Norðmaður í EM-gleðivímu: Situr uppi með íslenskt nafn næstu tvo mánuði Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2016 10:55 Garðar hefur fulla trú á sínum mönnum. Mynd/Facebook/Vilhelm Þrítugur Norðmaður situr nú uppi með „íslenskt“ nafn á Facebook næstu sextíu dagana eftir að hafa tekið upp íslenska útgáfu af nafni sínu í gleðivímu í kjölfar sigurs Íslands á Englandi á EM á mánudaginn. Gard Lehne Borch Michalsen fylgdist náið með leiknum og líkt og flestir Norðmenn studdi hann strákana okkar.Í mikilli geðshræringu Garðar var skiljanlega í mikilli geðshræringu eftir að dómarinn flautaði til leiksloka og ákvað því að „íslenska“ nafn sitt á Facebook-síðunni með því að breyta Gard í Gardar, bæta við -ur við annað nafnið og „sen“ í „son“. Nýja nafnið, Gardar Borchur Michalsson, fékk að lifa nóttina en þegar hann hugðist breyta nafninu aftur til baka stóð hann frammi fyrir skilaboðum frá Facebook um að hann gæti ekki gert það aftur fyrr en að sextíu dögum liðnum. Garðar situr því uppi með íslenska nafnið sitt út sumarið.Íslenska liðið líkt og það norska fyrir 20 árumNorska ríkisútvarpið NRK greinir frá raunum Garðars sem segir að hann hafi fengið fjölmörg skot frá vinum og vandamönnum vegna málsins. Garðar viðurkennir að hann hafi ekki fylgst náið með íslenska landsliðinu síðustu árin en útskýrir af hverju hann hefur hrifist svo með íslenska liðinu. „Það snýst ekki bara um að Norðmenn hafi sögulega tengingu við Ísland, heldur er það líka skemmtilegt að sjá lið sem berst svo mikið, er svona vel samhæft og gefur allt í þetta. Íslenska liðið er á ýmsan hátt eins og það norska fyrir tuttugu árum síðan – lið sem samanstendur af leikmönnum úr meðalsterkum deildum álfunnar og það eru ekki margar stórstjörnur,“ segir Garðar í samtali við VG.Haustfrí til Íslands? Garðar segist nú hafa lagt undir hundrað norskar krónur á að Ísland vinni EM í Frakklandi og má hann eiga von á 15 þúsund norskum krónum, gangi það eftir. „Ef þetta fer svona þá fer ég í haustfrí til Íslands.“ Garðar hefur raunar áður komið til Íslands, en eins og sést á Facebook-síðu hans kom hann til landsins árið 2010 þar sem hann heimsótti meðal annars Djúpavog. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sigur Íslands á Englendingum verður svo miklu fallegri með Celine Dion Svo fallegt. 28. júní 2016 09:54 Titanic-lagið spilað yfir skelfilega aukaspyrnu Harry Kane Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane átti ekki sinn besta leik í gær. 28. júní 2016 09:56 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rut Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira
Þrítugur Norðmaður situr nú uppi með „íslenskt“ nafn á Facebook næstu sextíu dagana eftir að hafa tekið upp íslenska útgáfu af nafni sínu í gleðivímu í kjölfar sigurs Íslands á Englandi á EM á mánudaginn. Gard Lehne Borch Michalsen fylgdist náið með leiknum og líkt og flestir Norðmenn studdi hann strákana okkar.Í mikilli geðshræringu Garðar var skiljanlega í mikilli geðshræringu eftir að dómarinn flautaði til leiksloka og ákvað því að „íslenska“ nafn sitt á Facebook-síðunni með því að breyta Gard í Gardar, bæta við -ur við annað nafnið og „sen“ í „son“. Nýja nafnið, Gardar Borchur Michalsson, fékk að lifa nóttina en þegar hann hugðist breyta nafninu aftur til baka stóð hann frammi fyrir skilaboðum frá Facebook um að hann gæti ekki gert það aftur fyrr en að sextíu dögum liðnum. Garðar situr því uppi með íslenska nafnið sitt út sumarið.Íslenska liðið líkt og það norska fyrir 20 árumNorska ríkisútvarpið NRK greinir frá raunum Garðars sem segir að hann hafi fengið fjölmörg skot frá vinum og vandamönnum vegna málsins. Garðar viðurkennir að hann hafi ekki fylgst náið með íslenska landsliðinu síðustu árin en útskýrir af hverju hann hefur hrifist svo með íslenska liðinu. „Það snýst ekki bara um að Norðmenn hafi sögulega tengingu við Ísland, heldur er það líka skemmtilegt að sjá lið sem berst svo mikið, er svona vel samhæft og gefur allt í þetta. Íslenska liðið er á ýmsan hátt eins og það norska fyrir tuttugu árum síðan – lið sem samanstendur af leikmönnum úr meðalsterkum deildum álfunnar og það eru ekki margar stórstjörnur,“ segir Garðar í samtali við VG.Haustfrí til Íslands? Garðar segist nú hafa lagt undir hundrað norskar krónur á að Ísland vinni EM í Frakklandi og má hann eiga von á 15 þúsund norskum krónum, gangi það eftir. „Ef þetta fer svona þá fer ég í haustfrí til Íslands.“ Garðar hefur raunar áður komið til Íslands, en eins og sést á Facebook-síðu hans kom hann til landsins árið 2010 þar sem hann heimsótti meðal annars Djúpavog.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sigur Íslands á Englendingum verður svo miklu fallegri með Celine Dion Svo fallegt. 28. júní 2016 09:54 Titanic-lagið spilað yfir skelfilega aukaspyrnu Harry Kane Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane átti ekki sinn besta leik í gær. 28. júní 2016 09:56 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rut Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Sjá meira
Sigur Íslands á Englendingum verður svo miklu fallegri með Celine Dion Svo fallegt. 28. júní 2016 09:54
Titanic-lagið spilað yfir skelfilega aukaspyrnu Harry Kane Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane átti ekki sinn besta leik í gær. 28. júní 2016 09:56
Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30
Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30