Willum Þór endurskrifaði söguna strax í öðrum leik með KR-liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2016 11:00 Kennie Chopart skoraði tvö mörk í gær og Willum Þór Þórsson var örugglega mjög sáttur með Danann. Vísir/Eyþór KR-ingar tryggðu sér áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar með sögulegum hætti í gær. KR vann þá 6-0 sigur á norður-írska félaginu Glenavon á Mourneview Park í Lurgan en KR hafði "bara" unnið heimaleikinn 2-1. Þetat voru einmitt tveir fyrstu leikir Willums Þórs Þórssonar með liðið. KR vann þar með 8-1 samanlagt og mætir Grasshopper frá Sviss í næstu umferð. Fyrri leikurinn er á heimavelli Grasshopper í næstu viku. KR-ingar slógu tvö met með þessum stórsigri í gærkvöldi. Þetta var ekki aðeins stærsti útisigur íslensks liðs í Evrópukeppni heldur einnig stærsti sigurinn í Evrópukeppni. Fyrir þennan sex marka sigur KR-inga í gærkvöldi hafði íslensku liði ekki tekist að vinna Evrópuleik með meira en fjögurra marka mun. Níu liðum hafði tekist að vinna með fjögurra marka mun í Evrópukeppni og þar á meðal var KR. Hin voru ÍA (2), Stjarnan (2), Breiðablik, Þór Akureyri, FH og Keflavík. Stærsti sigur KR í Evrópukeppni fyrir leikinn í gærkvöldi var 5-1 sigur liðsins á færeyska liðinu ÍF frá Fuglafirði 30. júní 2011. Sá sigur vannst á KR-vellinum en KR hafði unnið fyrri leikinn 3-1 á útivelli. Einn KR-ingur náði að skora í þessum báðum metsigrum KR-liðsins í Evrópu. Óskar Örn Hauksson skoraði fimmta og síðasta markið á móti ÍF Fuglafirði 2011 og hann gerði einnig fimmta markið á móti Glenavon í gær. Þrjú félög áttu metið yfir stærsta útisigra í Evrópukeppni en það eru Keflavík (4-0 sigur á Etzella frá Lúxemborg árið 2005), FH (5-1 sigur á Grevenmacher frá Lúxemborg árið 2008) og Stjarnan (4-0 sigur á Bangor City frá Wales árið 2014). Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar með sögulegum hætti í gær. KR vann þá 6-0 sigur á norður-írska félaginu Glenavon á Mourneview Park í Lurgan en KR hafði "bara" unnið heimaleikinn 2-1. Þetat voru einmitt tveir fyrstu leikir Willums Þórs Þórssonar með liðið. KR vann þar með 8-1 samanlagt og mætir Grasshopper frá Sviss í næstu umferð. Fyrri leikurinn er á heimavelli Grasshopper í næstu viku. KR-ingar slógu tvö met með þessum stórsigri í gærkvöldi. Þetta var ekki aðeins stærsti útisigur íslensks liðs í Evrópukeppni heldur einnig stærsti sigurinn í Evrópukeppni. Fyrir þennan sex marka sigur KR-inga í gærkvöldi hafði íslensku liði ekki tekist að vinna Evrópuleik með meira en fjögurra marka mun. Níu liðum hafði tekist að vinna með fjögurra marka mun í Evrópukeppni og þar á meðal var KR. Hin voru ÍA (2), Stjarnan (2), Breiðablik, Þór Akureyri, FH og Keflavík. Stærsti sigur KR í Evrópukeppni fyrir leikinn í gærkvöldi var 5-1 sigur liðsins á færeyska liðinu ÍF frá Fuglafirði 30. júní 2011. Sá sigur vannst á KR-vellinum en KR hafði unnið fyrri leikinn 3-1 á útivelli. Einn KR-ingur náði að skora í þessum báðum metsigrum KR-liðsins í Evrópu. Óskar Örn Hauksson skoraði fimmta og síðasta markið á móti ÍF Fuglafirði 2011 og hann gerði einnig fimmta markið á móti Glenavon í gær. Þrjú félög áttu metið yfir stærsta útisigra í Evrópukeppni en það eru Keflavík (4-0 sigur á Etzella frá Lúxemborg árið 2005), FH (5-1 sigur á Grevenmacher frá Lúxemborg árið 2008) og Stjarnan (4-0 sigur á Bangor City frá Wales árið 2014).
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira