Hörð viðbrögð aðdáenda leiddu til breytinga á væntanlegri Justice League-mynd Birgir Olgeirsson skrifar 21. júní 2016 21:30 "Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði leikstjórinn Zack Snyder við fjölmiðla. Fjölmiðlar fengu að líta við á tökustað Justice League-myndarinnar þar sem stærstu ofurhetjum DC-myndasagnaheimsins er att saman. Í vor fengu áhorfendur nasaþefinn af þessari mynd í Batman V. Superman: Dawn of Justice þar sem þessar tvær ofurhetjur börðust við hvor aðra áður en þær tóku höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Sú mynd hlaut hrikalegar viðtökur hjá gagnrýnendum og voru aðdáendur myndasagnanna alls ekki sáttir. Leikstjóri myndarinnar er Zack Snyder en hann ræður einnig ríkjum við tökur á Justice League. Hann sagði við fjölmiðla í dag að hann hefði tekið mið af slæmum umsögnum og breytt tóni Justice League-myndarinnar sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember árið 2017. „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði Snyder við Vulture um gagnrýni sem myndin fékk. „Þetta kom mér á óvart. Ég hef þurft að gera breytingar. Ég held að tónn Justice League hafi breyst vegna þess hvernig aðdáendur tóku Batman v Superman.“ Gagnrýnendur voru á einu máli þess efnis að Batman v Superman hefði verið laus við alla gleði en Snyder sagði þennan dökka tón tilkominn vegna þess að hetjurnar háðu innbyrðis baráttu. Í Justice League munu þær berjast gegn sameiginlegum óvini og því muni tónninn breytast. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Fjölmiðlar fengu að líta við á tökustað Justice League-myndarinnar þar sem stærstu ofurhetjum DC-myndasagnaheimsins er att saman. Í vor fengu áhorfendur nasaþefinn af þessari mynd í Batman V. Superman: Dawn of Justice þar sem þessar tvær ofurhetjur börðust við hvor aðra áður en þær tóku höndum saman til að berjast gegn sameiginlegum óvini. Sú mynd hlaut hrikalegar viðtökur hjá gagnrýnendum og voru aðdáendur myndasagnanna alls ekki sáttir. Leikstjóri myndarinnar er Zack Snyder en hann ræður einnig ríkjum við tökur á Justice League. Hann sagði við fjölmiðla í dag að hann hefði tekið mið af slæmum umsögnum og breytt tóni Justice League-myndarinnar sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember árið 2017. „Þegar Batman v Superman kom út hugsaði ég: Vá, ókei, úff,“ sagði Snyder við Vulture um gagnrýni sem myndin fékk. „Þetta kom mér á óvart. Ég hef þurft að gera breytingar. Ég held að tónn Justice League hafi breyst vegna þess hvernig aðdáendur tóku Batman v Superman.“ Gagnrýnendur voru á einu máli þess efnis að Batman v Superman hefði verið laus við alla gleði en Snyder sagði þennan dökka tón tilkominn vegna þess að hetjurnar háðu innbyrðis baráttu. Í Justice League munu þær berjast gegn sameiginlegum óvini og því muni tónninn breytast.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23