Hollande segir morðin óneitanlega hryðjuverk Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júní 2016 07:00 „Þessar gjörðir eru óneitanlega hryðjuverk,“ sagði François Hollande, forseti Frakklands, við fjölmiðla í gær um tvö morð í París í fyrrakvöld. Hinn 25 ára gamli Larossi Abballa var handtekinn í gær, grunaður um morðin. Abballa fæddist í úthverfi Parísar, Mantes-la-Jolie, en hann var handtekinn árið 2011 og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2013 fyrir að hafa ráðið hermenn til að berjast í heilögu stríði í Pakistan. Fyrr um daginn hafði Abballa svarið hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hollustueið í beinni útsendingu á Facebook og í gær kallaði fréttastofa samtakanna, Amaq, hann hermann Íslamska ríkisins.Fórnarlömb árásarinnar voru hjón, en karlmaðurinn var aðstoðarlögreglustjóri lögreglustöðvar nærri heimili þeirra. Á Abballa að hafa ráðist að heimili þeirra vopnaður hnífi um níuleytið, öskrandi „Allahu akbar“ eða Guð er mikill, samkvæmt vitnum. Á hann svo að hafa komið aftan að lögreglumanninum utan við hús hans og myrt hann áður en hann fór inn í húsið og byrgði fyrir dyrnar. Þá kom lögregla á vettvang á meðan Abballa á að hafa haldið konunni og barni þeirra í gíslingu. Pierre-Henry Brandet, talsmaður innanríkisráðuneytisins, segir lögreglu ekki hafa tekist að fá Abballa til að sleppa gíslunum og því hafi verið gert áhlaup á húsið upp úr miðnætti. Inni fundu lögreglumenn barnið á lífi en móðurina ekki. Hollande segir hjónin hafa verið myrt af hugleysi og segir Frakkland enn sæta umtalsverðri ógn af völdum hryðjuverkamanna. Hollande fundaði með öryggisyfirvöldum í Frakklandi í gær en neyðarástand hefur ríkt í landinu frá árásunum á París í nóvember. Í gær sagði Bernard Cazeneuve innanríkisráðherra að rúmlega hundrað hafi verið handteknir í Frakklandi, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk, á þessu ári. Facebook-reikningi Abballa var lokað stuttu eftir útsendinguna þar sem hann sór hryðjuverkasamtökunum hollustueið svo ekki er hægt að nálgast myndbandið lengur. David Thomson, franskur sérfræðingur í íslömskum hryðjuverkasamtökum og blaðamaður RFI, sagði á Twitter-síðu sinni að í myndbandinu hefði mátt sjá Abballa velta fyrir sér hvað gera ætti við barn hjónanna. Enn fremur segir hann Abballa hafa talað um Evrópumeistaramótið í knattspyrnu sem nú fer fram. „Evrópumeistaramótið verður kirkjugarður,“ sagði Thomson Abballa hafa sagt. Marc Trevidic, sem yfirheyrði Abballa eftir handtöku hans árið 2011, segir Abballa einn af átta manna hópi í viðtali við Le Figaro. Tveir úr þeim hópi hafi ætlað að ferðast til Lahore í Pakistan til að hitta yfirráðamann al-Kaída á svæðinu en verið handteknir þegar á flugvöllinn var komið. „Hann vildi heilagt stríð, það er víst. Hann hafði verið í þjálfun í Frakklandi, ekki herkænskuþjálfun heldur líkamlegri,“ sagði Trevidic.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
„Þessar gjörðir eru óneitanlega hryðjuverk,“ sagði François Hollande, forseti Frakklands, við fjölmiðla í gær um tvö morð í París í fyrrakvöld. Hinn 25 ára gamli Larossi Abballa var handtekinn í gær, grunaður um morðin. Abballa fæddist í úthverfi Parísar, Mantes-la-Jolie, en hann var handtekinn árið 2011 og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2013 fyrir að hafa ráðið hermenn til að berjast í heilögu stríði í Pakistan. Fyrr um daginn hafði Abballa svarið hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hollustueið í beinni útsendingu á Facebook og í gær kallaði fréttastofa samtakanna, Amaq, hann hermann Íslamska ríkisins.Fórnarlömb árásarinnar voru hjón, en karlmaðurinn var aðstoðarlögreglustjóri lögreglustöðvar nærri heimili þeirra. Á Abballa að hafa ráðist að heimili þeirra vopnaður hnífi um níuleytið, öskrandi „Allahu akbar“ eða Guð er mikill, samkvæmt vitnum. Á hann svo að hafa komið aftan að lögreglumanninum utan við hús hans og myrt hann áður en hann fór inn í húsið og byrgði fyrir dyrnar. Þá kom lögregla á vettvang á meðan Abballa á að hafa haldið konunni og barni þeirra í gíslingu. Pierre-Henry Brandet, talsmaður innanríkisráðuneytisins, segir lögreglu ekki hafa tekist að fá Abballa til að sleppa gíslunum og því hafi verið gert áhlaup á húsið upp úr miðnætti. Inni fundu lögreglumenn barnið á lífi en móðurina ekki. Hollande segir hjónin hafa verið myrt af hugleysi og segir Frakkland enn sæta umtalsverðri ógn af völdum hryðjuverkamanna. Hollande fundaði með öryggisyfirvöldum í Frakklandi í gær en neyðarástand hefur ríkt í landinu frá árásunum á París í nóvember. Í gær sagði Bernard Cazeneuve innanríkisráðherra að rúmlega hundrað hafi verið handteknir í Frakklandi, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk, á þessu ári. Facebook-reikningi Abballa var lokað stuttu eftir útsendinguna þar sem hann sór hryðjuverkasamtökunum hollustueið svo ekki er hægt að nálgast myndbandið lengur. David Thomson, franskur sérfræðingur í íslömskum hryðjuverkasamtökum og blaðamaður RFI, sagði á Twitter-síðu sinni að í myndbandinu hefði mátt sjá Abballa velta fyrir sér hvað gera ætti við barn hjónanna. Enn fremur segir hann Abballa hafa talað um Evrópumeistaramótið í knattspyrnu sem nú fer fram. „Evrópumeistaramótið verður kirkjugarður,“ sagði Thomson Abballa hafa sagt. Marc Trevidic, sem yfirheyrði Abballa eftir handtöku hans árið 2011, segir Abballa einn af átta manna hópi í viðtali við Le Figaro. Tveir úr þeim hópi hafi ætlað að ferðast til Lahore í Pakistan til að hitta yfirráðamann al-Kaída á svæðinu en verið handteknir þegar á flugvöllinn var komið. „Hann vildi heilagt stríð, það er víst. Hann hafði verið í þjálfun í Frakklandi, ekki herkænskuþjálfun heldur líkamlegri,“ sagði Trevidic.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira