Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fordæmir vinnumansal á Hótel Adam Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. maí 2016 12:56 Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/GVA Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir vinnumansalsmál vera blett á íslensku samfélagi. Mál sem nú er til rannsóknar er tengist Hótel Adam í miðbæ Reykjavíkur sé alvarlegt og hann fordæmi slíkt atferli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir samtökin fordæma hvers konar brotastarfsemi í ferðaþjónustu. „Það er blettur á okkar samfélagi að svona mál skuli koma upp. Maður bara trúir því ekki fyrr en maður tekur á því að það sé staðreynd. Þarna þarf að sjálfsögðu samstarf atvinnulífsins, launþegahreyfingarinnar og stjórnvalda að leggjast á eitt og uppræta svona ósóma,“ segir Grímur. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þögn Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka Iðnaðarins varðandi vinnumansal væri orðin ærandi. Grímur segist ekki átta sig á þessum ummælum og bendir á að Samtök atvinnulífsins, sem Samtök ferðaþjónustunnar eru aðili að, hafi ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að vinnumansali. Hann segir mál Hótels Adam sem nú er til rannsóknar ekki hafa komið á borð samtakanna en hann fordæmi þetta atferli. „Þetta er auðvitað lögreglumál og brot á lögum og þetta er í þeim farvegi sem því ber. En ég held að við getum lagt hönd á plóg ásamt launþegahreyfingunni að skapa samfélagslegan þrýsting um að svona eigi sér ekki stað,“ segir Grímur Sæmundsen. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Vinnumansalið átti sér stað á Hótel Adam 21. maí 2016 19:36 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir vinnumansalsmál vera blett á íslensku samfélagi. Mál sem nú er til rannsóknar er tengist Hótel Adam í miðbæ Reykjavíkur sé alvarlegt og hann fordæmi slíkt atferli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir samtökin fordæma hvers konar brotastarfsemi í ferðaþjónustu. „Það er blettur á okkar samfélagi að svona mál skuli koma upp. Maður bara trúir því ekki fyrr en maður tekur á því að það sé staðreynd. Þarna þarf að sjálfsögðu samstarf atvinnulífsins, launþegahreyfingarinnar og stjórnvalda að leggjast á eitt og uppræta svona ósóma,“ segir Grímur. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þögn Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka Iðnaðarins varðandi vinnumansal væri orðin ærandi. Grímur segist ekki átta sig á þessum ummælum og bendir á að Samtök atvinnulífsins, sem Samtök ferðaþjónustunnar eru aðili að, hafi ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að vinnumansali. Hann segir mál Hótels Adam sem nú er til rannsóknar ekki hafa komið á borð samtakanna en hann fordæmi þetta atferli. „Þetta er auðvitað lögreglumál og brot á lögum og þetta er í þeim farvegi sem því ber. En ég held að við getum lagt hönd á plóg ásamt launþegahreyfingunni að skapa samfélagslegan þrýsting um að svona eigi sér ekki stað,“ segir Grímur Sæmundsen.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Vinnumansalið átti sér stað á Hótel Adam 21. maí 2016 19:36 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira