Ná ekki endum saman! Björgvin Guðmundsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Ellilífeyrisþegi kom að máli við mig og sagðist eiga erfitt með að láta enda ná saman.Hann hefur tæpar 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna skerðingar á lífeyri almannatrygginga og skattlagningar fær hann ekki nema 219 þúsund á mánuði samanlagt frá TR og lífeyrissjóðnum eftir skatt. Hann er einhleypur. Eldri borgarinn á gamlan bíl. Hann getur lítið hreyft bílinn; á ekki fyrir bensíni. Hann þarf að láta ganga fyrir að kaupa nauðsynleg lyf og fara til læknis, þegar þörf krefur. Stundum verður hann að neita sér um læknisaðstoð eða sleppa því að leysa út lyfin. Þetta er dæmigert ástand fyrir hóp aldraðra og öryrkja, sem hefur lítinn eða engan lífeyrissjóð. Þetta er að sjálfsögðu mannréttindabrot og gengur gegn 76. grein stjórnarskrárinnar. Félag eldri borgara hefur sagt frá þessu ástandi um nokkurra ára skeið. En það hreyfir ekki við ráðamönnum. Þeir aðhafast ekkert. Þeir virðast kæra sig kollótta um það þó ekki sé unnt að framfleyta sér af þeim lága lífeyri, sem almannatryggingar skammta öldruðum og öryrkjum. Ráðherrarnir guma bara af góðri stöðu þjóðarbúsins og góðum hag ríkissjóðs! Einstaka sinnum láta þeir vinsamleg orð falla um að þeir muni athuga málin. En lengra komast þeir ekki. Það þarf að gera tvennt til þess að breyta þessu ástandi: 1) Það þarf að afnema tekjutengingar eins og fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson , lofaði 2013, fyrir kosningar að gera, ef hann kæmist til valda. 2) Það þarf að stórhækka lífeyri þeirra, sem aðeins hafa tekjur frá almannatryggingum. Samkvæmt tillögum um breytingar á almannatryggingum, sem liggja fyrir, hækkar lífeyrir ekki um eina krónu hjá framangreindum hópi. Samt liggur það fyrir að upphæð lífeyris dugar ekki til framfærslu. Þá er það furðulegt, að samkvæmt nýju tillögunum fellur grunnlífeyrir niður hjá nokkrum þúsundum eldri borgara. Eldri borgurum tókst að knýja það fram að grunnlífeyrir yrði endurreistur en það stendur ekki lengi, aðeins til áramóta. Lífeyrisgreiðslur eiga aftur að skerða grunnlífeyri. Hvað er til ráða? Ráðherrar hlusta ekki á eldri borgara og öryrkja, a.m.k. taka þeir ekkert tillit til óska þeirra um kjarabætur. Nú eru kosningar í nánd. Ef til vill hlusta ráðamenn betur af þeim sökum. Næstu mánuðir munu skera úr um það hvort ráðamenn veiti öldruðum og öryrkjum nægar kjarabætur eða hvort grípa verði til nýrra ráða til þess að knýja fram þær kjarabætur sem dugi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ellilífeyrisþegi kom að máli við mig og sagðist eiga erfitt með að láta enda ná saman.Hann hefur tæpar 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna skerðingar á lífeyri almannatrygginga og skattlagningar fær hann ekki nema 219 þúsund á mánuði samanlagt frá TR og lífeyrissjóðnum eftir skatt. Hann er einhleypur. Eldri borgarinn á gamlan bíl. Hann getur lítið hreyft bílinn; á ekki fyrir bensíni. Hann þarf að láta ganga fyrir að kaupa nauðsynleg lyf og fara til læknis, þegar þörf krefur. Stundum verður hann að neita sér um læknisaðstoð eða sleppa því að leysa út lyfin. Þetta er dæmigert ástand fyrir hóp aldraðra og öryrkja, sem hefur lítinn eða engan lífeyrissjóð. Þetta er að sjálfsögðu mannréttindabrot og gengur gegn 76. grein stjórnarskrárinnar. Félag eldri borgara hefur sagt frá þessu ástandi um nokkurra ára skeið. En það hreyfir ekki við ráðamönnum. Þeir aðhafast ekkert. Þeir virðast kæra sig kollótta um það þó ekki sé unnt að framfleyta sér af þeim lága lífeyri, sem almannatryggingar skammta öldruðum og öryrkjum. Ráðherrarnir guma bara af góðri stöðu þjóðarbúsins og góðum hag ríkissjóðs! Einstaka sinnum láta þeir vinsamleg orð falla um að þeir muni athuga málin. En lengra komast þeir ekki. Það þarf að gera tvennt til þess að breyta þessu ástandi: 1) Það þarf að afnema tekjutengingar eins og fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson , lofaði 2013, fyrir kosningar að gera, ef hann kæmist til valda. 2) Það þarf að stórhækka lífeyri þeirra, sem aðeins hafa tekjur frá almannatryggingum. Samkvæmt tillögum um breytingar á almannatryggingum, sem liggja fyrir, hækkar lífeyrir ekki um eina krónu hjá framangreindum hópi. Samt liggur það fyrir að upphæð lífeyris dugar ekki til framfærslu. Þá er það furðulegt, að samkvæmt nýju tillögunum fellur grunnlífeyrir niður hjá nokkrum þúsundum eldri borgara. Eldri borgurum tókst að knýja það fram að grunnlífeyrir yrði endurreistur en það stendur ekki lengi, aðeins til áramóta. Lífeyrisgreiðslur eiga aftur að skerða grunnlífeyri. Hvað er til ráða? Ráðherrar hlusta ekki á eldri borgara og öryrkja, a.m.k. taka þeir ekkert tillit til óska þeirra um kjarabætur. Nú eru kosningar í nánd. Ef til vill hlusta ráðamenn betur af þeim sökum. Næstu mánuðir munu skera úr um það hvort ráðamenn veiti öldruðum og öryrkjum nægar kjarabætur eða hvort grípa verði til nýrra ráða til þess að knýja fram þær kjarabætur sem dugi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar