Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu verður frambjóðendum, eða umboðsmönnum þeirra, boðið að koma í ráðuneytið klukkan tvö í dag þar sem upplýst verður hverjir hafa skilað inn gögnum. Eftir helgina, þegar búið er að yfirfara gögnin og senda þau til Hæstaréttar, verður svo auglýst í Lögbirtingablaðinu hverjir verða í framboði til forseta Íslands.
En þótt núna fyrst sé að komast mynd á það hverjir verða í framboði eru þrjár vikur liðnar frá því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst. Nú þegar hafa verið greidd á öllu landinu, og í flestum sendiráðum, samtals 418 atkvæði. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið greidd 246 atkvæði.
Hingað til hefur utankjörfundaratkvæðagreiðsla færst í Laugardalshöllina þegar nær líður kosningum. Skiptir þá ekki máli hvort um alþingiskosningar eða forsetakosningar er að ræða. Nú verður breytt út af laginu og flyst utankjörfundaratkvæðagreiðslan í Perluna þann 9. júní en verður ekki í Laugardalshöll.
Bryndís Bachmann, fagstjóri þinglýsinga hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segir að þetta sé vegna plássleysis í Laugardalshöllinni.
„Það hefur verið of þröngt og núna þegar embættin eru búin að sameinast þá var þetta bara of lítið,“ segir Bryndís. Þar vísar Bryndís í sameiningu sýslumannsembættanna á höfuðborgarsvæðinu í eitt. Opið verður í Perlunni til klukkan tíu á kvöldin þegar þar að kemur.
Aldrei fleiri frambjóðendur
Nú stefnir í að frambjóðendur til embættis forseta Íslands verði fleiri en nokkru sinni fyrr, en árið 2012 voru þeir sex.
Árið 2012 voru sex í framboði:
l Ólafur Ragnar Grímsson
l Þóra Arnórsdóttir
l Ari Trausti Guðmundsson
l Herdís Þorgeirsdóttir
l Andrea J. Ólafsdóttir
l Hannes Bjarnason
Árið 2004 voru þrír í framboði:
l Baldur Ágústsson
l Ólafur Ragnar Grímsson
l Ástþór Magnússon
Árið 1996 voru fjórir í framboði:
l Guðrún Agnarsdóttir
l Ólafur Ragnar Grímsson
l Ástþór Magnússon
l Pétur Kr. Hafstein
Árið 1988 voru tveir í framboði:
l Vigdís Finnbogadóttir
l Sigrún Þorsteinsdóttir
Árið 1980 voru fjórir í framboði:
l Vigdís Finnbogadóttir
l Guðlaugur Þorvaldsson
l Albert Guðmundsson
l Pétur J. Thorsteinsson
Árið 1968 voru tveir í framboði:
l Gunnar Thoroddsen
l Kristján Eldjárn
Árið 1952 voru þrír í framboði:
l Ásgeir Ásgeirsson
l Bjarni Jónsson
l Gísli Sveinsson
Greinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí.
Árið 2012 voru sex í framboði:
l Ólafur Ragnar Grímsson
l Þóra Arnórsdóttir
l Ari Trausti Guðmundsson
l Herdís Þorgeirsdóttir
l Andrea J. Ólafsdóttir
l Hannes Bjarnason
Árið 2004 voru þrír í framboði:
l Baldur Ágústsson
l Ólafur Ragnar Grímsson
l Ástþór Magnússon
Árið 1996 voru fjórir í framboði:
l Guðrún Agnarsdóttir
l Ólafur Ragnar Grímsson
l Ástþór Magnússon
l Pétur Kr. Hafstein
Árið 1988 voru tveir í framboði:
l Vigdís Finnbogadóttir
l Sigrún Þorsteinsdóttir
Árið 1980 voru fjórir í framboði:
l Vigdís Finnbogadóttir
l Guðlaugur Þorvaldsson
l Albert Guðmundsson
l Pétur J. Thorsteinsson
Árið 1968 voru tveir í framboði:
l Gunnar Thoroddsen
l Kristján Eldjárn
Árið 1952 voru þrír í framboði:
l Ásgeir Ásgeirsson
l Bjarni Jónsson
l Gísli Sveinsson
Greinin birtist í Fréttablaðinu 21.maí.