Halla Tómasdóttir rotuð af rasistum í Alabama Stefán Árni Pálsson skrifar 31. maí 2016 11:15 Halla endaði á spítala ásamt Guðjóni Skúlasyni. vísir Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og fengu hlustendur stöðvarinnar að kynnast henni betur. Halla hefur verið að styrkja stöðu sína í kosningunum samkvæmt nýjustu skoðankönnunum og mælist nú með sex prósenta fylgi. Halla sagði frá ferlinum sínum í fjármálageiranum og mörgu fleiru. Ein saga vakti sérstaka athygli og var það sagan af því þegar hún hún lenti í ryskingum í Alabama í Bandaríkjunum vegna þess að hún stöð með þeldökkum vinum sínum. Halla var á sínum tíma framkvæmdastjóri fótboltaliðs í Alabama. „Bandaríkjamennirnir vissu þarna ekkert um fótbolta og þekktu bara amerískan fótbolta. Ég fór í það að bæta hæfileikana þarna í Alabama með því að sækja íslenska fótboltamenn og menn frá Norðurlöndunum og Bretlandi líka,“ segir Halla sem krækti í eiginmann sinn á þeim tíma. Á sama tíma spilaði körfuboltamaðurinn Guðjón Skúlason með háskólaliðinu og endaði Halla eitt sinn með honum á spítala. „Hann var þarna úti með körfuboltaliðinu og þeir voru margir svartir. Það voru miklir fordómar í suðurríkjunum á þessum tíma og þetta atvik gerðist seint um kvöld. Við vorum spurð hvað þetta hvíta fólk væri að gera þarna með þessum svörtu mönnum og við tókum einfaldlega upp hanskana að íslenskum sið og það næsta sem við vissum lágum við bæði rotuð og enduðum á spítala eftir að hafa verið lamin af einhverjum suðurríkjamönnum.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Höllu frá því í morgun. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og fengu hlustendur stöðvarinnar að kynnast henni betur. Halla hefur verið að styrkja stöðu sína í kosningunum samkvæmt nýjustu skoðankönnunum og mælist nú með sex prósenta fylgi. Halla sagði frá ferlinum sínum í fjármálageiranum og mörgu fleiru. Ein saga vakti sérstaka athygli og var það sagan af því þegar hún hún lenti í ryskingum í Alabama í Bandaríkjunum vegna þess að hún stöð með þeldökkum vinum sínum. Halla var á sínum tíma framkvæmdastjóri fótboltaliðs í Alabama. „Bandaríkjamennirnir vissu þarna ekkert um fótbolta og þekktu bara amerískan fótbolta. Ég fór í það að bæta hæfileikana þarna í Alabama með því að sækja íslenska fótboltamenn og menn frá Norðurlöndunum og Bretlandi líka,“ segir Halla sem krækti í eiginmann sinn á þeim tíma. Á sama tíma spilaði körfuboltamaðurinn Guðjón Skúlason með háskólaliðinu og endaði Halla eitt sinn með honum á spítala. „Hann var þarna úti með körfuboltaliðinu og þeir voru margir svartir. Það voru miklir fordómar í suðurríkjunum á þessum tíma og þetta atvik gerðist seint um kvöld. Við vorum spurð hvað þetta hvíta fólk væri að gera þarna með þessum svörtu mönnum og við tókum einfaldlega upp hanskana að íslenskum sið og það næsta sem við vissum lágum við bæði rotuð og enduðum á spítala eftir að hafa verið lamin af einhverjum suðurríkjamönnum.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Höllu frá því í morgun.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira