Óskaði Bjarna til hamingju með ræðu sem beðið hafði verið eftir í fimmtán ár Erla Björg Gunnarsdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 31. maí 2016 16:42 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Ernir „Það er alveg stórkostleg lífsreynsla að sitja hér í salnum og fylgjast með endurfæðingu hæstvirts fjármálaráðherra. Ég sá ekki betur en að háttvirtum þingmanni Steingrími J. Sigfússyni vöknaði um augu undir þessari ræðu enda hefði Indriði sjálfur getað samið hana, svo góð var hún,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður á Alþingi í dag eftir að Bjarni Benediktsson mælti fyrir frumvarpi til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum á Alþingi í dag.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirSagði Bjarni frumvarpið innihalda ýmsar breytingar á lögum til að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum. Gert er ráð fyrir að sérstakur starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis geri frekari tillögur á breytingum á lögum, reglugerðum og verklagsreglum sem saman munu mynda aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Þingmenn annarra flokka komu í pontu á eftir fjármálaráðherra og lýstu yfir ánægju með frumvarpið. Össur Skarphéðinsson var einn þeirra. „En ég segi eins og aðrir: Þetta er stórkostlega fín ræða. Við erum búin að bíða í 15 ár eftir því að formaður Sjálfstæðisflokksins flytji slíka ræðu. Ég óska honum til hamingju með það. En það þurfti nánast byltingu til þess að hann gerði það,“ sagði Össur. Hann vísar til þess að CFC-reglurnar sem eiga að tryggja það að tekjur af reikningum landsmanna í aflandsríkjum skili sér sem skatttekjur hingað heim voru ekki settar fyrr en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna tók við árið 2009. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í mörg ár fyrir þann tíma hafði mikilvægi þess að setja skýrt regluverk í kringum reikninga á aflandseyjum verið ítrekað án þess að Alþingi tæki af skarið. „Við vitum það algjörlega að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið á móti lagabreytingum af þessum toga, hefur verið sá flokkur sem alltaf hefur dregið lappirnar. Flokkurinn er að kaupa sér líf og þessari ríkisstjórn líf með þessari breytingu,“ sagði Össur á þingi í dag. Alþingi Tengdar fréttir Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn Ríkisskattstjóri segir að ekki sé gerð athugasemd ef skattaðili leiðir skattstofna réttilega út. 11. maí 2016 15:49 Atlaga að eigum í skattaskjólum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um aðgerðir gegn skattsvikum. Bjarni vonast til að geta talað fyrir því á allra næstu dögum. 26. maí 2016 07:00 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
„Það er alveg stórkostleg lífsreynsla að sitja hér í salnum og fylgjast með endurfæðingu hæstvirts fjármálaráðherra. Ég sá ekki betur en að háttvirtum þingmanni Steingrími J. Sigfússyni vöknaði um augu undir þessari ræðu enda hefði Indriði sjálfur getað samið hana, svo góð var hún,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður á Alþingi í dag eftir að Bjarni Benediktsson mælti fyrir frumvarpi til laga um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum á Alþingi í dag.Össur vill að upplýst verði um íslenska eigendur aflandskróna.VísirSagði Bjarni frumvarpið innihalda ýmsar breytingar á lögum til að sporna við skattsvikum vegna eignarhalds í lágskattaríkjum. Gert er ráð fyrir að sérstakur starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis geri frekari tillögur á breytingum á lögum, reglugerðum og verklagsreglum sem saman munu mynda aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn skattaundanskotum og nýtingu skattaskjóla almennt. Þingmenn annarra flokka komu í pontu á eftir fjármálaráðherra og lýstu yfir ánægju með frumvarpið. Össur Skarphéðinsson var einn þeirra. „En ég segi eins og aðrir: Þetta er stórkostlega fín ræða. Við erum búin að bíða í 15 ár eftir því að formaður Sjálfstæðisflokksins flytji slíka ræðu. Ég óska honum til hamingju með það. En það þurfti nánast byltingu til þess að hann gerði það,“ sagði Össur. Hann vísar til þess að CFC-reglurnar sem eiga að tryggja það að tekjur af reikningum landsmanna í aflandsríkjum skili sér sem skatttekjur hingað heim voru ekki settar fyrr en ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna tók við árið 2009. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í mörg ár fyrir þann tíma hafði mikilvægi þess að setja skýrt regluverk í kringum reikninga á aflandseyjum verið ítrekað án þess að Alþingi tæki af skarið. „Við vitum það algjörlega að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið á móti lagabreytingum af þessum toga, hefur verið sá flokkur sem alltaf hefur dregið lappirnar. Flokkurinn er að kaupa sér líf og þessari ríkisstjórn líf með þessari breytingu,“ sagði Össur á þingi í dag.
Alþingi Tengdar fréttir Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn Ríkisskattstjóri segir að ekki sé gerð athugasemd ef skattaðili leiðir skattstofna réttilega út. 11. maí 2016 15:49 Atlaga að eigum í skattaskjólum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um aðgerðir gegn skattsvikum. Bjarni vonast til að geta talað fyrir því á allra næstu dögum. 26. maí 2016 07:00 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Ekki gerð athugasemd ef CFC eyðublöðum er ekki skilað inn Ríkisskattstjóri segir að ekki sé gerð athugasemd ef skattaðili leiðir skattstofna réttilega út. 11. maí 2016 15:49
Atlaga að eigum í skattaskjólum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um aðgerðir gegn skattsvikum. Bjarni vonast til að geta talað fyrir því á allra næstu dögum. 26. maí 2016 07:00
Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15