Yfir 200 manns verða viðstaddir innsetningarathöfn nýs forseta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2016 16:04 Frá innsetningu forseta árið 2012. vísir/vilhelm Mánuður er síðan undirbúningur fyrir innsetningu nýs forseta lýðveldisins hófst í forsætisráðuneytinu en Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn á Alþingi þann 1. ágúst næstkomandi. Innsetningarathöfnin er mjög formföst og hefur verið eins í öllum meginatriðum frá árinu 1944 þegar Sveinn Björnsson var kjörinn forseti við stofnun íslenska lýðveldisins. Athöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem biskup þjónar fyrir altari en svo er yfirleitt annar prestur sem les predikun. Síðan færist athöfnin yfir í þingsal Alþingishússins þar sem sjálf innsetningin fer fram. „Það þarf að taka út bekkina í þingsalnum þar sem þingmennirnir sitja. Það er nauðsynlegt vegna skipulags athafnarinnar og fjölda boðsgesta við innsetningarathöfnina“ segir Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Fastir boðsgestir eru alls um 200 talsins og það er því þétt setið einnig í hliðarsölum þinghússins. „Auk fastra boðsgesta, það er embættismanna, alþingismanna og annarra, á forseti á kost á að bjóða tilteknum fjölda gesta sem hann velur sjálfur. Nánustu fjölskyldu forsetans er auðvitað boðið og svo aðrir gestir sem hann tilnefnir,“ segir Ágúst. Forseti getur sett mark sitt á athöfnina ef hann óskar eftir því varðandi tónlistaratriði sem bæði eru við athöfnina í þinginu og í guðsþjónustunni. Forsætisráðuneytið hefur verkstjórn með undirbúningi athafnarinnar en allt er unnið í nánu samstarfi við skrifstofu Alþingis og skrifstofu embættis forseta Íslands og fleiri aðila, að sögn Ágústs. Undirbúningur er einnig hafinn á Bessastöðum þangað sem nýr forseti mun flytja með fjölskyldu sína. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Forsetar og frúr saman í Nice Fara öll á landsleikinn í kvöld. 27. júní 2016 13:24 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Mánuður er síðan undirbúningur fyrir innsetningu nýs forseta lýðveldisins hófst í forsætisráðuneytinu en Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn á Alþingi þann 1. ágúst næstkomandi. Innsetningarathöfnin er mjög formföst og hefur verið eins í öllum meginatriðum frá árinu 1944 þegar Sveinn Björnsson var kjörinn forseti við stofnun íslenska lýðveldisins. Athöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem biskup þjónar fyrir altari en svo er yfirleitt annar prestur sem les predikun. Síðan færist athöfnin yfir í þingsal Alþingishússins þar sem sjálf innsetningin fer fram. „Það þarf að taka út bekkina í þingsalnum þar sem þingmennirnir sitja. Það er nauðsynlegt vegna skipulags athafnarinnar og fjölda boðsgesta við innsetningarathöfnina“ segir Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Fastir boðsgestir eru alls um 200 talsins og það er því þétt setið einnig í hliðarsölum þinghússins. „Auk fastra boðsgesta, það er embættismanna, alþingismanna og annarra, á forseti á kost á að bjóða tilteknum fjölda gesta sem hann velur sjálfur. Nánustu fjölskyldu forsetans er auðvitað boðið og svo aðrir gestir sem hann tilnefnir,“ segir Ágúst. Forseti getur sett mark sitt á athöfnina ef hann óskar eftir því varðandi tónlistaratriði sem bæði eru við athöfnina í þinginu og í guðsþjónustunni. Forsætisráðuneytið hefur verkstjórn með undirbúningi athafnarinnar en allt er unnið í nánu samstarfi við skrifstofu Alþingis og skrifstofu embættis forseta Íslands og fleiri aðila, að sögn Ágústs. Undirbúningur er einnig hafinn á Bessastöðum þangað sem nýr forseti mun flytja með fjölskyldu sína.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Forsetar og frúr saman í Nice Fara öll á landsleikinn í kvöld. 27. júní 2016 13:24 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44