Miðabraskarar heima gætu fækkað Íslendingum í stúkunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júní 2016 14:50 Fjölmargir sátu eftir miðalausir meðan aðrir eru tilbúnir í næsta leik. vísir/vilhelm Það gæti farið svo að einhverjir braskarar muni brenna inni með miða sem þeir keyptu á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Miðasala á leikinn hófst í hádeginu í dag og seldist upp á leikinn á skömmum tíma. Hópurinn Ferðagrúppa fyrir EM2016 hefur tekið gífurlegan vaxtarkipp en frá í gær hafa ríflega þúsund einstaklingar bæst við í hann. Það er fjölgun um tæpan þriðjung. Flestir eru þar að óska eftir miðum á leikinn, aðrir benda á mögulega þriðja aðila til að versla miða af og enn aðrir leita krókaleiða til að leysa sína miða út. Ólíkt miðunum í riðlakeppnina verða þessir miðar ekki sendir heim til fólks með pósti og ekki verður heldur hægt að nálgast þá rafrænt. Til að fá miðana í hendur verður fólk að mæta í miðasöluna í Nice og framvísa sama vegabréfi, eða öðrum gildum skilríkjum, og miðarnir eru skráðir á. Ella verða miðarnir eigi afhentir. Fólk hér heima sem keypti miða „til öryggis“, ef ske kynni að það færi út, og miðabraskarar gætu því lent í þeirri aðstöðu að brenna inni með sína miða þar sem það er í röngu landi. Allianz Riviera völlurinn í Nice er minnsti leikvangurinn sem Ísland hefur leikið á hingað til í mótinu en hann tekur rúmlega 35.600 manns. Til samanburðar tekur Stade Geoffroy-Guichard í St. Etienne 42.000 manns. Í 16-liða úrslitunum fengu stuðningsmenn þjóðanna ekki miðum úthlutað í ákveðnu hlutfalli líkt og í riðlakeppninni. Þeir sem höfðu keypt svokallaða „Follow your team“ miða, sem gera handhafa þeirra kleift að elta sitt lið meðan það er enn í keppninni, fengu miða en aðrir miðar voru settir í opna sölu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, við vinnslu fréttarinnar til að fá upplýsingar um hve margir miðar enduðu í íslenskum höndum eða hve margir sóttu um „Follow your team“ miða. Í desember í fyrra stóð sú tala í 548. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Rooney um Ísland: Frábær saga hjá skipulögðu liði sem verður erfitt að brjóta niður Fyrirliði enska landsliðsins spilar sinn 115. landsleik gegn Íslandi á mánudaginn. 23. júní 2016 13:15 Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13 Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
Það gæti farið svo að einhverjir braskarar muni brenna inni með miða sem þeir keyptu á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Miðasala á leikinn hófst í hádeginu í dag og seldist upp á leikinn á skömmum tíma. Hópurinn Ferðagrúppa fyrir EM2016 hefur tekið gífurlegan vaxtarkipp en frá í gær hafa ríflega þúsund einstaklingar bæst við í hann. Það er fjölgun um tæpan þriðjung. Flestir eru þar að óska eftir miðum á leikinn, aðrir benda á mögulega þriðja aðila til að versla miða af og enn aðrir leita krókaleiða til að leysa sína miða út. Ólíkt miðunum í riðlakeppnina verða þessir miðar ekki sendir heim til fólks með pósti og ekki verður heldur hægt að nálgast þá rafrænt. Til að fá miðana í hendur verður fólk að mæta í miðasöluna í Nice og framvísa sama vegabréfi, eða öðrum gildum skilríkjum, og miðarnir eru skráðir á. Ella verða miðarnir eigi afhentir. Fólk hér heima sem keypti miða „til öryggis“, ef ske kynni að það færi út, og miðabraskarar gætu því lent í þeirri aðstöðu að brenna inni með sína miða þar sem það er í röngu landi. Allianz Riviera völlurinn í Nice er minnsti leikvangurinn sem Ísland hefur leikið á hingað til í mótinu en hann tekur rúmlega 35.600 manns. Til samanburðar tekur Stade Geoffroy-Guichard í St. Etienne 42.000 manns. Í 16-liða úrslitunum fengu stuðningsmenn þjóðanna ekki miðum úthlutað í ákveðnu hlutfalli líkt og í riðlakeppninni. Þeir sem höfðu keypt svokallaða „Follow your team“ miða, sem gera handhafa þeirra kleift að elta sitt lið meðan það er enn í keppninni, fengu miða en aðrir miðar voru settir í opna sölu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, við vinnslu fréttarinnar til að fá upplýsingar um hve margir miðar enduðu í íslenskum höndum eða hve margir sóttu um „Follow your team“ miða. Í desember í fyrra stóð sú tala í 548.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Rooney um Ísland: Frábær saga hjá skipulögðu liði sem verður erfitt að brjóta niður Fyrirliði enska landsliðsins spilar sinn 115. landsleik gegn Íslandi á mánudaginn. 23. júní 2016 13:15 Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13 Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30
Rooney um Ísland: Frábær saga hjá skipulögðu liði sem verður erfitt að brjóta niður Fyrirliði enska landsliðsins spilar sinn 115. landsleik gegn Íslandi á mánudaginn. 23. júní 2016 13:15
Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20
Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13