Guðni um leiðara Moggans: „Liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2016 11:39 Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Hanna „Ég kveinka mér ekkert undan þessu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem honum er líkt við forsetaefni Repúblikanaflokksins Donald Trump. „Það liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á, mig og ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Guðni en annar af ritstjórum Morgunblaðsins er Davíð Oddsson sem er einmitt einnig í forsetaframboði. Davíð er þó í sumarleyfi frá ritstjórastörfum á meðan hann er í framboði og fer því Haraldur Johannessen með ritstjóravaldið einn á meðan.Davíð Oddsson. Vísir/Anton BrinkLeiðari Morgunblaðsins ber yfirskriftina „Árásir á fjölmiðla“ en þar er rakið hvernig það hefur reynst Donald Trump vel að ráðast á fjölmiðla í kosningabaráttu sinni. Er Guðni síðan sagður hafa veist að Morgunblaðinu í fyrirlestri sem hann hélt í gær á vegum málþings Háskóla Íslands þar sem hann fjallaði um þorskastríðin sem hann hefur rannsakað sem sagnfræðingur. Svaraði Guðni Staksteinum Morgunblaðsins í vikunni og furðaði sig á þögn fjölmiðilsins þegar kæmi að umfjöllun um að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. Guðni segist ekki taka þessa gagnrýni Morgunblaðsins inn á sig. „Nei, ég bara leyfi þeim að halda því fram sem þeir vilja. Ég hef enga sérstaka skoðun á þessu truflar mig ekki neitt.“ Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, þar sem hann spurður hvort það sé eðlilegt að Guðni Th. hafi tekið þátt í þessu málþingi í gær í ljósi þess að hann er forsetaframbjóðandi. Jón Atli segir tilvik Guðna vera einstakt en full ástæða sé til að Háskóli Íslands setji sér viðmið. „Verklag um það hvenær fólk kemur fram fyrir hönd háskólans og hvenær það gerir það ekki,“ er haft eftir Jóni Atla í Morgunblaðinu. Guðni segir í samtali við Vísi að undirbúningur málþingsins hófst í byrjun árs. Það var haldið af sagnfræðingafélagi Háskóla Íslands þar sem Guðni situr í stjórn og fékk það virtan erlendan fræðimann til að taka þátt. „Háskólinn má aldrei einangrast og ég myndi fagna því ef Andri Snær talaði á málþingi á vegum skólans sem eru á hans sérsviði og Halla um þátttöku kvenna í atvinnulífi. Látum fílabeinsturninn ekki útiloka þátttöku háskólans í samfélagsumræðum.“ Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
„Ég kveinka mér ekkert undan þessu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem honum er líkt við forsetaefni Repúblikanaflokksins Donald Trump. „Það liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á, mig og ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Guðni en annar af ritstjórum Morgunblaðsins er Davíð Oddsson sem er einmitt einnig í forsetaframboði. Davíð er þó í sumarleyfi frá ritstjórastörfum á meðan hann er í framboði og fer því Haraldur Johannessen með ritstjóravaldið einn á meðan.Davíð Oddsson. Vísir/Anton BrinkLeiðari Morgunblaðsins ber yfirskriftina „Árásir á fjölmiðla“ en þar er rakið hvernig það hefur reynst Donald Trump vel að ráðast á fjölmiðla í kosningabaráttu sinni. Er Guðni síðan sagður hafa veist að Morgunblaðinu í fyrirlestri sem hann hélt í gær á vegum málþings Háskóla Íslands þar sem hann fjallaði um þorskastríðin sem hann hefur rannsakað sem sagnfræðingur. Svaraði Guðni Staksteinum Morgunblaðsins í vikunni og furðaði sig á þögn fjölmiðilsins þegar kæmi að umfjöllun um að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. Guðni segist ekki taka þessa gagnrýni Morgunblaðsins inn á sig. „Nei, ég bara leyfi þeim að halda því fram sem þeir vilja. Ég hef enga sérstaka skoðun á þessu truflar mig ekki neitt.“ Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, þar sem hann spurður hvort það sé eðlilegt að Guðni Th. hafi tekið þátt í þessu málþingi í gær í ljósi þess að hann er forsetaframbjóðandi. Jón Atli segir tilvik Guðna vera einstakt en full ástæða sé til að Háskóli Íslands setji sér viðmið. „Verklag um það hvenær fólk kemur fram fyrir hönd háskólans og hvenær það gerir það ekki,“ er haft eftir Jóni Atla í Morgunblaðinu. Guðni segir í samtali við Vísi að undirbúningur málþingsins hófst í byrjun árs. Það var haldið af sagnfræðingafélagi Háskóla Íslands þar sem Guðni situr í stjórn og fékk það virtan erlendan fræðimann til að taka þátt. „Háskólinn má aldrei einangrast og ég myndi fagna því ef Andri Snær talaði á málþingi á vegum skólans sem eru á hans sérsviði og Halla um þátttöku kvenna í atvinnulífi. Látum fílabeinsturninn ekki útiloka þátttöku háskólans í samfélagsumræðum.“
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira