Eins og flestum er kunnugt var Bieber hér á landi í september með ljósmyndaranum Chris Burkard.
Bieber fór víða, bæði um sveitirnar og á frétta- og samfélagsmiðlum. Síðar kom í ljós að afrakstur dvalarinnar á Íslandi var nýtt tónlistarmyndband við lagið I'll Show You af plötunni Purpose.
Myndbandið er hið glæsilegasta. Bieber sýnir melankólíska hlið á sér og nýtur íslensk náttúra sín til hins ítrasta. Í þessu nýjasta myndbandi fer Bieber víða um heim og má meðal annars sjá hann spóka sig um hér á landi ásamt nokkrum félögum sínum.