Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Bjarki Ármannsson skrifar 25. maí 2016 12:50 Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson mælast með mest fylgi frambjóðenda. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Stjórnmálafræðiprófessor segir útlitið ekki gott fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem út kom í dag, bætir Guðni lítillega við sig fylgi frá því í síðustu könnun. Hann mældist með 59,2 prósenta fylgi þann 9. maí en með 65,6 prósenta fylgi nú. Næstmestan stuðning samkvæmt könnuninni hefur Davíð með 18,1 prósent. Þetta er fyrsta könnun MMR sem unnin er að fullu eftir að Davíð tilkynnti um framboð sitt til forseta.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir greinilegt að framboð Davíðs hafi ekki fengið mikinn byr undir vængina.Sjá einnig: Davíð telur könnun MMR ekki endurspegla stöðuna eins og hún er í dag „Ég átti kannski ekki von á því, úr því sem komið var, að Davíð myndi ógna Guðna,“ segir Grétar Þór, aðspurður hvort lítið fylgi Davíðs komi á óvart. „En maður átti nú kannski allt eins von á því að hann næði einhverju meira flugi, kannski inn í tuttugu til þrjátíu prósent. Það er nú mánuður til kosninga og það getur eitthvað gerst enn, en ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson.“ Næst á eftir þeim Guðna og Davíð fylgja þau Andri Snær Magnason rithöfundur með 11 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir fjárfestir með 2,2 prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mældust samanlagt með þrjú prósent. Alls eru tíu enn í framboði nú þegar akkúrat mánuður er í að gengið verði til atkvæða. Grétar segir eitthvað „dramatískt“ þurfa að gerast í kosningabaráttunni úr því sem komið er til þess að Guðni Th. verði ekki sigurvegari kosninganna. „Maður á aldrei að segja aldrei,“ segir hann. „Auðvitað er vika langur tími í þessu, eins og oft hefur verið sagt, en það þarf hreinlega eitthvað dramatískt til að úrslitin verði önnur. Guðni verður að gera eitthvað agalegt glappaskot, held ég.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni glaður í góðum meðbyr „Það er enn þá löng ferð fram undan.“ 25. maí 2016 11:09 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Stjórnmálafræðiprófessor segir útlitið ekki gott fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem út kom í dag, bætir Guðni lítillega við sig fylgi frá því í síðustu könnun. Hann mældist með 59,2 prósenta fylgi þann 9. maí en með 65,6 prósenta fylgi nú. Næstmestan stuðning samkvæmt könnuninni hefur Davíð með 18,1 prósent. Þetta er fyrsta könnun MMR sem unnin er að fullu eftir að Davíð tilkynnti um framboð sitt til forseta.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir greinilegt að framboð Davíðs hafi ekki fengið mikinn byr undir vængina.Sjá einnig: Davíð telur könnun MMR ekki endurspegla stöðuna eins og hún er í dag „Ég átti kannski ekki von á því, úr því sem komið var, að Davíð myndi ógna Guðna,“ segir Grétar Þór, aðspurður hvort lítið fylgi Davíðs komi á óvart. „En maður átti nú kannski allt eins von á því að hann næði einhverju meira flugi, kannski inn í tuttugu til þrjátíu prósent. Það er nú mánuður til kosninga og það getur eitthvað gerst enn, en ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson.“ Næst á eftir þeim Guðna og Davíð fylgja þau Andri Snær Magnason rithöfundur með 11 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir fjárfestir með 2,2 prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mældust samanlagt með þrjú prósent. Alls eru tíu enn í framboði nú þegar akkúrat mánuður er í að gengið verði til atkvæða. Grétar segir eitthvað „dramatískt“ þurfa að gerast í kosningabaráttunni úr því sem komið er til þess að Guðni Th. verði ekki sigurvegari kosninganna. „Maður á aldrei að segja aldrei,“ segir hann. „Auðvitað er vika langur tími í þessu, eins og oft hefur verið sagt, en það þarf hreinlega eitthvað dramatískt til að úrslitin verði önnur. Guðni verður að gera eitthvað agalegt glappaskot, held ég.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni glaður í góðum meðbyr „Það er enn þá löng ferð fram undan.“ 25. maí 2016 11:09 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira