Hollande segir morðin óneitanlega hryðjuverk Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júní 2016 07:00 „Þessar gjörðir eru óneitanlega hryðjuverk,“ sagði François Hollande, forseti Frakklands, við fjölmiðla í gær um tvö morð í París í fyrrakvöld. Hinn 25 ára gamli Larossi Abballa var handtekinn í gær, grunaður um morðin. Abballa fæddist í úthverfi Parísar, Mantes-la-Jolie, en hann var handtekinn árið 2011 og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2013 fyrir að hafa ráðið hermenn til að berjast í heilögu stríði í Pakistan. Fyrr um daginn hafði Abballa svarið hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hollustueið í beinni útsendingu á Facebook og í gær kallaði fréttastofa samtakanna, Amaq, hann hermann Íslamska ríkisins.Fórnarlömb árásarinnar voru hjón, en karlmaðurinn var aðstoðarlögreglustjóri lögreglustöðvar nærri heimili þeirra. Á Abballa að hafa ráðist að heimili þeirra vopnaður hnífi um níuleytið, öskrandi „Allahu akbar“ eða Guð er mikill, samkvæmt vitnum. Á hann svo að hafa komið aftan að lögreglumanninum utan við hús hans og myrt hann áður en hann fór inn í húsið og byrgði fyrir dyrnar. Þá kom lögregla á vettvang á meðan Abballa á að hafa haldið konunni og barni þeirra í gíslingu. Pierre-Henry Brandet, talsmaður innanríkisráðuneytisins, segir lögreglu ekki hafa tekist að fá Abballa til að sleppa gíslunum og því hafi verið gert áhlaup á húsið upp úr miðnætti. Inni fundu lögreglumenn barnið á lífi en móðurina ekki. Hollande segir hjónin hafa verið myrt af hugleysi og segir Frakkland enn sæta umtalsverðri ógn af völdum hryðjuverkamanna. Hollande fundaði með öryggisyfirvöldum í Frakklandi í gær en neyðarástand hefur ríkt í landinu frá árásunum á París í nóvember. Í gær sagði Bernard Cazeneuve innanríkisráðherra að rúmlega hundrað hafi verið handteknir í Frakklandi, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk, á þessu ári. Facebook-reikningi Abballa var lokað stuttu eftir útsendinguna þar sem hann sór hryðjuverkasamtökunum hollustueið svo ekki er hægt að nálgast myndbandið lengur. David Thomson, franskur sérfræðingur í íslömskum hryðjuverkasamtökum og blaðamaður RFI, sagði á Twitter-síðu sinni að í myndbandinu hefði mátt sjá Abballa velta fyrir sér hvað gera ætti við barn hjónanna. Enn fremur segir hann Abballa hafa talað um Evrópumeistaramótið í knattspyrnu sem nú fer fram. „Evrópumeistaramótið verður kirkjugarður,“ sagði Thomson Abballa hafa sagt. Marc Trevidic, sem yfirheyrði Abballa eftir handtöku hans árið 2011, segir Abballa einn af átta manna hópi í viðtali við Le Figaro. Tveir úr þeim hópi hafi ætlað að ferðast til Lahore í Pakistan til að hitta yfirráðamann al-Kaída á svæðinu en verið handteknir þegar á flugvöllinn var komið. „Hann vildi heilagt stríð, það er víst. Hann hafði verið í þjálfun í Frakklandi, ekki herkænskuþjálfun heldur líkamlegri,“ sagði Trevidic.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
„Þessar gjörðir eru óneitanlega hryðjuverk,“ sagði François Hollande, forseti Frakklands, við fjölmiðla í gær um tvö morð í París í fyrrakvöld. Hinn 25 ára gamli Larossi Abballa var handtekinn í gær, grunaður um morðin. Abballa fæddist í úthverfi Parísar, Mantes-la-Jolie, en hann var handtekinn árið 2011 og dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2013 fyrir að hafa ráðið hermenn til að berjast í heilögu stríði í Pakistan. Fyrr um daginn hafði Abballa svarið hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hollustueið í beinni útsendingu á Facebook og í gær kallaði fréttastofa samtakanna, Amaq, hann hermann Íslamska ríkisins.Fórnarlömb árásarinnar voru hjón, en karlmaðurinn var aðstoðarlögreglustjóri lögreglustöðvar nærri heimili þeirra. Á Abballa að hafa ráðist að heimili þeirra vopnaður hnífi um níuleytið, öskrandi „Allahu akbar“ eða Guð er mikill, samkvæmt vitnum. Á hann svo að hafa komið aftan að lögreglumanninum utan við hús hans og myrt hann áður en hann fór inn í húsið og byrgði fyrir dyrnar. Þá kom lögregla á vettvang á meðan Abballa á að hafa haldið konunni og barni þeirra í gíslingu. Pierre-Henry Brandet, talsmaður innanríkisráðuneytisins, segir lögreglu ekki hafa tekist að fá Abballa til að sleppa gíslunum og því hafi verið gert áhlaup á húsið upp úr miðnætti. Inni fundu lögreglumenn barnið á lífi en móðurina ekki. Hollande segir hjónin hafa verið myrt af hugleysi og segir Frakkland enn sæta umtalsverðri ógn af völdum hryðjuverkamanna. Hollande fundaði með öryggisyfirvöldum í Frakklandi í gær en neyðarástand hefur ríkt í landinu frá árásunum á París í nóvember. Í gær sagði Bernard Cazeneuve innanríkisráðherra að rúmlega hundrað hafi verið handteknir í Frakklandi, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk, á þessu ári. Facebook-reikningi Abballa var lokað stuttu eftir útsendinguna þar sem hann sór hryðjuverkasamtökunum hollustueið svo ekki er hægt að nálgast myndbandið lengur. David Thomson, franskur sérfræðingur í íslömskum hryðjuverkasamtökum og blaðamaður RFI, sagði á Twitter-síðu sinni að í myndbandinu hefði mátt sjá Abballa velta fyrir sér hvað gera ætti við barn hjónanna. Enn fremur segir hann Abballa hafa talað um Evrópumeistaramótið í knattspyrnu sem nú fer fram. „Evrópumeistaramótið verður kirkjugarður,“ sagði Thomson Abballa hafa sagt. Marc Trevidic, sem yfirheyrði Abballa eftir handtöku hans árið 2011, segir Abballa einn af átta manna hópi í viðtali við Le Figaro. Tveir úr þeim hópi hafi ætlað að ferðast til Lahore í Pakistan til að hitta yfirráðamann al-Kaída á svæðinu en verið handteknir þegar á flugvöllinn var komið. „Hann vildi heilagt stríð, það er víst. Hann hafði verið í þjálfun í Frakklandi, ekki herkænskuþjálfun heldur líkamlegri,“ sagði Trevidic.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira