Missti aðra höndina í hákarlaárás en vann þær bestu á brimbretti Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2016 12:30 Bethany Hamilton lætur ekkert stöðva sig. vísir/getty Einhenta brimbrettakonan Bethany Hamilton gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á heimsbikarmóti kvenna um helgina sem er hennar besti árangur á ferlinum. BBC greinir frá. Hamilton vann sexfaldan heimsmeistara Stephanie Gilmor og efstu konu heimslistans, Tyler Wright, á leið sinni í undanúrslitin þar sem hún tapaði fyrir hinni frönsku Johanne Defay sem síðar stóð upp sem sigurvegari á mótinu. Þessi 26 ára gamla kona sem eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra var mjög ánægð með árangurinn og skrifaði á Twitter: „Meira en kát með þriðja sætið og það sem boðsgestur á mótið. Elska að keppa og vonast eftir frekari ævintýrum.“ Þetta var í sjötta skipti sem Hamilton, sem missti höndina í hákarlaárás fyrir þrettán árum, keppir á meðal þeirra bestu. Hún hefur aldrei áður komist í undanúrslit á heimsbikarmóti en besti árangur hennar var níunda sæti frá því 2010. Hamilton var aðeins þrettán ára gömul þegar risastór tígrisháfur reif af henni vinstri höndina sem varð til þess að hún missti 60 prósent af blóðinu í líkama sínum. Þessi mikla hetja var þrátt fyrir það mætt aftur á brimbrettið aðeins mánuði eftir árásina. Hún þurfti að fara í gegnum gríðarlega langa og stranga sjúkra- og styrktarþjálfun til að geta ráðið við að standa á brimbretti einhent og geta keppt við þær bestu. „Ég veit að ég er í einstakri stöðu og vonandi fæ ég ungar stúlkur til að elta drauma sína. Meira að segja eftir að missa höndina er ég að upplifa allt það sem mig langaði. Ég er áminning fyrir ungar stelpur að allt er hægt ef maður ætlar sér eitthvað,“ sagði Hamilton eftir keppnina. Saga Hamilton var gerð að kvikmynd árið 2011. Hún heitir Soul Surfer en aðalhlutverkin leika Dennis Quaid og Helen Hunt.Beyond stoked to finish 3rd in the #FijiPro as the wildcard! LOVED competing & looking forward to more adventures!!! pic.twitter.com/HOMhAEXnjb— Bethany Hamilton (@bethanyhamilton) May 31, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Sjá meira
Einhenta brimbrettakonan Bethany Hamilton gerði sér lítið fyrir og hafnaði í þriðja sæti á heimsbikarmóti kvenna um helgina sem er hennar besti árangur á ferlinum. BBC greinir frá. Hamilton vann sexfaldan heimsmeistara Stephanie Gilmor og efstu konu heimslistans, Tyler Wright, á leið sinni í undanúrslitin þar sem hún tapaði fyrir hinni frönsku Johanne Defay sem síðar stóð upp sem sigurvegari á mótinu. Þessi 26 ára gamla kona sem eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra var mjög ánægð með árangurinn og skrifaði á Twitter: „Meira en kát með þriðja sætið og það sem boðsgestur á mótið. Elska að keppa og vonast eftir frekari ævintýrum.“ Þetta var í sjötta skipti sem Hamilton, sem missti höndina í hákarlaárás fyrir þrettán árum, keppir á meðal þeirra bestu. Hún hefur aldrei áður komist í undanúrslit á heimsbikarmóti en besti árangur hennar var níunda sæti frá því 2010. Hamilton var aðeins þrettán ára gömul þegar risastór tígrisháfur reif af henni vinstri höndina sem varð til þess að hún missti 60 prósent af blóðinu í líkama sínum. Þessi mikla hetja var þrátt fyrir það mætt aftur á brimbrettið aðeins mánuði eftir árásina. Hún þurfti að fara í gegnum gríðarlega langa og stranga sjúkra- og styrktarþjálfun til að geta ráðið við að standa á brimbretti einhent og geta keppt við þær bestu. „Ég veit að ég er í einstakri stöðu og vonandi fæ ég ungar stúlkur til að elta drauma sína. Meira að segja eftir að missa höndina er ég að upplifa allt það sem mig langaði. Ég er áminning fyrir ungar stelpur að allt er hægt ef maður ætlar sér eitthvað,“ sagði Hamilton eftir keppnina. Saga Hamilton var gerð að kvikmynd árið 2011. Hún heitir Soul Surfer en aðalhlutverkin leika Dennis Quaid og Helen Hunt.Beyond stoked to finish 3rd in the #FijiPro as the wildcard! LOVED competing & looking forward to more adventures!!! pic.twitter.com/HOMhAEXnjb— Bethany Hamilton (@bethanyhamilton) May 31, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Sjá meira