Ólafur Ragnar fílaði Sturlu Jónsson Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 01:58 vísir/ernir Að mati fráfarandi forseta þá hefur hann ekki breytt forsetaembættinu á þeim tuttugu árum sem hann gengdi því. Hins vegar hafi umhverfi þess kollvarpast og orðið allt, allt annað. Þetta kom fram í viðtali við forsetann á kosningavöku Ríkissjónvarpsins. „Ég hef aldrei farið út fyrir þau mörk sem stjórnarskráin markar embættinu og öll mín tíð hefur verið í samræmi við hana. Það sem hefur breyst eru kröfur samfélagsins og umheimsins til embættisins.“ Þar á forsetinn við að hagsmuna- og baráttusamtök séu mun fleiri og öflugir auk þess að eðli fjölmiðla hafi breyst með aukinni alþjóðavæðingu. Ólafur telur að þessar breytingar hafi valdið því að kröfurnar til hans hafi verið allt aðrar en til fyrri forseta lýðveldisins. „Mig óraði ekki fyrir þessum breytingum. Þegar ég tók við embætti voru um 4.000 vefsíður skráðar í Bandaríkjunum. Við vitum öll að sú staða hefur gjörbreyst nú.“ Á hverjum degi séu hundruðir manna að tjá skoðun sína á forsetanum og störfum forsetans, meðal annars á Facebook og Twitter, og krefjast einhvers af honum. Fólkið geri kröfu um að forsetinn taki afstöðu í málefnum líðandi stundar og svari þjóðinni þegar hún krefst þess.Hlakkar til aukins málfrelsis Í viðtalinu bætti Ólafur því við að honum hefði þótt ánægjulegt hvernig þjóðin tók Sturlu Jónssyni. „Þar er á ferðinni einstaklingur sem barðist með ótvíræðum hætti gegn bönkum, stofnunum og háði persónulegt stríð gegn ríkjandi kerfi. Mér þykir ánægjulegt að slíkur einstaklingur skuli gera boðið sig fram til forseta og náð slíku fylgi. Það er gleðiefni að úr grasrótinni komi maður eins og Sturla.“ Sturla var meðal gesta í kappræðum Stöðvar 2 á fimmtudag og RÚV í gær en frambjóðandanum hefur verið tíðrætt um stjórnarskrá landsins. Skýringar hans á henni hafa á köflum þótt á skjön við þann skilning sem flestir leggja í hana. „Ég verð að segja að mér fannst skýringar hans á stjórnarskránni flottar og margt sem gleður í þeim.“ Framundan hjá Ólafi eru málefni sem lengi hafa brunnið á honum á borð við norðurslóðir. Einnig nefndi hann hreina orku og framtíð hafanna. „Þetta hefur verið ægilega löng tíð hjá mér í embætti og mér líður óskaplega vel með að vera að hætta. Ég er ánægður með að þetta hafi tekist,“ sagði Ólafur. „Ég hlakka einnig til að hafa frelsi til að tjá mig. Í gegnum tíðina hefur verið margt sem mig hefur langað að segja en ég hef ekki sagt sökum embættis míns. Ég hlakka til þess frelsis sem þetta mun veita mér.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira
Að mati fráfarandi forseta þá hefur hann ekki breytt forsetaembættinu á þeim tuttugu árum sem hann gengdi því. Hins vegar hafi umhverfi þess kollvarpast og orðið allt, allt annað. Þetta kom fram í viðtali við forsetann á kosningavöku Ríkissjónvarpsins. „Ég hef aldrei farið út fyrir þau mörk sem stjórnarskráin markar embættinu og öll mín tíð hefur verið í samræmi við hana. Það sem hefur breyst eru kröfur samfélagsins og umheimsins til embættisins.“ Þar á forsetinn við að hagsmuna- og baráttusamtök séu mun fleiri og öflugir auk þess að eðli fjölmiðla hafi breyst með aukinni alþjóðavæðingu. Ólafur telur að þessar breytingar hafi valdið því að kröfurnar til hans hafi verið allt aðrar en til fyrri forseta lýðveldisins. „Mig óraði ekki fyrir þessum breytingum. Þegar ég tók við embætti voru um 4.000 vefsíður skráðar í Bandaríkjunum. Við vitum öll að sú staða hefur gjörbreyst nú.“ Á hverjum degi séu hundruðir manna að tjá skoðun sína á forsetanum og störfum forsetans, meðal annars á Facebook og Twitter, og krefjast einhvers af honum. Fólkið geri kröfu um að forsetinn taki afstöðu í málefnum líðandi stundar og svari þjóðinni þegar hún krefst þess.Hlakkar til aukins málfrelsis Í viðtalinu bætti Ólafur því við að honum hefði þótt ánægjulegt hvernig þjóðin tók Sturlu Jónssyni. „Þar er á ferðinni einstaklingur sem barðist með ótvíræðum hætti gegn bönkum, stofnunum og háði persónulegt stríð gegn ríkjandi kerfi. Mér þykir ánægjulegt að slíkur einstaklingur skuli gera boðið sig fram til forseta og náð slíku fylgi. Það er gleðiefni að úr grasrótinni komi maður eins og Sturla.“ Sturla var meðal gesta í kappræðum Stöðvar 2 á fimmtudag og RÚV í gær en frambjóðandanum hefur verið tíðrætt um stjórnarskrá landsins. Skýringar hans á henni hafa á köflum þótt á skjön við þann skilning sem flestir leggja í hana. „Ég verð að segja að mér fannst skýringar hans á stjórnarskránni flottar og margt sem gleður í þeim.“ Framundan hjá Ólafi eru málefni sem lengi hafa brunnið á honum á borð við norðurslóðir. Einnig nefndi hann hreina orku og framtíð hafanna. „Þetta hefur verið ægilega löng tíð hjá mér í embætti og mér líður óskaplega vel með að vera að hætta. Ég er ánægður með að þetta hafi tekist,“ sagði Ólafur. „Ég hlakka einnig til að hafa frelsi til að tjá mig. Í gegnum tíðina hefur verið margt sem mig hefur langað að segja en ég hef ekki sagt sökum embættis míns. Ég hlakka til þess frelsis sem þetta mun veita mér.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira
Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49
Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40