Tiger Woods ekki með á U.S. Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 10:30 Tiger Woods. Vísir/Getty Tiger Woods verður ekki með opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í næstu viku á Oakmont-vellinum. Tiger er enn að jafna sig eftir bakaðgerð. Tiger mun missa af U.S. Open mótinu í þriðja sinn á síðustu sex árum en hann hefur þrisvar sinnum unnið þetta risamót á ferlinum. „Ég er á fullu að vinna í því að ná mér góðum en ég er bara ekki líkamlega tilbúinn að keppa á U.S. Open eða á Quicken Loans National mótinu," sagði Tiger Woods í yfirlýsingu en síðarnefnda mótið fer fram viku síðar. „Ég er að ná framförum en er ekki enn tilbúinn í það að keppa á mótum," sagði Tiger. Tiger Woods er orðinn fertugur en hann er að jafna sig eftir tvær bakaðgerðir sem hann fór í síðasta haust. Hann fór í seinni aðgerðina 28. október. Tiger hefur ekki keppt á móti síðan í ágúst síðastliðnum þegar hann varð í 10. sæti á Wyndham-mótinu. Tiger Woods hefur unnið 79 PGA-titla og fjórtán risamót á ferlinum en eftir að hann missir af þessu opna bandaríska móti þá hefur hann misst af átta risamótum á ferlinum vegna meiðsla. Það er óvissa um hvenær Tiger kemur til baka og svo gæti vel farið að hann verði ekkert með á þessu tímabili. Hann hefur samt verið meira áberandi á síðustu vikum og spilaði meðal annars fimm holur á Bluejack National mótinu 25. apríl. Þess vegna voru upp vangaveltur um hvort að hann gæti spilað á U.S. Open en nú er ljóst að ekkert verður af því. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods verður ekki með opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í næstu viku á Oakmont-vellinum. Tiger er enn að jafna sig eftir bakaðgerð. Tiger mun missa af U.S. Open mótinu í þriðja sinn á síðustu sex árum en hann hefur þrisvar sinnum unnið þetta risamót á ferlinum. „Ég er á fullu að vinna í því að ná mér góðum en ég er bara ekki líkamlega tilbúinn að keppa á U.S. Open eða á Quicken Loans National mótinu," sagði Tiger Woods í yfirlýsingu en síðarnefnda mótið fer fram viku síðar. „Ég er að ná framförum en er ekki enn tilbúinn í það að keppa á mótum," sagði Tiger. Tiger Woods er orðinn fertugur en hann er að jafna sig eftir tvær bakaðgerðir sem hann fór í síðasta haust. Hann fór í seinni aðgerðina 28. október. Tiger hefur ekki keppt á móti síðan í ágúst síðastliðnum þegar hann varð í 10. sæti á Wyndham-mótinu. Tiger Woods hefur unnið 79 PGA-titla og fjórtán risamót á ferlinum en eftir að hann missir af þessu opna bandaríska móti þá hefur hann misst af átta risamótum á ferlinum vegna meiðsla. Það er óvissa um hvenær Tiger kemur til baka og svo gæti vel farið að hann verði ekkert með á þessu tímabili. Hann hefur samt verið meira áberandi á síðustu vikum og spilaði meðal annars fimm holur á Bluejack National mótinu 25. apríl. Þess vegna voru upp vangaveltur um hvort að hann gæti spilað á U.S. Open en nú er ljóst að ekkert verður af því.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira