Sundáhrifin vann til verðlauna í Cannes Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2016 12:38 Fransk/íslenska gamanmyndin Sundáhrifin eftir hina heitnu Sólveigu Anspach vann í gær til SACD verðlaunanna fyrir bestu frönskumælandi kvikmynd á lokahófi Directors Fortnight í Cannes. Í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð segir að um eina stærstu og virtustu kvikmyndahátíð heims sé að ræða. Sundáhrifin fjallar um Samir, sem er staðráðinn í því að bæta ráð sitt gagnvart sundkennara sínum Agathe, sem hann er yfir sig ástfanginn af. Hann eltir hana alla leið til Íslands en það kemur babb í bátinn þegar hann verður fyrir rafstraumi og missir minnið. Sólveig leikstýrði myndinni ásamt Jean-Luc Gaget. Skúli Malmquist framleiddi myndina fyrir Zik Zak kvikmyndir ásamt Patrick Sobelman sem framleiddi fyrir Ex Nihilo. Í stórum hlutverkum í myndinni eru Didda Jónsdóttir, Frosti Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg Kjeld. Með aðalhlutverk fara Florence Loiret Caille og Samir Guesmi. Á meðan tökur fróru fram á Frakklandi og Íslandi árin 2014 og 15 háði Sólveig baráttu við krabbamein. Hún lét þá baráttu ekki aftra sér frá því að klára tökur og eftirvinnslu myndarinnar að mestu leyti. Sundáhrifin er þriðja leikna kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem er valin til þátttöku í Director‘s Fortnight hluta Cannes hátíðarinnar. Árið 1984 var Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson valin til þátttöku og árið 2011 var Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson valin til þátttöku. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Fransk/íslenska gamanmyndin Sundáhrifin eftir hina heitnu Sólveigu Anspach vann í gær til SACD verðlaunanna fyrir bestu frönskumælandi kvikmynd á lokahófi Directors Fortnight í Cannes. Í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð segir að um eina stærstu og virtustu kvikmyndahátíð heims sé að ræða. Sundáhrifin fjallar um Samir, sem er staðráðinn í því að bæta ráð sitt gagnvart sundkennara sínum Agathe, sem hann er yfir sig ástfanginn af. Hann eltir hana alla leið til Íslands en það kemur babb í bátinn þegar hann verður fyrir rafstraumi og missir minnið. Sólveig leikstýrði myndinni ásamt Jean-Luc Gaget. Skúli Malmquist framleiddi myndina fyrir Zik Zak kvikmyndir ásamt Patrick Sobelman sem framleiddi fyrir Ex Nihilo. Í stórum hlutverkum í myndinni eru Didda Jónsdóttir, Frosti Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg Kjeld. Með aðalhlutverk fara Florence Loiret Caille og Samir Guesmi. Á meðan tökur fróru fram á Frakklandi og Íslandi árin 2014 og 15 háði Sólveig baráttu við krabbamein. Hún lét þá baráttu ekki aftra sér frá því að klára tökur og eftirvinnslu myndarinnar að mestu leyti. Sundáhrifin er þriðja leikna kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem er valin til þátttöku í Director‘s Fortnight hluta Cannes hátíðarinnar. Árið 1984 var Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson valin til þátttöku og árið 2011 var Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson valin til þátttöku.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira