlegum fundi Vegagerðarinnar og Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var fyrir skömmu kom fram að innan Vegagerðarinnar er nú unnið að því að reikna út verðmæti vegakerfis landsins. Fyrstu niðurstöður benda til að verðmæti þess geti verið á bilinu 600-700 milljarðar króna, þ.e. vegir, brýr, jarðgöng og stofnbrautir. Deila má um hver „rétt afskrift“ er af áætlaðri fjármunaeign, en ef stuðst er við þriggja prósenta afskrift eins og Hagstofa Íslands gerir, þyrfti að verja um 19-21 milljörðum króna á ári til að viðhalda verðmætum í vegakerfinu. Í samgönguáætlun er aftur á móti gert ráð fyrir 6-7 milljörðum króna í viðhald í ár og á næsta ári, eða þrefalt lægri fjárhæð en þyrfti. Vegakerfið er á mörgum stöðum löngu komið að þolmörkum og á sumum stöðum er það hreinlega ónýtt. Það er illa farið með eignir okkar landsmanna að láta þær rýrna með ónógri endurnýjun. Gott, greiðfært og hagkvæmt samgöngukerfi kemur öllum til góða. Fyrir ferðaþjónustuna er vegakerfið grundvöllur þess að dreifa ferðamönnum um landið til að allir landshlutar njóti góðs af fjölgun þeirra. Fjölgun ferðamanna hefur verið sannkölluð vítamínsprauta fyrir efnahag landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni tæplega 370 milljörðum króna. Samkvæmt Hagstofu Íslands var fjöldi launþega í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu um tíu prósent af heildarfjölda starfa. Skattar á tekjur og hagnað einstaklinga alls voru um 292 milljarðar króna. Það munar um tíu prósent þeirra skattþegna. Til viðbótar námu heildartekjur af bensíngjaldi, kílómetragjaldi, olíugjaldi og bifreiðagjöldum um 22 milljörðum króna og þar skipta flutningar tengdir ferðaþjónustunni mestu. Góðar samgöngur eru ein af grunnstoðum þess að ferðamenn haldi áfram að skila þjóðarbúinu miklum og vaxandi tekjum. Því ber að fagna nýlegum orðum fjármálaráðherra, sem segist vilja stórefla alla innviðauppbyggingu. En orðum þurfa að fylgja athafnir, við verðum að tryggja sómasamlegt viðhald. vegakerfisins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Helga Árnadóttir Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á sameiginlegum fundi Vegagerðarinnar og Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var fyrir skömmu kom fram að innan Vegagerðarinnar er nú unnið að því að reikna út verðmæti vegakerfis landsins. Fyrstu niðurstöður benda til að verðmæti þess geti verið á bilinu 600-700 milljarðar króna, þ.e. vegir, brýr, jarðgöng og stofnbrautir. Deila má um hver „rétt afskrift“ er af áætlaðri fjármunaeign, en ef stuðst er við þriggja prósenta afskrift eins og Hagstofa Íslands gerir, þyrfti að verja um 19-21 milljörðum króna á ári til að viðhalda verðmætum í vegakerfinu. Í samgönguáætlun er aftur á móti gert ráð fyrir 6-7 milljörðum króna í viðhald í ár og á næsta ári, eða þrefalt lægri fjárhæð en þyrfti. Vegakerfið er á mörgum stöðum löngu komið að þolmörkum og á sumum stöðum er það hreinlega ónýtt. Það er illa farið með eignir okkar landsmanna að láta þær rýrna með ónógri endurnýjun. Gott, greiðfært og hagkvæmt samgöngukerfi kemur öllum til góða. Fyrir ferðaþjónustuna er vegakerfið grundvöllur þess að dreifa ferðamönnum um landið til að allir landshlutar njóti góðs af fjölgun þeirra. Fjölgun ferðamanna hefur verið sannkölluð vítamínsprauta fyrir efnahag landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni tæplega 370 milljörðum króna. Samkvæmt Hagstofu Íslands var fjöldi launþega í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu um tíu prósent af heildarfjölda starfa. Skattar á tekjur og hagnað einstaklinga alls voru um 292 milljarðar króna. Það munar um tíu prósent þeirra skattþegna. Til viðbótar námu heildartekjur af bensíngjaldi, kílómetragjaldi, olíugjaldi og bifreiðagjöldum um 22 milljörðum króna og þar skipta flutningar tengdir ferðaþjónustunni mestu. Góðar samgöngur eru ein af grunnstoðum þess að ferðamenn haldi áfram að skila þjóðarbúinu miklum og vaxandi tekjum. Því ber að fagna nýlegum orðum fjármálaráðherra, sem segist vilja stórefla alla innviðauppbyggingu. En orðum þurfa að fylgja athafnir, við verðum að tryggja sómasamlegt viðhald. vegakerfisins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar