Blaðamaður brjálaður útí flugfélögin íslensku Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2016 11:04 Atli Már vandar flugfélögunum íslensku ekki kveðjurnar og segir þau vera eitt stórt dollaramerki og standi ekki með þjóð sinni á ögurstundu. „Flug til Parísar á 150-250 þúsund? Ég veit alveg þetta með framboð og eftirspurn en common. Við fáum þvílíkan meðbyr úti um allan heim en lendum í mótvind þegar það kemur að WOW og Icelandair. Ég myndi ekki fyrir mitt litla líf versla við þessi flugfélög nema ég væri einfaldlega tilneyddur,“ skrifar Atli Már Gylfason blaðamaður.Stoltur styrktaraðili Atli Már er einn þeirra þúsunda manna sem fylgist grannt með gangi mála og gengi Íslands á EM. Þó hann sé ánægður með það, í sjálfu sér, er hann hreint ekki ánægður með það sem snýr að því að komast til Frakklands. Hann skrifar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann vandar íslensku flugfélögunum ekki kveðjurnar. Atli Már er staddur úti en segist hafa fundið sér aðrar leiðir þangað en með íslensku flugfélögunum. „Eitt segist „flugfélag fólksins“ en hitt „stoltur“ styrktaraðili íslenska landsliðsins – þessi slagorð eru jafn innihaldslaus og yfirlýsingar Ronaldo eftir leikinn við Portúgal. Það getur vel verið að þessi flugfélög bjóði upp á ódýr fargjöld af og til en þegar það reynir á þá eru þau ekkert nema eitt stórt dollaramerki.“Vilja græða á góðu gengi liðsins Atli Már hvetur vini sína á Facebook til að finna aðrar leiðir, fjölmörg flugfélög fljúgi frá Keflavíkurflugvelli í allar áttir, og þau flugfélög séu ekki að reyna að mokgræða á Íslendingum. „Íslendingarnir hérna úti tala fallega um allt og alla nema íslensku flugfélögin – þá hef ég bent fjölmörgum útlendingum á það hér í Frakklandi, sem spennt eru fyrir landi og þjóð, að hægt sé að fljúga til fyrirheitna landsins með öðrum leiðum en að nýta sér þjónustu WOW og Icelandair.“Einn vina Atla Más á Facebook birti þessa mynd á athugasemdakerfi hans.Færsla Atla Más hefur vakið mikla athygli og eru margir til að lýsa sig sammála orðum blaðamannsins knáa og afdráttarlausa. Einn þeirra sem leggur orð í belg er Jón Gunnar Benjamínsson sem birtir meðfylgjandi mynd og skrifar: „Svona leit farið heim frá Nice út með Wow Air með handfarangursheimild. Normal verð: 14.000. Taktu eftir því að þarna er u.þ.b. helmingur sætanna laus.“ Vísir er nú að leita svara hjá flugfélögunum um þróun á flugmiðaverði, en víst er mörgum er brugðið vegna hækkana á flugfargöldum; alltaf þá er fyrir liggur að nýr leikur sé í uppsiglingu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
„Flug til Parísar á 150-250 þúsund? Ég veit alveg þetta með framboð og eftirspurn en common. Við fáum þvílíkan meðbyr úti um allan heim en lendum í mótvind þegar það kemur að WOW og Icelandair. Ég myndi ekki fyrir mitt litla líf versla við þessi flugfélög nema ég væri einfaldlega tilneyddur,“ skrifar Atli Már Gylfason blaðamaður.Stoltur styrktaraðili Atli Már er einn þeirra þúsunda manna sem fylgist grannt með gangi mála og gengi Íslands á EM. Þó hann sé ánægður með það, í sjálfu sér, er hann hreint ekki ánægður með það sem snýr að því að komast til Frakklands. Hann skrifar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann vandar íslensku flugfélögunum ekki kveðjurnar. Atli Már er staddur úti en segist hafa fundið sér aðrar leiðir þangað en með íslensku flugfélögunum. „Eitt segist „flugfélag fólksins“ en hitt „stoltur“ styrktaraðili íslenska landsliðsins – þessi slagorð eru jafn innihaldslaus og yfirlýsingar Ronaldo eftir leikinn við Portúgal. Það getur vel verið að þessi flugfélög bjóði upp á ódýr fargjöld af og til en þegar það reynir á þá eru þau ekkert nema eitt stórt dollaramerki.“Vilja græða á góðu gengi liðsins Atli Már hvetur vini sína á Facebook til að finna aðrar leiðir, fjölmörg flugfélög fljúgi frá Keflavíkurflugvelli í allar áttir, og þau flugfélög séu ekki að reyna að mokgræða á Íslendingum. „Íslendingarnir hérna úti tala fallega um allt og alla nema íslensku flugfélögin – þá hef ég bent fjölmörgum útlendingum á það hér í Frakklandi, sem spennt eru fyrir landi og þjóð, að hægt sé að fljúga til fyrirheitna landsins með öðrum leiðum en að nýta sér þjónustu WOW og Icelandair.“Einn vina Atla Más á Facebook birti þessa mynd á athugasemdakerfi hans.Færsla Atla Más hefur vakið mikla athygli og eru margir til að lýsa sig sammála orðum blaðamannsins knáa og afdráttarlausa. Einn þeirra sem leggur orð í belg er Jón Gunnar Benjamínsson sem birtir meðfylgjandi mynd og skrifar: „Svona leit farið heim frá Nice út með Wow Air með handfarangursheimild. Normal verð: 14.000. Taktu eftir því að þarna er u.þ.b. helmingur sætanna laus.“ Vísir er nú að leita svara hjá flugfélögunum um þróun á flugmiðaverði, en víst er mörgum er brugðið vegna hækkana á flugfargöldum; alltaf þá er fyrir liggur að nýr leikur sé í uppsiglingu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira