Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 07:39 Verðandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, ásamt eiginkonu sinni, Elizu, á kosningavöku sinni. vísir/hanna Lokaniðurstöður forsetakosninganna liggja fyrir. Alls greiddu 185.390 manns atkvæði og var kjörsókn því 75,7 prósent. Það er nokkrum meira heldur en í síðustu kosningum, árið 2012, þegar kjörsókn var 69,3 prósent. Guðni Th. Jóhannesson er réttkjörinn forseti Íslands en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent. Andri Snær Magnason hlaut fleiri atkvæði en Davíð Oddson en báðir eru með um fjórtán prósent. Þá endar Sturla Jónsson með 3,5 prósent. Upphafleg frétt 07.39 Lokatölur í fjórum kjördæmum af sex liggja fyrir. Reykjavíkurkjördæmi suður var síðasta kjördæmið til að skila lokatölum af þeim sem skilað hafa af sér. Lokatölur skortir hins vegar úr Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að kjörsókn í Reykjavík suður hafi verið rétt yfir 74 prósentum. Guðni Th. Jóhannesson hlaut mest fylgi eða tæp 39 prósent. Halla Tómasdóttir fylgdi næst á eftir honum með 23,5 prósent og Andri Snær Magnason halut rúm nítján. Borgarstjórinn fyrrverandi, Davíð Oddsson, fékk 13,6 prósent og Sturla Jónsson tæp fjögur. Fjórir frambjóðendur fengu undir einu prósenti atkvæða. Staðan yfir landið allt er svipuð og í áðurnefndu kjördæmi að því leiti að Halla Tómasdóttir er með meira fylgi á landsvísu á kostnað Andra Snæs. Guðni Th. er sem stendur með 38,9 prósent þeirra atkvæða sem talin hafa verið en Halla hlaut 28,2 prósent. Andri Snær er með 14,2 prósent á landsvísu en kjör annarra er á pari við það sem reifað var hér á undan.Uppfært 08.05 Lokatölur hafa skilað sér úr Norðausturkjördæmi. Nú er aðeins beðið eftir norðvesturkjördæmi. Kjörsókn í Norðausturkjördæmi var rúmlega 76 prósent og hlaut Guðni Th. Jóhannesson 45,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 31 prósent, Davíð Oddsson rúm ellefu, Andri Snær tæp níu og Sturla Jónsson 2,5 prósent. Aðrir hlutu minna en eitt prósent. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.Uppfært 09.15 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi hljóðuðu á þann veg að Guðni Th. fékk 42 prósent en Halla tíu prósentum minna. Davíð Oddsson hlaut 14,1 prósent og Andri Snær helmingi færri atkvæði. Sturla Jónsson fékk 3,2 prósent. Upplýsingar um tölur og kjörsókn eru fengnar af vef Ríkisútvarpsins. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Lokaniðurstöður forsetakosninganna liggja fyrir. Alls greiddu 185.390 manns atkvæði og var kjörsókn því 75,7 prósent. Það er nokkrum meira heldur en í síðustu kosningum, árið 2012, þegar kjörsókn var 69,3 prósent. Guðni Th. Jóhannesson er réttkjörinn forseti Íslands en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent. Andri Snær Magnason hlaut fleiri atkvæði en Davíð Oddson en báðir eru með um fjórtán prósent. Þá endar Sturla Jónsson með 3,5 prósent. Upphafleg frétt 07.39 Lokatölur í fjórum kjördæmum af sex liggja fyrir. Reykjavíkurkjördæmi suður var síðasta kjördæmið til að skila lokatölum af þeim sem skilað hafa af sér. Lokatölur skortir hins vegar úr Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að kjörsókn í Reykjavík suður hafi verið rétt yfir 74 prósentum. Guðni Th. Jóhannesson hlaut mest fylgi eða tæp 39 prósent. Halla Tómasdóttir fylgdi næst á eftir honum með 23,5 prósent og Andri Snær Magnason halut rúm nítján. Borgarstjórinn fyrrverandi, Davíð Oddsson, fékk 13,6 prósent og Sturla Jónsson tæp fjögur. Fjórir frambjóðendur fengu undir einu prósenti atkvæða. Staðan yfir landið allt er svipuð og í áðurnefndu kjördæmi að því leiti að Halla Tómasdóttir er með meira fylgi á landsvísu á kostnað Andra Snæs. Guðni Th. er sem stendur með 38,9 prósent þeirra atkvæða sem talin hafa verið en Halla hlaut 28,2 prósent. Andri Snær er með 14,2 prósent á landsvísu en kjör annarra er á pari við það sem reifað var hér á undan.Uppfært 08.05 Lokatölur hafa skilað sér úr Norðausturkjördæmi. Nú er aðeins beðið eftir norðvesturkjördæmi. Kjörsókn í Norðausturkjördæmi var rúmlega 76 prósent og hlaut Guðni Th. Jóhannesson 45,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 31 prósent, Davíð Oddsson rúm ellefu, Andri Snær tæp níu og Sturla Jónsson 2,5 prósent. Aðrir hlutu minna en eitt prósent. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.Uppfært 09.15 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi hljóðuðu á þann veg að Guðni Th. fékk 42 prósent en Halla tíu prósentum minna. Davíð Oddsson hlaut 14,1 prósent og Andri Snær helmingi færri atkvæði. Sturla Jónsson fékk 3,2 prósent. Upplýsingar um tölur og kjörsókn eru fengnar af vef Ríkisútvarpsins.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49
Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44