Eitt ár af rannsóknarvinnu leiddi í ljós að Jon Haugen lék ljóta nakta gaurinn í Friends Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júní 2016 10:45 Ross var stundum í samskiptum við ljóta nakta gaurinn. Gamanþættirnir Friends njóta ennþá gríðarlegrar vinsældra og horfa milljónir manna á þættina daglega. Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja Íslendingar þættina vel. Það þekkja margir þá list að vitna í Friends og sumir hverjir muna nánast orðrétt hvernig hver einasti þáttur fór fram. Einn eftirminnilegur karakter úr þáttunum var ljóti nakti gaurinn sem bjó á móti Monicu og Rachel en aldrei sást í andlitið á honum í þáttunum. Vefsíðan Huffington Post hefur nú uppljóstrað því hver sé maðurinn á bakvið þennan skemmtilega karakter sem setti heldur betur svip sinn á þáttinn. Leikarinn Mike Hagerty hefur oft verið bendlaður við hlutverkið og kemur hans nafn oft upp þegar leitað er á veraldarvefnum. Huffington Post hafði samband við Hagerty sem staðfesti að hann hefði ekki farið með hlutverkið. Blaðamaðurinn Todd Van Luling lagðist í mikla rannsóknarvinnu og eftir mikla leit fann hann manninn sem leikur ljóta nakta manninn í Friends. Eftir eins árs vinnu fann blaðamaðurinn loksins manninn sjálfan, en hann heitir Jon Haugen og má sjá mynd af honum hér að neðan.Jon Haugen.Mynd/huffington postHaugen samþykkti að veita Huffington Post ítarlegt viðtal. „Það er aðeins einn maður sem fór með hlutverk ljóta nakta mannsins og það er ég,“ segir Haugen í samtali við blaðamanninn þann 16. maí. „Ástæðan fyrir því að ég hef aldrei stigið fram var að Warner Brothers vildi halda þessu leyndu í einhvern tíma. Mér datt aldrei í hug að ég myndi fá símtal frá þeim og beðinn um að leika karakterinn aftur. Þetta var einhver skemmtilegasti tími ævi minnar.“ Eitt frægasta atriði í þáttunum snéri að ljóta nakta manninum en þá höfðu vinirnir útbúið langt spjót til að pota í hann, þar sem þeir héldu að nakti nágranninn væri dáinn. „Þetta var ekkert sársaukafullt, það erfiðasta við það atriði var að halda niðri í mér andanum allan tímann. Við tókum atriði upp um miðja nótt og ég var orðinn mjög þreyttur eftir langan dag.“ Friends Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Gamanþættirnir Friends njóta ennþá gríðarlegrar vinsældra og horfa milljónir manna á þættina daglega. Friends voru framleiddir á árunum 1994-2004 og þekkja Íslendingar þættina vel. Það þekkja margir þá list að vitna í Friends og sumir hverjir muna nánast orðrétt hvernig hver einasti þáttur fór fram. Einn eftirminnilegur karakter úr þáttunum var ljóti nakti gaurinn sem bjó á móti Monicu og Rachel en aldrei sást í andlitið á honum í þáttunum. Vefsíðan Huffington Post hefur nú uppljóstrað því hver sé maðurinn á bakvið þennan skemmtilega karakter sem setti heldur betur svip sinn á þáttinn. Leikarinn Mike Hagerty hefur oft verið bendlaður við hlutverkið og kemur hans nafn oft upp þegar leitað er á veraldarvefnum. Huffington Post hafði samband við Hagerty sem staðfesti að hann hefði ekki farið með hlutverkið. Blaðamaðurinn Todd Van Luling lagðist í mikla rannsóknarvinnu og eftir mikla leit fann hann manninn sem leikur ljóta nakta manninn í Friends. Eftir eins árs vinnu fann blaðamaðurinn loksins manninn sjálfan, en hann heitir Jon Haugen og má sjá mynd af honum hér að neðan.Jon Haugen.Mynd/huffington postHaugen samþykkti að veita Huffington Post ítarlegt viðtal. „Það er aðeins einn maður sem fór með hlutverk ljóta nakta mannsins og það er ég,“ segir Haugen í samtali við blaðamanninn þann 16. maí. „Ástæðan fyrir því að ég hef aldrei stigið fram var að Warner Brothers vildi halda þessu leyndu í einhvern tíma. Mér datt aldrei í hug að ég myndi fá símtal frá þeim og beðinn um að leika karakterinn aftur. Þetta var einhver skemmtilegasti tími ævi minnar.“ Eitt frægasta atriði í þáttunum snéri að ljóta nakta manninum en þá höfðu vinirnir útbúið langt spjót til að pota í hann, þar sem þeir héldu að nakti nágranninn væri dáinn. „Þetta var ekkert sársaukafullt, það erfiðasta við það atriði var að halda niðri í mér andanum allan tímann. Við tókum atriði upp um miðja nótt og ég var orðinn mjög þreyttur eftir langan dag.“
Friends Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist