Miðabraskarar heima gætu fækkað Íslendingum í stúkunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júní 2016 14:50 Fjölmargir sátu eftir miðalausir meðan aðrir eru tilbúnir í næsta leik. vísir/vilhelm Það gæti farið svo að einhverjir braskarar muni brenna inni með miða sem þeir keyptu á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Miðasala á leikinn hófst í hádeginu í dag og seldist upp á leikinn á skömmum tíma. Hópurinn Ferðagrúppa fyrir EM2016 hefur tekið gífurlegan vaxtarkipp en frá í gær hafa ríflega þúsund einstaklingar bæst við í hann. Það er fjölgun um tæpan þriðjung. Flestir eru þar að óska eftir miðum á leikinn, aðrir benda á mögulega þriðja aðila til að versla miða af og enn aðrir leita krókaleiða til að leysa sína miða út. Ólíkt miðunum í riðlakeppnina verða þessir miðar ekki sendir heim til fólks með pósti og ekki verður heldur hægt að nálgast þá rafrænt. Til að fá miðana í hendur verður fólk að mæta í miðasöluna í Nice og framvísa sama vegabréfi, eða öðrum gildum skilríkjum, og miðarnir eru skráðir á. Ella verða miðarnir eigi afhentir. Fólk hér heima sem keypti miða „til öryggis“, ef ske kynni að það færi út, og miðabraskarar gætu því lent í þeirri aðstöðu að brenna inni með sína miða þar sem það er í röngu landi. Allianz Riviera völlurinn í Nice er minnsti leikvangurinn sem Ísland hefur leikið á hingað til í mótinu en hann tekur rúmlega 35.600 manns. Til samanburðar tekur Stade Geoffroy-Guichard í St. Etienne 42.000 manns. Í 16-liða úrslitunum fengu stuðningsmenn þjóðanna ekki miðum úthlutað í ákveðnu hlutfalli líkt og í riðlakeppninni. Þeir sem höfðu keypt svokallaða „Follow your team“ miða, sem gera handhafa þeirra kleift að elta sitt lið meðan það er enn í keppninni, fengu miða en aðrir miðar voru settir í opna sölu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, við vinnslu fréttarinnar til að fá upplýsingar um hve margir miðar enduðu í íslenskum höndum eða hve margir sóttu um „Follow your team“ miða. Í desember í fyrra stóð sú tala í 548. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Rooney um Ísland: Frábær saga hjá skipulögðu liði sem verður erfitt að brjóta niður Fyrirliði enska landsliðsins spilar sinn 115. landsleik gegn Íslandi á mánudaginn. 23. júní 2016 13:15 Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Katla á markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
Það gæti farið svo að einhverjir braskarar muni brenna inni með miða sem þeir keyptu á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Miðasala á leikinn hófst í hádeginu í dag og seldist upp á leikinn á skömmum tíma. Hópurinn Ferðagrúppa fyrir EM2016 hefur tekið gífurlegan vaxtarkipp en frá í gær hafa ríflega þúsund einstaklingar bæst við í hann. Það er fjölgun um tæpan þriðjung. Flestir eru þar að óska eftir miðum á leikinn, aðrir benda á mögulega þriðja aðila til að versla miða af og enn aðrir leita krókaleiða til að leysa sína miða út. Ólíkt miðunum í riðlakeppnina verða þessir miðar ekki sendir heim til fólks með pósti og ekki verður heldur hægt að nálgast þá rafrænt. Til að fá miðana í hendur verður fólk að mæta í miðasöluna í Nice og framvísa sama vegabréfi, eða öðrum gildum skilríkjum, og miðarnir eru skráðir á. Ella verða miðarnir eigi afhentir. Fólk hér heima sem keypti miða „til öryggis“, ef ske kynni að það færi út, og miðabraskarar gætu því lent í þeirri aðstöðu að brenna inni með sína miða þar sem það er í röngu landi. Allianz Riviera völlurinn í Nice er minnsti leikvangurinn sem Ísland hefur leikið á hingað til í mótinu en hann tekur rúmlega 35.600 manns. Til samanburðar tekur Stade Geoffroy-Guichard í St. Etienne 42.000 manns. Í 16-liða úrslitunum fengu stuðningsmenn þjóðanna ekki miðum úthlutað í ákveðnu hlutfalli líkt og í riðlakeppninni. Þeir sem höfðu keypt svokallaða „Follow your team“ miða, sem gera handhafa þeirra kleift að elta sitt lið meðan það er enn í keppninni, fengu miða en aðrir miðar voru settir í opna sölu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, við vinnslu fréttarinnar til að fá upplýsingar um hve margir miðar enduðu í íslenskum höndum eða hve margir sóttu um „Follow your team“ miða. Í desember í fyrra stóð sú tala í 548.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30 Rooney um Ísland: Frábær saga hjá skipulögðu liði sem verður erfitt að brjóta niður Fyrirliði enska landsliðsins spilar sinn 115. landsleik gegn Íslandi á mánudaginn. 23. júní 2016 13:15 Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20 Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Katla á markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
Rooney skoraði geggjað mark þegar Ísland og England mættust síðast | Myndband Wayne Rooney hitaði upp fyrir EM 2004 með því að skora tvö mörk á móti Íslandi. 23. júní 2016 11:30
Rooney um Ísland: Frábær saga hjá skipulögðu liði sem verður erfitt að brjóta niður Fyrirliði enska landsliðsins spilar sinn 115. landsleik gegn Íslandi á mánudaginn. 23. júní 2016 13:15
Lögreglan sátt með Íslendingana: „Sýndu öðrum hvernig á að fagna á svona móti“ Lögreglufulltrúi á vegum Ríkislögreglustjóra segir að Íslendingar séu ekki aðeins að vekja athygli fyrir frábæra frammistöðu innan vallar heldur einnig utan vallarins. 23. júní 2016 14:20
Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13