Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Sveinn Arnarsson skrifar 24. maí 2016 07:00 Ekki voru allir þingmenn mættir í salinn við upphaf þingfundar í gær. vísir/Anton brink Formenn stjórnarflokkanna eru ósammála um hvenær ganga eigi til alþingiskosninga. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tók af öll tvímæli um það að kosið yrði til Alþingis næsta haust. „Það hefur ekkert breyst varðandi það sem við forsætisráðherra höfum áður sagt, það að stefnt er að kosningum í haust,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Helga Hjörvar um málið á þingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sneri aftur til starfa á sunnudaginn sem óbreyttur þingmaður og formaður Framsóknarflokksins. Sem formaður flokksins lét hann hafa eftir sér að það væri ekkert víst að kosningar færu fram í haust. Ekki væri búið að samþykkja þá tilhögun í þingflokki Framsóknarflokksins.Bjarni Benediktssonvísir/anton brinkÞví sá Helgi Hjörvar sig knúinn til að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins um hans skoðun á málinu. „Því miður er ekki að ástæðulausu að spyrja hvort fyrirheit um kosningar verði efnd. Fyrirheit voru líka gefin um þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekkert varð af,“ sagði Helgi. „Mér finnst reyndar dálítið merkilegt hversu mjög er dregið í efa að menn standi heilshugar á bak við orð sín miðað við hversu oft ég og forsætisráðherra höfum komið hér upp og sagt að þetta væri áætlunin,“ sagði Bjarni og bætti við að kosningar í haust byggðust á því að þingstörf myndu ganga vel. Bjarni sagði mikilvægt að klára stór mál áður en kosið yrði til þings og benti á að eitt af stóru málunum hefði klárast síðastliðið sunnudagskvöld þegar svokallað aflandskrónufrumvarp var samþykkt í þinginu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna eru ósammála um hvenær ganga eigi til alþingiskosninga. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tók af öll tvímæli um það að kosið yrði til Alþingis næsta haust. „Það hefur ekkert breyst varðandi það sem við forsætisráðherra höfum áður sagt, það að stefnt er að kosningum í haust,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Helga Hjörvar um málið á þingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sneri aftur til starfa á sunnudaginn sem óbreyttur þingmaður og formaður Framsóknarflokksins. Sem formaður flokksins lét hann hafa eftir sér að það væri ekkert víst að kosningar færu fram í haust. Ekki væri búið að samþykkja þá tilhögun í þingflokki Framsóknarflokksins.Bjarni Benediktssonvísir/anton brinkÞví sá Helgi Hjörvar sig knúinn til að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins um hans skoðun á málinu. „Því miður er ekki að ástæðulausu að spyrja hvort fyrirheit um kosningar verði efnd. Fyrirheit voru líka gefin um þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekkert varð af,“ sagði Helgi. „Mér finnst reyndar dálítið merkilegt hversu mjög er dregið í efa að menn standi heilshugar á bak við orð sín miðað við hversu oft ég og forsætisráðherra höfum komið hér upp og sagt að þetta væri áætlunin,“ sagði Bjarni og bætti við að kosningar í haust byggðust á því að þingstörf myndu ganga vel. Bjarni sagði mikilvægt að klára stór mál áður en kosið yrði til þings og benti á að eitt af stóru málunum hefði klárast síðastliðið sunnudagskvöld þegar svokallað aflandskrónufrumvarp var samþykkt í þinginu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira