Engin íslensk kona í hópi þeirra 50 bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 22:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit 2015. Vísir/GVA Íslendingar hafa heldur betur verið stoltir af framgöngu krossfit-stelpnanna okkar í Bandaríkjunum á síðustu árum en enginn þeirra er þó í nógu formi til að vera í einu af fimmtíu efstu sætunum yfir þær íþróttakonur heimsins sem eru í besta forminu í dag.Sports Illustrated hefur tekið saman nýjan topp 50 lista og þrátt fyrir að það séu fulltrúar annarra þjóða en Bandaríkjanna á listanum þá er ekki pláss fyrir okkar stelpur. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit á síðasta ári eftir hörkukeppni við samlanda sinn Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Ragnheiður Sara var lengi í forystu en hún varð á endanum í þriðja sæti. Áður hafði Anníe Mist Þórisdóttir verið fyrsta konan til að vinna þennan titil hraustasta kona heims tvö ár í röð. Ísland á því þrjá af fimm síðustu sigurvegurum kvennakeppninnar. Við söknum vissulega íslensku stelpnanna á listanum enda hraustari í meira lagi en þær fengu ekki náð fyrir augum valnefndar Sports Illustrated. Það er samt fróðlegt að skoða listann hjá Sports Illustrated en þar eru samankomnar frábærar íþróttakonur og miklar fyrirmyndir fyrir ungar stelpur sem sjá fyrir sér framtíð í íþróttunum. Þar má nefna frábærar íþróttakonur eins og langhlauparann Genzebe Dibaba frá Eþíópíu (47. sæti), knattspyrnukonuna Christie Rampone (44. sæti), skíðakonuna Lindsey Vonn (42. sæti), hollensku sjöþrautakonuna Dafne Schippers (34. sæti), sundkonuna Missy Franklin (20. sæti), bardagakonuna Ronda Rousey (19. sæti) og fimleikakonuna Gabby Douglas (16. sæti) en engin þeirra kemst inn á topp tíu listann.Á topp tíu listanum eru eftirtaldar íþróttakonur: 10. sæti - Kerri Walsh Jennings, standblak 9. sæti - Holly Holm, blandaðar bardagaíþróttir 8. sæti - Maggie Steffens, sundknattleikur 7. sæti - Claressa Shields, box 6. sæti - Gwen Jorgensen, þríþraut 5. sæti - Serena Williams, tennis 4. sæti - Katie Ledecky, sund 3. sæti - Simone Biles, fimleikar 2. sæti - Allyson Felix, frjálsar íþróttir 1. sæti - Jessica Ennis-Hill, frjálsar íþróttir Það er hægt að sjá myndband frá Sports Illustrated um þetta val hér. Íþróttir Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira
Íslendingar hafa heldur betur verið stoltir af framgöngu krossfit-stelpnanna okkar í Bandaríkjunum á síðustu árum en enginn þeirra er þó í nógu formi til að vera í einu af fimmtíu efstu sætunum yfir þær íþróttakonur heimsins sem eru í besta forminu í dag.Sports Illustrated hefur tekið saman nýjan topp 50 lista og þrátt fyrir að það séu fulltrúar annarra þjóða en Bandaríkjanna á listanum þá er ekki pláss fyrir okkar stelpur. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit á síðasta ári eftir hörkukeppni við samlanda sinn Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Ragnheiður Sara var lengi í forystu en hún varð á endanum í þriðja sæti. Áður hafði Anníe Mist Þórisdóttir verið fyrsta konan til að vinna þennan titil hraustasta kona heims tvö ár í röð. Ísland á því þrjá af fimm síðustu sigurvegurum kvennakeppninnar. Við söknum vissulega íslensku stelpnanna á listanum enda hraustari í meira lagi en þær fengu ekki náð fyrir augum valnefndar Sports Illustrated. Það er samt fróðlegt að skoða listann hjá Sports Illustrated en þar eru samankomnar frábærar íþróttakonur og miklar fyrirmyndir fyrir ungar stelpur sem sjá fyrir sér framtíð í íþróttunum. Þar má nefna frábærar íþróttakonur eins og langhlauparann Genzebe Dibaba frá Eþíópíu (47. sæti), knattspyrnukonuna Christie Rampone (44. sæti), skíðakonuna Lindsey Vonn (42. sæti), hollensku sjöþrautakonuna Dafne Schippers (34. sæti), sundkonuna Missy Franklin (20. sæti), bardagakonuna Ronda Rousey (19. sæti) og fimleikakonuna Gabby Douglas (16. sæti) en engin þeirra kemst inn á topp tíu listann.Á topp tíu listanum eru eftirtaldar íþróttakonur: 10. sæti - Kerri Walsh Jennings, standblak 9. sæti - Holly Holm, blandaðar bardagaíþróttir 8. sæti - Maggie Steffens, sundknattleikur 7. sæti - Claressa Shields, box 6. sæti - Gwen Jorgensen, þríþraut 5. sæti - Serena Williams, tennis 4. sæti - Katie Ledecky, sund 3. sæti - Simone Biles, fimleikar 2. sæti - Allyson Felix, frjálsar íþróttir 1. sæti - Jessica Ennis-Hill, frjálsar íþróttir Það er hægt að sjá myndband frá Sports Illustrated um þetta val hér.
Íþróttir Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira