Frambjóðendur fóru um víðan völl í kappræðum kvöldsins Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2016 22:53 Úr sjónvarpssal RÚV þar sem frambjóðendur mættust. Vísir/Eyþór Það var sannarlega fjör í sjónvarpssal í Efstaleiti í kvöld þar sem allir forsetaframbjóðendurnir mættust í kappræðum Sjónvarpsins. Þar var ýmislegt rætt, meðal annars hvort leggja ætti niður forsetaembættið og fengust meðal annars þau svör það væri líkt og að skrúfa fyrir Gullfoss og að fáar tegundir í dýraríkinu, þar á meðal maurar, væru án foringja. Mættir í sjónvarpssal voru Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Halla Tómasdóttir og Sturla Jónsson.Davíð klappaði Ástþór þegar Ástþór sagði Davíð vera heiðarlegan úlf.RÚVÁstþór harður strax í byrjun Ástþór Magnússon tók strax sviðið með því að gagnrýni fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun um kosningar. Of mikið væri horft í skoðanakannanir en ekki málefnin. Sturla Jónsson var því sammála og benti til að mynda á að hann væri að mælast með mest fylgi í skoðanakönnunum Útvarps Sögu. Annar af þáttastjórnendum spurði Sturlu hvort hann væri að grínast og svaraði Sturla því að svo væri ekki. Ástþór hjólaði einnig í Guðna Th. Jóhannesson og sagði hann mögulega vera úlf í sauðargæru. Sagði hann Magnús Lyngdal Magnússon, sem starfaði sem fréttamaður við RÚV um aldamótin, vinna við framboð Guðna Th. og hjálpa honum að komast á skjáinn ásamt Friðjóni Friðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Loks beindi Ástþór spjótum sínum að Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, og sagði hann engan úlf í sauðargæru heldur heiðarlegan úlf. Sagði Ástþór Davíð vera algjörlega óhæfan til að gegna embætti forseta Íslands og nefndi stuðning hans við Íraksstríðið sem hefði kostað fjölda mannslífa.Ræddu umdeild ummæli Andri Snær Magnason var spurður út í ummæli sín varðandi að kalla líkja íslensku þjóðinni við þroskaheftan síamstvíbura. Andri Snær sagði að á tímum Facebook væri erfitt fyrir fólk að fara í gegnum lífið án þess að missa eitthvað óheppilegt út úr sér. Ef horfa ætti í það þá ættu fáir séns og tók Guðni Th. undir þau orð. Guðni var sjálfur spurður út í ummæli sín varðandi þorskastríðið og fávísan lýð. Hann sagði að þarna hefði hann verið að nota sterka myndlíkingu um fræðimenn í fílabeinsturni. Um væri að ræða myndlíkingu sem ósanngjarnt væri að toga úr samhengi og væri hægt að gera með ummæli Davíðs Oddssonar frá árinu 2002 um fávísan almenning þegar hann lagði niður þjóðhagsstofnun. Eins og að skrúfa fyrir Gullfoss Þegar frambjóðendur voru spurðir að því hvort leggja ætti niður forsetaembættið voru þeir á því að svo ætti ekki að gera. Sturla Jónsson sagði til að mynda að fáar tegundir í dýraríkinu væru án leiðtoga. Meira segja maurar væru með leiðtoga og velti því fyrir sér hvernig mennirnir ættu að vera án foringja ef maurarnir geta það ekki. Ástþór sagði mörg tækifæri vannýtt varðandi forsetaembættið og væri hægt að laða að fjölda starfa hingað til lands í tengslum við að koma á friði í heiminum. Að leggja niður embættið væri eins og að skrúfa fyrir Gullfoss.Kappræður kvöldsins voru líflegar. Vísir/EyþórEkki kukl Hildur, sem hefur talað fyrir heilun til hjálpar í veikindum fólks, sagði að hún væri vel til þess fallin að sameina þjóðina. Hún skildi að best væri að blanda því besta úr vísindum og heilun til að þjóna fólki sem best. Til umræðu voru ummæli úr bók hennar eru sneru að gagnrýni að konur létu fjarlægja brjóst sín af ótta við krabbamein. Ástæðulaust væri að fjarlægja heilbrigða líkamshluta þótt þar hefði fundist gen fyrir krabbamein. Alvöru vísindamenn að hennar mati væru þeir sem horfðu út fyrir kassann og læsu öðruvísi bækur, eins og þær sem hún hefur ritað. „Er eitthvað þarna sem gæti gefið mér hugmyndir?“ segir hún lækna víða hugsa. Óhefðbundnar lækningar væru mun víðar en fólk gerði sér grein fyrir. Bæði hjúkurnarfólk og læknar beittu þessum aðferðum en þetta færi svo leynt því það mætti ekki tala um þetta. „Þetta er ekki kukl, það er ekkert að óttast. Í framtíðinni munum við blanda þessu saman.“Guðrún hefur áhyggjur af minnkandi trú Guðrún Margrét sagðist hafa áhyggjur af minnkandi trú landsmanna og sérstaklega kristinnar trúar. Nýja testamentið hefði verið tekið úr skólum og henni fyndist markvisst verið að fjarlægja trúna frá börnum, þá sérstaklega unga fólkinu. Nú væri Ísland orðið rótlaust varðandi trúna. Hún væri þó alls ekki andvíg trúfrelsi enda sjálfsögð mannréttindi. „Hins vegar er kristin trú hluti af okkar rótum og við þurfum að rækta þessar rætur.“ Guðrún sagðist þó verða forseti allra landsmanna, hindúa sem múslima sem kristinna og trúleysingja. Allir væru jafnir.Mikivægt að horfa til framtíðar Halla sagði mikilvægt að landsmenn hættu að velta sér upp úr fortíðinni og horfa til framtíðar. Velta fyrir sér hvers lags samfélag við viljum sjá en ekki þess sem var og mörg hver gætu ekki verið stolt af. Mikilvægt væri að draga lærdóm af reynslunni, það væri ekki trúverðugt að gera það ekki. Hún væri þeirrar skoðunar, hafandi reynslu úr fjármálakerfinu, að það og viðskiptalífið yrði að breytast og vinna út frá öðrum gildum en verið hefur gert.Það var létt yfir frambjóðendum fyrir kappræðurnar. Vísir/EyþórSíðasta spurningin kom frá 9 ára stúlku Síðasta spurningin var frá níu ára stúlku sem spurði frambjóðendur hvað þeir halda að sé skemmtilegast við að vera forseti. Andri Snær sagðist vilja halda framtíðarþing með börnum landsins og það yrði hans fyrsta verk að miðla hugmyndum þeirra til þjóðarinnar. Ástþór sagði að það yrði að beita sér fyrir að bægja frá því myrkri sem herjar á Íslendinga vegna yfirvofandi stríðs í Evrópu. Davíð sagði að það yrði að beita áhrifavaldi ekki aðeins fyrir þá háværu í þjóðfélaginu heldur einnig þá lágværu. Elísabet hlakkaði til að fá að hitta og ræða við börn og sagðist vera afar barngóð. Guðni sagðist hlakka mest til þess að vakna bjartsýnn og glaður á morgnanna og reyna að gera gagn. Guðrún sagðist hlakka mest til að hitta börn sem eru búin að gera eitthvað frábært líkt og að safna fé til góðra mála. Halla sagðist vilja bjóða börnin velkomin á Bessastaði og hlakkaði einnig til að ræða við eldri borgara landinu líkt og hún hefur gert í kosningabaráttunni því hún hefði unun af því að heyra visku þeirra og sögur. Hildur sagðist hlakka til að hitta fólkið í landinu, það hefði verið það skemmtilegasta við þessa kosningabaráttu. Sturla sagðist hlakka mest til að láta ráðherra leggja frumvarp um afnám verðtryggingar fyrir Alþingi. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Það var sannarlega fjör í sjónvarpssal í Efstaleiti í kvöld þar sem allir forsetaframbjóðendurnir mættust í kappræðum Sjónvarpsins. Þar var ýmislegt rætt, meðal annars hvort leggja ætti niður forsetaembættið og fengust meðal annars þau svör það væri líkt og að skrúfa fyrir Gullfoss og að fáar tegundir í dýraríkinu, þar á meðal maurar, væru án foringja. Mættir í sjónvarpssal voru Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Hildur Þórðardóttir, Halla Tómasdóttir og Sturla Jónsson.Davíð klappaði Ástþór þegar Ástþór sagði Davíð vera heiðarlegan úlf.RÚVÁstþór harður strax í byrjun Ástþór Magnússon tók strax sviðið með því að gagnrýni fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun um kosningar. Of mikið væri horft í skoðanakannanir en ekki málefnin. Sturla Jónsson var því sammála og benti til að mynda á að hann væri að mælast með mest fylgi í skoðanakönnunum Útvarps Sögu. Annar af þáttastjórnendum spurði Sturlu hvort hann væri að grínast og svaraði Sturla því að svo væri ekki. Ástþór hjólaði einnig í Guðna Th. Jóhannesson og sagði hann mögulega vera úlf í sauðargæru. Sagði hann Magnús Lyngdal Magnússon, sem starfaði sem fréttamaður við RÚV um aldamótin, vinna við framboð Guðna Th. og hjálpa honum að komast á skjáinn ásamt Friðjóni Friðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarmanni Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Loks beindi Ástþór spjótum sínum að Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, og sagði hann engan úlf í sauðargæru heldur heiðarlegan úlf. Sagði Ástþór Davíð vera algjörlega óhæfan til að gegna embætti forseta Íslands og nefndi stuðning hans við Íraksstríðið sem hefði kostað fjölda mannslífa.Ræddu umdeild ummæli Andri Snær Magnason var spurður út í ummæli sín varðandi að kalla líkja íslensku þjóðinni við þroskaheftan síamstvíbura. Andri Snær sagði að á tímum Facebook væri erfitt fyrir fólk að fara í gegnum lífið án þess að missa eitthvað óheppilegt út úr sér. Ef horfa ætti í það þá ættu fáir séns og tók Guðni Th. undir þau orð. Guðni var sjálfur spurður út í ummæli sín varðandi þorskastríðið og fávísan lýð. Hann sagði að þarna hefði hann verið að nota sterka myndlíkingu um fræðimenn í fílabeinsturni. Um væri að ræða myndlíkingu sem ósanngjarnt væri að toga úr samhengi og væri hægt að gera með ummæli Davíðs Oddssonar frá árinu 2002 um fávísan almenning þegar hann lagði niður þjóðhagsstofnun. Eins og að skrúfa fyrir Gullfoss Þegar frambjóðendur voru spurðir að því hvort leggja ætti niður forsetaembættið voru þeir á því að svo ætti ekki að gera. Sturla Jónsson sagði til að mynda að fáar tegundir í dýraríkinu væru án leiðtoga. Meira segja maurar væru með leiðtoga og velti því fyrir sér hvernig mennirnir ættu að vera án foringja ef maurarnir geta það ekki. Ástþór sagði mörg tækifæri vannýtt varðandi forsetaembættið og væri hægt að laða að fjölda starfa hingað til lands í tengslum við að koma á friði í heiminum. Að leggja niður embættið væri eins og að skrúfa fyrir Gullfoss.Kappræður kvöldsins voru líflegar. Vísir/EyþórEkki kukl Hildur, sem hefur talað fyrir heilun til hjálpar í veikindum fólks, sagði að hún væri vel til þess fallin að sameina þjóðina. Hún skildi að best væri að blanda því besta úr vísindum og heilun til að þjóna fólki sem best. Til umræðu voru ummæli úr bók hennar eru sneru að gagnrýni að konur létu fjarlægja brjóst sín af ótta við krabbamein. Ástæðulaust væri að fjarlægja heilbrigða líkamshluta þótt þar hefði fundist gen fyrir krabbamein. Alvöru vísindamenn að hennar mati væru þeir sem horfðu út fyrir kassann og læsu öðruvísi bækur, eins og þær sem hún hefur ritað. „Er eitthvað þarna sem gæti gefið mér hugmyndir?“ segir hún lækna víða hugsa. Óhefðbundnar lækningar væru mun víðar en fólk gerði sér grein fyrir. Bæði hjúkurnarfólk og læknar beittu þessum aðferðum en þetta færi svo leynt því það mætti ekki tala um þetta. „Þetta er ekki kukl, það er ekkert að óttast. Í framtíðinni munum við blanda þessu saman.“Guðrún hefur áhyggjur af minnkandi trú Guðrún Margrét sagðist hafa áhyggjur af minnkandi trú landsmanna og sérstaklega kristinnar trúar. Nýja testamentið hefði verið tekið úr skólum og henni fyndist markvisst verið að fjarlægja trúna frá börnum, þá sérstaklega unga fólkinu. Nú væri Ísland orðið rótlaust varðandi trúna. Hún væri þó alls ekki andvíg trúfrelsi enda sjálfsögð mannréttindi. „Hins vegar er kristin trú hluti af okkar rótum og við þurfum að rækta þessar rætur.“ Guðrún sagðist þó verða forseti allra landsmanna, hindúa sem múslima sem kristinna og trúleysingja. Allir væru jafnir.Mikivægt að horfa til framtíðar Halla sagði mikilvægt að landsmenn hættu að velta sér upp úr fortíðinni og horfa til framtíðar. Velta fyrir sér hvers lags samfélag við viljum sjá en ekki þess sem var og mörg hver gætu ekki verið stolt af. Mikilvægt væri að draga lærdóm af reynslunni, það væri ekki trúverðugt að gera það ekki. Hún væri þeirrar skoðunar, hafandi reynslu úr fjármálakerfinu, að það og viðskiptalífið yrði að breytast og vinna út frá öðrum gildum en verið hefur gert.Það var létt yfir frambjóðendum fyrir kappræðurnar. Vísir/EyþórSíðasta spurningin kom frá 9 ára stúlku Síðasta spurningin var frá níu ára stúlku sem spurði frambjóðendur hvað þeir halda að sé skemmtilegast við að vera forseti. Andri Snær sagðist vilja halda framtíðarþing með börnum landsins og það yrði hans fyrsta verk að miðla hugmyndum þeirra til þjóðarinnar. Ástþór sagði að það yrði að beita sér fyrir að bægja frá því myrkri sem herjar á Íslendinga vegna yfirvofandi stríðs í Evrópu. Davíð sagði að það yrði að beita áhrifavaldi ekki aðeins fyrir þá háværu í þjóðfélaginu heldur einnig þá lágværu. Elísabet hlakkaði til að fá að hitta og ræða við börn og sagðist vera afar barngóð. Guðni sagðist hlakka mest til þess að vakna bjartsýnn og glaður á morgnanna og reyna að gera gagn. Guðrún sagðist hlakka mest til að hitta börn sem eru búin að gera eitthvað frábært líkt og að safna fé til góðra mála. Halla sagðist vilja bjóða börnin velkomin á Bessastaði og hlakkaði einnig til að ræða við eldri borgara landinu líkt og hún hefur gert í kosningabaráttunni því hún hefði unun af því að heyra visku þeirra og sögur. Hildur sagðist hlakka til að hitta fólkið í landinu, það hefði verið það skemmtilegasta við þessa kosningabaráttu. Sturla sagðist hlakka mest til að láta ráðherra leggja frumvarp um afnám verðtryggingar fyrir Alþingi.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira