Ólafur Ragnar fílaði Sturlu Jónsson Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 01:58 vísir/ernir Að mati fráfarandi forseta þá hefur hann ekki breytt forsetaembættinu á þeim tuttugu árum sem hann gengdi því. Hins vegar hafi umhverfi þess kollvarpast og orðið allt, allt annað. Þetta kom fram í viðtali við forsetann á kosningavöku Ríkissjónvarpsins. „Ég hef aldrei farið út fyrir þau mörk sem stjórnarskráin markar embættinu og öll mín tíð hefur verið í samræmi við hana. Það sem hefur breyst eru kröfur samfélagsins og umheimsins til embættisins.“ Þar á forsetinn við að hagsmuna- og baráttusamtök séu mun fleiri og öflugir auk þess að eðli fjölmiðla hafi breyst með aukinni alþjóðavæðingu. Ólafur telur að þessar breytingar hafi valdið því að kröfurnar til hans hafi verið allt aðrar en til fyrri forseta lýðveldisins. „Mig óraði ekki fyrir þessum breytingum. Þegar ég tók við embætti voru um 4.000 vefsíður skráðar í Bandaríkjunum. Við vitum öll að sú staða hefur gjörbreyst nú.“ Á hverjum degi séu hundruðir manna að tjá skoðun sína á forsetanum og störfum forsetans, meðal annars á Facebook og Twitter, og krefjast einhvers af honum. Fólkið geri kröfu um að forsetinn taki afstöðu í málefnum líðandi stundar og svari þjóðinni þegar hún krefst þess.Hlakkar til aukins málfrelsis Í viðtalinu bætti Ólafur því við að honum hefði þótt ánægjulegt hvernig þjóðin tók Sturlu Jónssyni. „Þar er á ferðinni einstaklingur sem barðist með ótvíræðum hætti gegn bönkum, stofnunum og háði persónulegt stríð gegn ríkjandi kerfi. Mér þykir ánægjulegt að slíkur einstaklingur skuli gera boðið sig fram til forseta og náð slíku fylgi. Það er gleðiefni að úr grasrótinni komi maður eins og Sturla.“ Sturla var meðal gesta í kappræðum Stöðvar 2 á fimmtudag og RÚV í gær en frambjóðandanum hefur verið tíðrætt um stjórnarskrá landsins. Skýringar hans á henni hafa á köflum þótt á skjön við þann skilning sem flestir leggja í hana. „Ég verð að segja að mér fannst skýringar hans á stjórnarskránni flottar og margt sem gleður í þeim.“ Framundan hjá Ólafi eru málefni sem lengi hafa brunnið á honum á borð við norðurslóðir. Einnig nefndi hann hreina orku og framtíð hafanna. „Þetta hefur verið ægilega löng tíð hjá mér í embætti og mér líður óskaplega vel með að vera að hætta. Ég er ánægður með að þetta hafi tekist,“ sagði Ólafur. „Ég hlakka einnig til að hafa frelsi til að tjá mig. Í gegnum tíðina hefur verið margt sem mig hefur langað að segja en ég hef ekki sagt sökum embættis míns. Ég hlakka til þess frelsis sem þetta mun veita mér.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Að mati fráfarandi forseta þá hefur hann ekki breytt forsetaembættinu á þeim tuttugu árum sem hann gengdi því. Hins vegar hafi umhverfi þess kollvarpast og orðið allt, allt annað. Þetta kom fram í viðtali við forsetann á kosningavöku Ríkissjónvarpsins. „Ég hef aldrei farið út fyrir þau mörk sem stjórnarskráin markar embættinu og öll mín tíð hefur verið í samræmi við hana. Það sem hefur breyst eru kröfur samfélagsins og umheimsins til embættisins.“ Þar á forsetinn við að hagsmuna- og baráttusamtök séu mun fleiri og öflugir auk þess að eðli fjölmiðla hafi breyst með aukinni alþjóðavæðingu. Ólafur telur að þessar breytingar hafi valdið því að kröfurnar til hans hafi verið allt aðrar en til fyrri forseta lýðveldisins. „Mig óraði ekki fyrir þessum breytingum. Þegar ég tók við embætti voru um 4.000 vefsíður skráðar í Bandaríkjunum. Við vitum öll að sú staða hefur gjörbreyst nú.“ Á hverjum degi séu hundruðir manna að tjá skoðun sína á forsetanum og störfum forsetans, meðal annars á Facebook og Twitter, og krefjast einhvers af honum. Fólkið geri kröfu um að forsetinn taki afstöðu í málefnum líðandi stundar og svari þjóðinni þegar hún krefst þess.Hlakkar til aukins málfrelsis Í viðtalinu bætti Ólafur því við að honum hefði þótt ánægjulegt hvernig þjóðin tók Sturlu Jónssyni. „Þar er á ferðinni einstaklingur sem barðist með ótvíræðum hætti gegn bönkum, stofnunum og háði persónulegt stríð gegn ríkjandi kerfi. Mér þykir ánægjulegt að slíkur einstaklingur skuli gera boðið sig fram til forseta og náð slíku fylgi. Það er gleðiefni að úr grasrótinni komi maður eins og Sturla.“ Sturla var meðal gesta í kappræðum Stöðvar 2 á fimmtudag og RÚV í gær en frambjóðandanum hefur verið tíðrætt um stjórnarskrá landsins. Skýringar hans á henni hafa á köflum þótt á skjön við þann skilning sem flestir leggja í hana. „Ég verð að segja að mér fannst skýringar hans á stjórnarskránni flottar og margt sem gleður í þeim.“ Framundan hjá Ólafi eru málefni sem lengi hafa brunnið á honum á borð við norðurslóðir. Einnig nefndi hann hreina orku og framtíð hafanna. „Þetta hefur verið ægilega löng tíð hjá mér í embætti og mér líður óskaplega vel með að vera að hætta. Ég er ánægður með að þetta hafi tekist,“ sagði Ólafur. „Ég hlakka einnig til að hafa frelsi til að tjá mig. Í gegnum tíðina hefur verið margt sem mig hefur langað að segja en ég hef ekki sagt sökum embættis míns. Ég hlakka til þess frelsis sem þetta mun veita mér.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49
Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40