Ólafur njósnar um Portúgal: Agaðari en við eigum að venjast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2016 08:00 Cristiano Ronaldo er mættur með öflugu landsliði Portúgals á Evrópumótið. vísir/EPA „Mér líður eins og ég sé orðinn góðvinur leikmannanna,“ segir Ólafur Kristjánsson, verðandi þjálfari Randers í Danmörku og svokallaður njósnari fyrir íslenska landsliðið. Ég hitti Ólaf í miðbæ Annecy, bæjarins fagra sem íslenska landsliðið mun kalla heimili sitt næstu vikurnar. Íslenska liðið er nú búið að dvelja þar í nokkra dag en þetta var fyrsta ferð Ólafs inn í miðbæinn. „Ég hef einfaldlega verið á fullu að vinna,“ segir Ólafur sem hefur haft það hlutverk að leikgreina lið Portúgals fyrir þá Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara. Ólafur hefur vitanlega séð alla leiki Portúgals í undankeppni EM og vináttulandsleikina þar að auki. Hann var á staðnum þegar Portúgal mætti bæði Englandi og Noregi en eftir þá unnu Portúgalar afar sannfærandi 7-0 sigur á Eistlandi. Ólafur segir að þó svo að öllum sé ljóst að Portúgal sé með ógnarsterkt lið með Cristiano Ronaldo, einn besta leikmann heims, fremstan í flokki, hafi öll lið sínar brotalamir og veikleika. „Við vitum að menn eins og Ronaldo, Ricardo Quaresma, Nani og fleiri eru frábærir knattspyrnumenn en þeir eru mannlegir eins og aðrir og eiga sínu slæmu daga,“ segir Ólafur. „En þeir vita líka mjög vel hverjir þeirra styrkleikar eru og þeir eru góðir að keyra sig upp í að nýta þá til hins ýtrasta.“Ólafur Kristjánsson er í njósnateymi íslenska landsliðsins.vísir/vilhelmEinbeittir og agaðir Ólafur vill eðlilega ekki tjá sig mikið um hvernig Ísland á að leggja upp leikinn gegn Portúgal á þriðjudag, það sé hlutverk þjálfaranna. En hann segir að Ísland eigi ávallt möguleika, nái okkar menn sínu besta fram. „Okkar möguleikar felast í því að vera jafn grimmir og ákveðnir og við vorum í stóru leikjunum í undankeppninni. Að sama skapi verður maður að vona að Portúgal komist ekki í fimmta gír.“ Hann segir ólíklegt að gera á einhvern hátt ráð fyrir því að lið Portúgals muni vanmeta lið Íslands og sýna kæruleysi í fyrsta leik sínum á EM. „Ef það gerist þá verður það algjörlega ómeðvitað. Þjálfarinn þeirra hefur líka talað þannig að það séu allir mjög einbeittir og agaðir. Ísland fór í gegnum erfiðan riðil í undankeppninni og það er ekki hægt að vanmeta neitt lið sem er komið inn á EM.“Ronaldo er einn besti fótboltamaður sögunnar.vísir/epaTími Portúgals loks kominn? Eins og Ólafur bendir réttilega á hefur Portúgal aldrei náð að standa almennilega undir væntingum á stórmótum eftir að liðið komst í úrslitaleikinn á EM 2004 á heimavelli, þá með Ronaldo ungan innanborðs. „Við höfum þekkt Portúgal sem mikið sóknarlið en staðreyndin er sú að liðið í dag er mjög agað, líka án bolta og í varnarleik sínum. Það getur svo beitt afar fjölbreyttum sóknarleik og þeir eru til dæmis ekki smeykir við að senda upp langa bolta og fara á bak við andstæðinginn. Þeir geta líka farið í fyrirgjafir mjög snemma. Það er verið að spila á mjög marga strengi hjá þeim.“ Ólafur segir erfitt að setja leikkerfi Portúgals í ákveðinn flokk. Leikstíll liðsins sé breytilegur. „Spila þeir 4-4-2 eða 4-3-3? Þú getur alveg eins sagt að þeir spili 7-9-13. Það er það mikil hreyfing og skilningur hjá þessu liði,“ segir Ólafur sem segir að liðið geti farið langt í Frakklandi. „Helstu veikleikar liðsins felast ef til vill í því að það er farið að hægjast á miðvörðunum þeirra. Það gæti hentað liðinu illa að spila gegn liði með snögga framherja. Portúgal gæti því farið langt en getur líka lent snemma á liði sem hentar því illa.“ Leikur Íslands og Portúgals fer fram í St. Etienne á þriðjudag.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Takk, Lars Hinn geðþekki Lars Lagerbäck lýkur störfum sem landsliðsþjálfari Íslands eftir að EM lýkur í Frakklandi. Verður hans án nokkurs vafa minnst sem mikils áhrifavalds í íslenskri knattspyrnu, sem stendur í þakkarskuld við hann. 10. júní 2016 20:30 Á annað hundrað öryggisvarða í kringum íslenska liðið Öryggisfulltrúi KSÍ segir umfang öryggisgæslunnar í kringum íslenska liðið á EM í Frakklandi afar mikið. 10. júní 2016 19:00 Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Auður Hermannsdóttir hefur búið með fjölskyldu sinni í Annecy í Frakklandi undanfarin sex ár. 10. júní 2016 19:30 Íslenska treyjan næstflottust Treyja gestgjafa Frakklands ber af í kosningu Sky Sports en strákarnir okkar klæðast næstflottustu treyjunni í sínum riðli. 10. júní 2016 17:00 Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Sjá meira
„Mér líður eins og ég sé orðinn góðvinur leikmannanna,“ segir Ólafur Kristjánsson, verðandi þjálfari Randers í Danmörku og svokallaður njósnari fyrir íslenska landsliðið. Ég hitti Ólaf í miðbæ Annecy, bæjarins fagra sem íslenska landsliðið mun kalla heimili sitt næstu vikurnar. Íslenska liðið er nú búið að dvelja þar í nokkra dag en þetta var fyrsta ferð Ólafs inn í miðbæinn. „Ég hef einfaldlega verið á fullu að vinna,“ segir Ólafur sem hefur haft það hlutverk að leikgreina lið Portúgals fyrir þá Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara. Ólafur hefur vitanlega séð alla leiki Portúgals í undankeppni EM og vináttulandsleikina þar að auki. Hann var á staðnum þegar Portúgal mætti bæði Englandi og Noregi en eftir þá unnu Portúgalar afar sannfærandi 7-0 sigur á Eistlandi. Ólafur segir að þó svo að öllum sé ljóst að Portúgal sé með ógnarsterkt lið með Cristiano Ronaldo, einn besta leikmann heims, fremstan í flokki, hafi öll lið sínar brotalamir og veikleika. „Við vitum að menn eins og Ronaldo, Ricardo Quaresma, Nani og fleiri eru frábærir knattspyrnumenn en þeir eru mannlegir eins og aðrir og eiga sínu slæmu daga,“ segir Ólafur. „En þeir vita líka mjög vel hverjir þeirra styrkleikar eru og þeir eru góðir að keyra sig upp í að nýta þá til hins ýtrasta.“Ólafur Kristjánsson er í njósnateymi íslenska landsliðsins.vísir/vilhelmEinbeittir og agaðir Ólafur vill eðlilega ekki tjá sig mikið um hvernig Ísland á að leggja upp leikinn gegn Portúgal á þriðjudag, það sé hlutverk þjálfaranna. En hann segir að Ísland eigi ávallt möguleika, nái okkar menn sínu besta fram. „Okkar möguleikar felast í því að vera jafn grimmir og ákveðnir og við vorum í stóru leikjunum í undankeppninni. Að sama skapi verður maður að vona að Portúgal komist ekki í fimmta gír.“ Hann segir ólíklegt að gera á einhvern hátt ráð fyrir því að lið Portúgals muni vanmeta lið Íslands og sýna kæruleysi í fyrsta leik sínum á EM. „Ef það gerist þá verður það algjörlega ómeðvitað. Þjálfarinn þeirra hefur líka talað þannig að það séu allir mjög einbeittir og agaðir. Ísland fór í gegnum erfiðan riðil í undankeppninni og það er ekki hægt að vanmeta neitt lið sem er komið inn á EM.“Ronaldo er einn besti fótboltamaður sögunnar.vísir/epaTími Portúgals loks kominn? Eins og Ólafur bendir réttilega á hefur Portúgal aldrei náð að standa almennilega undir væntingum á stórmótum eftir að liðið komst í úrslitaleikinn á EM 2004 á heimavelli, þá með Ronaldo ungan innanborðs. „Við höfum þekkt Portúgal sem mikið sóknarlið en staðreyndin er sú að liðið í dag er mjög agað, líka án bolta og í varnarleik sínum. Það getur svo beitt afar fjölbreyttum sóknarleik og þeir eru til dæmis ekki smeykir við að senda upp langa bolta og fara á bak við andstæðinginn. Þeir geta líka farið í fyrirgjafir mjög snemma. Það er verið að spila á mjög marga strengi hjá þeim.“ Ólafur segir erfitt að setja leikkerfi Portúgals í ákveðinn flokk. Leikstíll liðsins sé breytilegur. „Spila þeir 4-4-2 eða 4-3-3? Þú getur alveg eins sagt að þeir spili 7-9-13. Það er það mikil hreyfing og skilningur hjá þessu liði,“ segir Ólafur sem segir að liðið geti farið langt í Frakklandi. „Helstu veikleikar liðsins felast ef til vill í því að það er farið að hægjast á miðvörðunum þeirra. Það gæti hentað liðinu illa að spila gegn liði með snögga framherja. Portúgal gæti því farið langt en getur líka lent snemma á liði sem hentar því illa.“ Leikur Íslands og Portúgals fer fram í St. Etienne á þriðjudag.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Takk, Lars Hinn geðþekki Lars Lagerbäck lýkur störfum sem landsliðsþjálfari Íslands eftir að EM lýkur í Frakklandi. Verður hans án nokkurs vafa minnst sem mikils áhrifavalds í íslenskri knattspyrnu, sem stendur í þakkarskuld við hann. 10. júní 2016 20:30 Á annað hundrað öryggisvarða í kringum íslenska liðið Öryggisfulltrúi KSÍ segir umfang öryggisgæslunnar í kringum íslenska liðið á EM í Frakklandi afar mikið. 10. júní 2016 19:00 Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Auður Hermannsdóttir hefur búið með fjölskyldu sinni í Annecy í Frakklandi undanfarin sex ár. 10. júní 2016 19:30 Íslenska treyjan næstflottust Treyja gestgjafa Frakklands ber af í kosningu Sky Sports en strákarnir okkar klæðast næstflottustu treyjunni í sínum riðli. 10. júní 2016 17:00 Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Sjá meira
Takk, Lars Hinn geðþekki Lars Lagerbäck lýkur störfum sem landsliðsþjálfari Íslands eftir að EM lýkur í Frakklandi. Verður hans án nokkurs vafa minnst sem mikils áhrifavalds í íslenskri knattspyrnu, sem stendur í þakkarskuld við hann. 10. júní 2016 20:30
Á annað hundrað öryggisvarða í kringum íslenska liðið Öryggisfulltrúi KSÍ segir umfang öryggisgæslunnar í kringum íslenska liðið á EM í Frakklandi afar mikið. 10. júní 2016 19:00
Íslensk fjölskylda í Annecy: Hér styðja allir Ísland Auður Hermannsdóttir hefur búið með fjölskyldu sinni í Annecy í Frakklandi undanfarin sex ár. 10. júní 2016 19:30
Íslenska treyjan næstflottust Treyja gestgjafa Frakklands ber af í kosningu Sky Sports en strákarnir okkar klæðast næstflottustu treyjunni í sínum riðli. 10. júní 2016 17:00
Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00