

Litli drengurinn með Panama-skjölin
Ullarteppi dregið yfir höfuð
Nú er ég að jafna mig á einni svona dramatískri senu sem ég sá í sjónvarpinu um daginn. Þegar ljóst var hvað var að gerast setti ég hendurnar fyrir andlitið en þegar á leið dró ég ullarteppið hægt yfir höfuðið til að dylja mér alfarið sýn. Í lokin var ég komin inn í eldhús. Þessi sjónvarpsþáttur hafði verið rækilega auglýstur og ég vissi vel að það var óveður í aðsigi. Stormurinn skall svo á með einfaldri spurningu: „Mr. Prime Minister, what can you tell me about a company called Wintris?"
Auðvitað var það ekki spurningin eða syngjandi sænskur hreimurinn hjá Sven Bergman sem framkallaði dramatíkina. Það var svarið. Ég hef hugsað það síðan að sennilega hefði forsætisráðherra líka getað þegið ullarteppið, því ekki gat hann falið andlitið bak við hendurnar. Og í lokin gekk hann auðvitað inn í eldhús.
Skattastreituröskun
Panama-skjölin hafa opnað nýjan heim. Í þessari nýju heimsmynd eiga Íslendingar heimsmet miðað við höfðatölu. Við erum aftur stórasta land í heimi. Og í anda þess þá tengist höfundur þessarar setningar nýju heimsmyndinni dálítið. Nýi heimurinn sem varð ljós snýst um skattasiðferði. Í þessum veruleika eru það lögmannsstofur á borð við Mossack Fonseca sem aðstoða einstaklinga og fyrirtæki sem glíma við skattastreituröskun. Við höfum sýnt þessari röskun skilning því enn er það þannig þegar rætt er um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja að kröfurnar takmarkast að mestu leyti við jafnlauna- og umhverfismál. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er nú samt sennilega hvað ríkust þegar kemur að sköttum. Sá þankagangur loðir enn við um skattinn, að skattakvíðaröskun bitni ekki á neinum sérstökum – sé brot án fórnarlambs. En auðvitað er það alls ekki þannig að það séu engin fórnarlömb. Þetta veit fólk auðvitað enda byggir Panama-vörnin alltaf á því sama, að þess hafi verið vandlega gætt að greiða alla skatta, meira að segja í þeim tilvikum þar sem þeir vissu ekki einu sinni af því að þeir ættu Panama reikning.
Brot án fórnarlambs?
Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði árið 1927 að skattar væru það gjald sem við greiðum fyrir siðað samfélag. Ástandið í Grikklandi stafar ekki eingöngu af lélegum ríkisrekstri, heldur mun frekar af því að skattar skila sér illa í ríkiskassann. Vanþróuð ríki ráða til sín sérfræðinga í smíði skattkerfa vegna þess að forsenda þess að samfélög geti byggst upp – að við getum rekið spítala, menntakerfi, byggt vegi og réttarkerfi – er að samfélagið greiði fyrir þessa þjónustu með sköttum. Ef einn gengur frá borði á veitingahúsinu þýðir það að hinir sem eftir sitja þurfa að greiða hærri reikning. Við erum rétt farin að horfast í augu við skattakvíða og skattastreitu sem samfélagsvandamál. Nú þarf að opna umræðuna og auka skilning á eðli og orsökum þessarar skattastreitu - og hvað það er sem hún raunverulega kostar samfélagið.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar