Ólafur Ragnar fílaði Sturlu Jónsson Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 01:58 vísir/ernir Að mati fráfarandi forseta þá hefur hann ekki breytt forsetaembættinu á þeim tuttugu árum sem hann gengdi því. Hins vegar hafi umhverfi þess kollvarpast og orðið allt, allt annað. Þetta kom fram í viðtali við forsetann á kosningavöku Ríkissjónvarpsins. „Ég hef aldrei farið út fyrir þau mörk sem stjórnarskráin markar embættinu og öll mín tíð hefur verið í samræmi við hana. Það sem hefur breyst eru kröfur samfélagsins og umheimsins til embættisins.“ Þar á forsetinn við að hagsmuna- og baráttusamtök séu mun fleiri og öflugir auk þess að eðli fjölmiðla hafi breyst með aukinni alþjóðavæðingu. Ólafur telur að þessar breytingar hafi valdið því að kröfurnar til hans hafi verið allt aðrar en til fyrri forseta lýðveldisins. „Mig óraði ekki fyrir þessum breytingum. Þegar ég tók við embætti voru um 4.000 vefsíður skráðar í Bandaríkjunum. Við vitum öll að sú staða hefur gjörbreyst nú.“ Á hverjum degi séu hundruðir manna að tjá skoðun sína á forsetanum og störfum forsetans, meðal annars á Facebook og Twitter, og krefjast einhvers af honum. Fólkið geri kröfu um að forsetinn taki afstöðu í málefnum líðandi stundar og svari þjóðinni þegar hún krefst þess.Hlakkar til aukins málfrelsis Í viðtalinu bætti Ólafur því við að honum hefði þótt ánægjulegt hvernig þjóðin tók Sturlu Jónssyni. „Þar er á ferðinni einstaklingur sem barðist með ótvíræðum hætti gegn bönkum, stofnunum og háði persónulegt stríð gegn ríkjandi kerfi. Mér þykir ánægjulegt að slíkur einstaklingur skuli gera boðið sig fram til forseta og náð slíku fylgi. Það er gleðiefni að úr grasrótinni komi maður eins og Sturla.“ Sturla var meðal gesta í kappræðum Stöðvar 2 á fimmtudag og RÚV í gær en frambjóðandanum hefur verið tíðrætt um stjórnarskrá landsins. Skýringar hans á henni hafa á köflum þótt á skjön við þann skilning sem flestir leggja í hana. „Ég verð að segja að mér fannst skýringar hans á stjórnarskránni flottar og margt sem gleður í þeim.“ Framundan hjá Ólafi eru málefni sem lengi hafa brunnið á honum á borð við norðurslóðir. Einnig nefndi hann hreina orku og framtíð hafanna. „Þetta hefur verið ægilega löng tíð hjá mér í embætti og mér líður óskaplega vel með að vera að hætta. Ég er ánægður með að þetta hafi tekist,“ sagði Ólafur. „Ég hlakka einnig til að hafa frelsi til að tjá mig. Í gegnum tíðina hefur verið margt sem mig hefur langað að segja en ég hef ekki sagt sökum embættis míns. Ég hlakka til þess frelsis sem þetta mun veita mér.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Að mati fráfarandi forseta þá hefur hann ekki breytt forsetaembættinu á þeim tuttugu árum sem hann gengdi því. Hins vegar hafi umhverfi þess kollvarpast og orðið allt, allt annað. Þetta kom fram í viðtali við forsetann á kosningavöku Ríkissjónvarpsins. „Ég hef aldrei farið út fyrir þau mörk sem stjórnarskráin markar embættinu og öll mín tíð hefur verið í samræmi við hana. Það sem hefur breyst eru kröfur samfélagsins og umheimsins til embættisins.“ Þar á forsetinn við að hagsmuna- og baráttusamtök séu mun fleiri og öflugir auk þess að eðli fjölmiðla hafi breyst með aukinni alþjóðavæðingu. Ólafur telur að þessar breytingar hafi valdið því að kröfurnar til hans hafi verið allt aðrar en til fyrri forseta lýðveldisins. „Mig óraði ekki fyrir þessum breytingum. Þegar ég tók við embætti voru um 4.000 vefsíður skráðar í Bandaríkjunum. Við vitum öll að sú staða hefur gjörbreyst nú.“ Á hverjum degi séu hundruðir manna að tjá skoðun sína á forsetanum og störfum forsetans, meðal annars á Facebook og Twitter, og krefjast einhvers af honum. Fólkið geri kröfu um að forsetinn taki afstöðu í málefnum líðandi stundar og svari þjóðinni þegar hún krefst þess.Hlakkar til aukins málfrelsis Í viðtalinu bætti Ólafur því við að honum hefði þótt ánægjulegt hvernig þjóðin tók Sturlu Jónssyni. „Þar er á ferðinni einstaklingur sem barðist með ótvíræðum hætti gegn bönkum, stofnunum og háði persónulegt stríð gegn ríkjandi kerfi. Mér þykir ánægjulegt að slíkur einstaklingur skuli gera boðið sig fram til forseta og náð slíku fylgi. Það er gleðiefni að úr grasrótinni komi maður eins og Sturla.“ Sturla var meðal gesta í kappræðum Stöðvar 2 á fimmtudag og RÚV í gær en frambjóðandanum hefur verið tíðrætt um stjórnarskrá landsins. Skýringar hans á henni hafa á köflum þótt á skjön við þann skilning sem flestir leggja í hana. „Ég verð að segja að mér fannst skýringar hans á stjórnarskránni flottar og margt sem gleður í þeim.“ Framundan hjá Ólafi eru málefni sem lengi hafa brunnið á honum á borð við norðurslóðir. Einnig nefndi hann hreina orku og framtíð hafanna. „Þetta hefur verið ægilega löng tíð hjá mér í embætti og mér líður óskaplega vel með að vera að hætta. Ég er ánægður með að þetta hafi tekist,“ sagði Ólafur. „Ég hlakka einnig til að hafa frelsi til að tjá mig. Í gegnum tíðina hefur verið margt sem mig hefur langað að segja en ég hef ekki sagt sökum embættis míns. Ég hlakka til þess frelsis sem þetta mun veita mér.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49
Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40