Níu keppa um lyklana að Bessastöðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. maí 2016 07:00 Aldrei hafa verið fleiri í framboði til embættis. Allt útlit er fyrir að níu manns verði í framboði í forsetakosningunum sem fram fara 25.?júní næstkomandi. Þar af eru fimm karlar og fjórar konur. Samkvæmt lögum bar frambjóðendum að skila framboðum til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti í gær ásamt nægjanlegum fjölda meðmælenda og vottorði yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu verður frambjóðendum, eða umboðsmönnum þeirra, boðið að koma í ráðuneytið klukkan tvö í dag þar sem upplýst verður hverjir hafa skilað inn gögnum. Eftir helgina, þegar búið er að yfirfara gögnin og senda þau til Hæstaréttar, verður svo auglýst í Lögbirtingablaðinu hverjir verða í framboði til forseta Íslands. En þótt núna fyrst sé að komast mynd á það hverjir verða í framboði eru þrjár vikur liðnar frá því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst. Nú þegar hafa verið greidd á öllu landinu, og í flestum sendiráðum, samtals 418 atkvæði. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið greidd 246 atkvæði. Hingað til hefur utankjörfundaratkvæðagreiðsla færst í Laugardalshöllina þegar nær líður kosningum. Skiptir þá ekki máli hvort um alþingiskosningar eða forsetakosningar er að ræða. Nú verður breytt út af laginu og flyst utankjörfundaratkvæðagreiðslan í Perluna þann 9. júní en verður ekki í Laugardalshöll. Bryndís Bachmann, fagstjóri þinglýsinga hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segir að þetta sé vegna plássleysis í Laugardalshöllinni. „Það hefur verið of þröngt og núna þegar embættin eru búin að sameinast þá var þetta bara of lítið,“ segir Bryndís. Þar vísar Bryndís í sameiningu sýslumannsembættanna á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Opið verður í Perlunni til klukkan tíu á kvöldin þegar þar að kemur.Aldrei fleiri frambjóðendurNú stefnir í að frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fleiri en nokkru sinni fyrr, en árið 2012 voru þeir sex. Árið 2012 voru sex í framboði: l Ólafur Ragnar Grímsson l Þóra Arnórsdóttir l Ari Trausti Guðmundsson l Herdís Þorgeirsdóttir l Andrea J. Ólafsdóttir l Hannes BjarnasonÁrið 2004 voru þrír í framboði: l Baldur Ágústsson l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór MagnússonÁrið 1996 voru fjórir í framboði: l Guðrún Agnarsdóttir l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór Magnússon l Pétur Kr. HafsteinÁrið 1988 voru tveir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Sigrún ÞorsteinsdóttirÁrið 1980 voru fjórir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Guðlaugur Þorvaldsson l Albert Guðmundsson l Pétur J. ThorsteinssonÁrið 1968 voru tveir í framboði: l Gunnar Thoroddsen l Kristján EldjárnÁrið 1952 voru þrír í framboði: l Ásgeir Ásgeirsson l Bjarni Jónsson l Gísli SveinssonGreinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Allt útlit er fyrir að níu manns verði í framboði í forsetakosningunum sem fram fara 25.?júní næstkomandi. Þar af eru fimm karlar og fjórar konur. Samkvæmt lögum bar frambjóðendum að skila framboðum til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti í gær ásamt nægjanlegum fjölda meðmælenda og vottorði yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu verður frambjóðendum, eða umboðsmönnum þeirra, boðið að koma í ráðuneytið klukkan tvö í dag þar sem upplýst verður hverjir hafa skilað inn gögnum. Eftir helgina, þegar búið er að yfirfara gögnin og senda þau til Hæstaréttar, verður svo auglýst í Lögbirtingablaðinu hverjir verða í framboði til forseta Íslands. En þótt núna fyrst sé að komast mynd á það hverjir verða í framboði eru þrjár vikur liðnar frá því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst. Nú þegar hafa verið greidd á öllu landinu, og í flestum sendiráðum, samtals 418 atkvæði. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið greidd 246 atkvæði. Hingað til hefur utankjörfundaratkvæðagreiðsla færst í Laugardalshöllina þegar nær líður kosningum. Skiptir þá ekki máli hvort um alþingiskosningar eða forsetakosningar er að ræða. Nú verður breytt út af laginu og flyst utankjörfundaratkvæðagreiðslan í Perluna þann 9. júní en verður ekki í Laugardalshöll. Bryndís Bachmann, fagstjóri þinglýsinga hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segir að þetta sé vegna plássleysis í Laugardalshöllinni. „Það hefur verið of þröngt og núna þegar embættin eru búin að sameinast þá var þetta bara of lítið,“ segir Bryndís. Þar vísar Bryndís í sameiningu sýslumannsembættanna á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Opið verður í Perlunni til klukkan tíu á kvöldin þegar þar að kemur.Aldrei fleiri frambjóðendurNú stefnir í að frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fleiri en nokkru sinni fyrr, en árið 2012 voru þeir sex. Árið 2012 voru sex í framboði: l Ólafur Ragnar Grímsson l Þóra Arnórsdóttir l Ari Trausti Guðmundsson l Herdís Þorgeirsdóttir l Andrea J. Ólafsdóttir l Hannes BjarnasonÁrið 2004 voru þrír í framboði: l Baldur Ágústsson l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór MagnússonÁrið 1996 voru fjórir í framboði: l Guðrún Agnarsdóttir l Ólafur Ragnar Grímsson l Ástþór Magnússon l Pétur Kr. HafsteinÁrið 1988 voru tveir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Sigrún ÞorsteinsdóttirÁrið 1980 voru fjórir í framboði: l Vigdís Finnbogadóttir l Guðlaugur Þorvaldsson l Albert Guðmundsson l Pétur J. ThorsteinssonÁrið 1968 voru tveir í framboði: l Gunnar Thoroddsen l Kristján EldjárnÁrið 1952 voru þrír í framboði: l Ásgeir Ásgeirsson l Bjarni Jónsson l Gísli SveinssonGreinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira