Vinir og vandamenn Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda koma saman á heimili hennar í Kópavogi í kvöld áður en kosningavaka stuðningsmanna hennar hefst klukkan 22 á Bryggjunni Brugghúsi.
Þórhildur Þorkelsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 kíkti í heimsókn í Kópavoginn í kvöld og ræddi þar meðal annars við eiginmann Höllu, Björn Skúlason, börnin þeirra og vinkonu Höllu. Björn sagði að kvöldið legðist vel í sig.
„Þetta verður sögulegt og við erum búin að búa okkur undir hvað sem er og ég held að við eigum eftir að standa í lappirnar hvernig sem fer, hvort við förum á Bessastaði, eða eitthvað annað, þannig að við erum mjög spennt.“
Sjá einnig: Forsetakosningar 2016 í beinni
Tómas Bjartur, sonur Höllu, er ekki kominn með kosningarétt en hefur tekið þátt í baráttu mömmu sinnar.
„Þetta er búið að vera mjög spennandi verkefni. Hún er búin að vera mikið í burtu og það er búið að vera smá erfitt en þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt.“
Sjá má innslagið úr Kosningavakt Stöðvar 2 í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningavakt Stöðvar 2: Kíkt í heimsókn til vina og vandamanna Höllu Tómasdóttur
Tengdar fréttir

Kjörsókn betri en í síðustu kosningum
Mun fleiri hafa kosið í Reykjavík í forsetakosningunum nú heldur en árið 2012.

Lokaorð frambjóðenda: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands?
Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins.