Mikilvægt að halda vel á spilunum á næstu misserum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2016 10:38 Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir nýtt aflandskrónufrumvarp jákvætt, en að lítið megi út af bregða. Vísir/GVA Nauðsynlegt er að halda vel á spilunum á næstu misserum til þess að byggja upp þann gjaldeyrisforða sem þarf til lengri tíma litið, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Aflandskrónufrumvarpið sé jákvætt, enda mikilvægt að höftum sé aflétt. „Við höfum nú lagt á það alla tíð áherslu að það sé mikilvægt að létta höftunum og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir almenning, fyrirtæki, lífeyrissjóði að komast hér í eðlilegt umhverfi aftur hvað varðar fjármagnstilfærslur,“ sagði Þorsteinn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hefði mátt gerast hraðar Þorsteinn sagði samtökin vissulega hafa viljað sjá þessa hluti gerast hraðar en að áætlanir stjórnvalda séu vandaðar og trúverðugar. „Þær áætlanir sem stjórnvöld hafa sett upp í þessu hafa gengið eftir og verið mjög trúverðugar. Okkur sýnist það sama eiga við um þetta fyrirhugaða útboð á aflandskrónum sem verður núna í júní og að þetta sé mjög vandað til undirbúnings og mjög líklegt til þess að ganga upp með sama hætti og stöðugleikaframlagið hjá slitabúunum.“ Aflandskrónufrumvarp fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi seint í gærkvöld, en um er að ræða fyrra frumvarpið af tveimur vegna afnáms fjármagnshafta.Áhyggjur af heimilunum Davíð Blöndal, úr inDefence-hópnum, var einnig til viðtals í Bítinu í morgun. Hann sagði hópinn ítrekað hafa kallað eftir áætlun fyrir heimilin. Svo virðist sem slík áætlun verði ekki lögð fram á næstunni. „Við sendum umsögn um þessi lög og fyrsta spurningin þar er: Hvenær kemur að heimilunum? Nú er búið að hleypa kröfuhöfum út og þeir taka með sér 500 til 700 milljarða úr hagkerfinu og núna er verið að hleypa krónubréfaeigendum út. Samkvæmt mati eða ágiskun Arion er það að kosta kannski 150 milljarða. En það hefur ekki komið nein áætlun fyrir heimilin og við höfum kallað eftir því frá upphafi að það verði lagt fram,“ sagði Davíð. „Fyrsti þátturinn sem við höfum áhyggjur af er hvort það sé rúm fyrir heimilin. Það sem hefur verið gert er að það er búið að tryggja þessum aðilum út en svo virðist sem heimilin eða aflétting hafta á heimilin muni ráðast af því hvernig framhaldið verður.“Hlusta má á viðtalið í heild hér fyrir neðan Alþingi Tengdar fréttir Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá. 22. maí 2016 23:46 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Nauðsynlegt er að halda vel á spilunum á næstu misserum til þess að byggja upp þann gjaldeyrisforða sem þarf til lengri tíma litið, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Aflandskrónufrumvarpið sé jákvætt, enda mikilvægt að höftum sé aflétt. „Við höfum nú lagt á það alla tíð áherslu að það sé mikilvægt að létta höftunum og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir almenning, fyrirtæki, lífeyrissjóði að komast hér í eðlilegt umhverfi aftur hvað varðar fjármagnstilfærslur,“ sagði Þorsteinn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hefði mátt gerast hraðar Þorsteinn sagði samtökin vissulega hafa viljað sjá þessa hluti gerast hraðar en að áætlanir stjórnvalda séu vandaðar og trúverðugar. „Þær áætlanir sem stjórnvöld hafa sett upp í þessu hafa gengið eftir og verið mjög trúverðugar. Okkur sýnist það sama eiga við um þetta fyrirhugaða útboð á aflandskrónum sem verður núna í júní og að þetta sé mjög vandað til undirbúnings og mjög líklegt til þess að ganga upp með sama hætti og stöðugleikaframlagið hjá slitabúunum.“ Aflandskrónufrumvarp fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi seint í gærkvöld, en um er að ræða fyrra frumvarpið af tveimur vegna afnáms fjármagnshafta.Áhyggjur af heimilunum Davíð Blöndal, úr inDefence-hópnum, var einnig til viðtals í Bítinu í morgun. Hann sagði hópinn ítrekað hafa kallað eftir áætlun fyrir heimilin. Svo virðist sem slík áætlun verði ekki lögð fram á næstunni. „Við sendum umsögn um þessi lög og fyrsta spurningin þar er: Hvenær kemur að heimilunum? Nú er búið að hleypa kröfuhöfum út og þeir taka með sér 500 til 700 milljarða úr hagkerfinu og núna er verið að hleypa krónubréfaeigendum út. Samkvæmt mati eða ágiskun Arion er það að kosta kannski 150 milljarða. En það hefur ekki komið nein áætlun fyrir heimilin og við höfum kallað eftir því frá upphafi að það verði lagt fram,“ sagði Davíð. „Fyrsti þátturinn sem við höfum áhyggjur af er hvort það sé rúm fyrir heimilin. Það sem hefur verið gert er að það er búið að tryggja þessum aðilum út en svo virðist sem heimilin eða aflétting hafta á heimilin muni ráðast af því hvernig framhaldið verður.“Hlusta má á viðtalið í heild hér fyrir neðan
Alþingi Tengdar fréttir Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá. 22. maí 2016 23:46 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá. 22. maí 2016 23:46