Foreldrar Hauks Heiðars héldu EM-ferðinni leyndri fram að valinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2016 11:00 Ragnheiður og Haukur við höfnina í Marseille í gær. Vísir/Vilhelm Þau voru hin hressustu og ekki lítið stolt, Ragnheiður Haraldsdóttir og Haukur Jóhannsson, foreldrar Hauks Heiðars Haukssonar landsliðsmanns þegar blaðamaður rakst á þau á göngu sinni í Marseille í gær. Þau voru enn í skýjunum eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. „Það kvöld er ógleymanlegt,“ segir Haukur. Sá landsleikur toppi alla hina sem hann sé búin að fara á og Ragnheiður er sama sinnis. Ragnheiður og Haukur eru Akureyringar, ekki nóg með það heldur einnig afreksfólk á sviði íþrótta. Haukur hefur keppt fyrir Íslandshönd í svigi á Ólympíuleikum og Ragnheiður er Íslandsmeistari í brids. „Liðinu gengur svo vel að við erum afar glöð. Svo ef strákuirnn kemur inn á verðum við ennþá glaðari,“ segir Ragnheiður. Haukur bætir við: „En þú skiptir ekki svo oft bakverði fyrir bakvörð,“ segir Haukur og tekur undir með blaðamanni að það sé ekki algeng skipting til að breyta gangi í leikjum. „Við hugsum auðvitað aðallega um liðið og úrslitin og erum mjög ánægð.“Spá 1-0 sigri okkar manna Haukur er bjartsýnn fyrir leikinn í dag gegn Ungverjum og spáir 1-0 sigri okkar mann. Það væri algjör draumur sem er í takt við ferðina þeirra, algjör draumur að sögn Ragnheiðar. Í ljós kemur að þau voru búin að bóka sér EM-ferð áður en ljóst var að Haukur Heiðar, sonur þeirra, yrði í landsliðshópnum. Þá átti bara að fara í þriggja daga ferð á leikinn í Saint-Étienne. „Við ætluðum bara heim strax en breyttum því þegar við vissum að strákurinn væri með í hópnum. Þá fór allt af stað,“ segir Ragnheiður. Þau ætla að sjá til hvað þau geri eftir leikinn á morgun en greinilegt er að þau eru alvarlega að hugsa um að framlengja ferðina fram yfir leikinn í París þann 22. júní. Haukur eldri ljóstrar þá upp leyndarmáli, eða því sem var leyndarmál þangað til í maí þegar 23 manna hópur Íslands var tilkynntur með Hauk Heiðar innanborðs. „Við bókuðum ferðina áður en Haukur var valinn í landsliðið. Ég vildi ekki láta strákinn vita af þessu,“ segir Haukur. Hann vildi ekki að það færi að angra son sinn eða setja auka pressu á hann. Haukur eldri hlær að því núna enda allir hressir með lífið og tilveruna í Frakklandi, Íslendingar hið minnsta.Dyraverðir til bjargar Haukur var klæddur í landsliðstreyju númer þrjú, merktri leiknum gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ekki amalegur gripur það. „Heldurðu drengur? Hann náði að kasta þessu í mig eftir leikinn,“ segir Haukur og Ragnheiður útskýrir hvernig Haukur Heiðar náði í þau í gegnum síma skömmu eftir leik þegar þau voru komin útaf leikvanginum. Þau gátu ekki farið til baka vegna öryggisgæslu. Ekki strax. Til bjargar komu æðislegir dyraverðir að sögn Ragnheiðar og fengu þau stutta stund með stráknum sínum að leik loknum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingapartý í Marseille: Can´t walk away á repeat og geggjað stuð Gleðin var í fyrirrúmi en einn og einn fór aðeins of geyst í vínið og hafði lognast útaf á sófanum. 17. júní 2016 20:30 Svona var Íslendingapartýið í Marseille Hvað lag ætli hafi verið sungið oftast í veislunni? Vísbending, það heitir ekki Ferðalok. 18. júní 2016 07:00 Átti ekki að fá neinn bjór í Frakklandi nema hann myndi vinna KR Herra Fjölnir er mættur til Marseille þar sem hann getur fengið sér bjór með góðri samvisku. 17. júní 2016 22:00 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira
Þau voru hin hressustu og ekki lítið stolt, Ragnheiður Haraldsdóttir og Haukur Jóhannsson, foreldrar Hauks Heiðars Haukssonar landsliðsmanns þegar blaðamaður rakst á þau á göngu sinni í Marseille í gær. Þau voru enn í skýjunum eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. „Það kvöld er ógleymanlegt,“ segir Haukur. Sá landsleikur toppi alla hina sem hann sé búin að fara á og Ragnheiður er sama sinnis. Ragnheiður og Haukur eru Akureyringar, ekki nóg með það heldur einnig afreksfólk á sviði íþrótta. Haukur hefur keppt fyrir Íslandshönd í svigi á Ólympíuleikum og Ragnheiður er Íslandsmeistari í brids. „Liðinu gengur svo vel að við erum afar glöð. Svo ef strákuirnn kemur inn á verðum við ennþá glaðari,“ segir Ragnheiður. Haukur bætir við: „En þú skiptir ekki svo oft bakverði fyrir bakvörð,“ segir Haukur og tekur undir með blaðamanni að það sé ekki algeng skipting til að breyta gangi í leikjum. „Við hugsum auðvitað aðallega um liðið og úrslitin og erum mjög ánægð.“Spá 1-0 sigri okkar manna Haukur er bjartsýnn fyrir leikinn í dag gegn Ungverjum og spáir 1-0 sigri okkar mann. Það væri algjör draumur sem er í takt við ferðina þeirra, algjör draumur að sögn Ragnheiðar. Í ljós kemur að þau voru búin að bóka sér EM-ferð áður en ljóst var að Haukur Heiðar, sonur þeirra, yrði í landsliðshópnum. Þá átti bara að fara í þriggja daga ferð á leikinn í Saint-Étienne. „Við ætluðum bara heim strax en breyttum því þegar við vissum að strákurinn væri með í hópnum. Þá fór allt af stað,“ segir Ragnheiður. Þau ætla að sjá til hvað þau geri eftir leikinn á morgun en greinilegt er að þau eru alvarlega að hugsa um að framlengja ferðina fram yfir leikinn í París þann 22. júní. Haukur eldri ljóstrar þá upp leyndarmáli, eða því sem var leyndarmál þangað til í maí þegar 23 manna hópur Íslands var tilkynntur með Hauk Heiðar innanborðs. „Við bókuðum ferðina áður en Haukur var valinn í landsliðið. Ég vildi ekki láta strákinn vita af þessu,“ segir Haukur. Hann vildi ekki að það færi að angra son sinn eða setja auka pressu á hann. Haukur eldri hlær að því núna enda allir hressir með lífið og tilveruna í Frakklandi, Íslendingar hið minnsta.Dyraverðir til bjargar Haukur var klæddur í landsliðstreyju númer þrjú, merktri leiknum gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ekki amalegur gripur það. „Heldurðu drengur? Hann náði að kasta þessu í mig eftir leikinn,“ segir Haukur og Ragnheiður útskýrir hvernig Haukur Heiðar náði í þau í gegnum síma skömmu eftir leik þegar þau voru komin útaf leikvanginum. Þau gátu ekki farið til baka vegna öryggisgæslu. Ekki strax. Til bjargar komu æðislegir dyraverðir að sögn Ragnheiðar og fengu þau stutta stund með stráknum sínum að leik loknum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingapartý í Marseille: Can´t walk away á repeat og geggjað stuð Gleðin var í fyrirrúmi en einn og einn fór aðeins of geyst í vínið og hafði lognast útaf á sófanum. 17. júní 2016 20:30 Svona var Íslendingapartýið í Marseille Hvað lag ætli hafi verið sungið oftast í veislunni? Vísbending, það heitir ekki Ferðalok. 18. júní 2016 07:00 Átti ekki að fá neinn bjór í Frakklandi nema hann myndi vinna KR Herra Fjölnir er mættur til Marseille þar sem hann getur fengið sér bjór með góðri samvisku. 17. júní 2016 22:00 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira
Íslendingapartý í Marseille: Can´t walk away á repeat og geggjað stuð Gleðin var í fyrirrúmi en einn og einn fór aðeins of geyst í vínið og hafði lognast útaf á sófanum. 17. júní 2016 20:30
Svona var Íslendingapartýið í Marseille Hvað lag ætli hafi verið sungið oftast í veislunni? Vísbending, það heitir ekki Ferðalok. 18. júní 2016 07:00
Átti ekki að fá neinn bjór í Frakklandi nema hann myndi vinna KR Herra Fjölnir er mættur til Marseille þar sem hann getur fengið sér bjór með góðri samvisku. 17. júní 2016 22:00