Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Bjarki Ármannsson skrifar 25. maí 2016 12:50 Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson mælast með mest fylgi frambjóðenda. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Stjórnmálafræðiprófessor segir útlitið ekki gott fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem út kom í dag, bætir Guðni lítillega við sig fylgi frá því í síðustu könnun. Hann mældist með 59,2 prósenta fylgi þann 9. maí en með 65,6 prósenta fylgi nú. Næstmestan stuðning samkvæmt könnuninni hefur Davíð með 18,1 prósent. Þetta er fyrsta könnun MMR sem unnin er að fullu eftir að Davíð tilkynnti um framboð sitt til forseta.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir greinilegt að framboð Davíðs hafi ekki fengið mikinn byr undir vængina.Sjá einnig: Davíð telur könnun MMR ekki endurspegla stöðuna eins og hún er í dag „Ég átti kannski ekki von á því, úr því sem komið var, að Davíð myndi ógna Guðna,“ segir Grétar Þór, aðspurður hvort lítið fylgi Davíðs komi á óvart. „En maður átti nú kannski allt eins von á því að hann næði einhverju meira flugi, kannski inn í tuttugu til þrjátíu prósent. Það er nú mánuður til kosninga og það getur eitthvað gerst enn, en ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson.“ Næst á eftir þeim Guðna og Davíð fylgja þau Andri Snær Magnason rithöfundur með 11 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir fjárfestir með 2,2 prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mældust samanlagt með þrjú prósent. Alls eru tíu enn í framboði nú þegar akkúrat mánuður er í að gengið verði til atkvæða. Grétar segir eitthvað „dramatískt“ þurfa að gerast í kosningabaráttunni úr því sem komið er til þess að Guðni Th. verði ekki sigurvegari kosninganna. „Maður á aldrei að segja aldrei,“ segir hann. „Auðvitað er vika langur tími í þessu, eins og oft hefur verið sagt, en það þarf hreinlega eitthvað dramatískt til að úrslitin verði önnur. Guðni verður að gera eitthvað agalegt glappaskot, held ég.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni glaður í góðum meðbyr „Það er enn þá löng ferð fram undan.“ 25. maí 2016 11:09 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Stjórnmálafræðiprófessor segir útlitið ekki gott fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem út kom í dag, bætir Guðni lítillega við sig fylgi frá því í síðustu könnun. Hann mældist með 59,2 prósenta fylgi þann 9. maí en með 65,6 prósenta fylgi nú. Næstmestan stuðning samkvæmt könnuninni hefur Davíð með 18,1 prósent. Þetta er fyrsta könnun MMR sem unnin er að fullu eftir að Davíð tilkynnti um framboð sitt til forseta.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir greinilegt að framboð Davíðs hafi ekki fengið mikinn byr undir vængina.Sjá einnig: Davíð telur könnun MMR ekki endurspegla stöðuna eins og hún er í dag „Ég átti kannski ekki von á því, úr því sem komið var, að Davíð myndi ógna Guðna,“ segir Grétar Þór, aðspurður hvort lítið fylgi Davíðs komi á óvart. „En maður átti nú kannski allt eins von á því að hann næði einhverju meira flugi, kannski inn í tuttugu til þrjátíu prósent. Það er nú mánuður til kosninga og það getur eitthvað gerst enn, en ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson.“ Næst á eftir þeim Guðna og Davíð fylgja þau Andri Snær Magnason rithöfundur með 11 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir fjárfestir með 2,2 prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mældust samanlagt með þrjú prósent. Alls eru tíu enn í framboði nú þegar akkúrat mánuður er í að gengið verði til atkvæða. Grétar segir eitthvað „dramatískt“ þurfa að gerast í kosningabaráttunni úr því sem komið er til þess að Guðni Th. verði ekki sigurvegari kosninganna. „Maður á aldrei að segja aldrei,“ segir hann. „Auðvitað er vika langur tími í þessu, eins og oft hefur verið sagt, en það þarf hreinlega eitthvað dramatískt til að úrslitin verði önnur. Guðni verður að gera eitthvað agalegt glappaskot, held ég.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni glaður í góðum meðbyr „Það er enn þá löng ferð fram undan.“ 25. maí 2016 11:09 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira