Stemma þurfi stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. maí 2016 16:45 Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir Full ástæða er til þess að stemma stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi og full ástæða er til þess að gaumgæfa þau mál verulega. Þetta sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, í sérstakri umræðu um starfsemi kampavínsklúbba á Alþingi í dag. Þorsteinn sagði starfsemi kampavínsklúbba lengi hafa verið þyrnir í augum sínum. Það hafi komið sér á óvart að sjá hversu margvísleg brot tengist þessari klúbbastarfsemi, líkt og tilgreind voru í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn hans. Um sé meðal annars að ræða brot sem varða fíkniefnalöggjöf, sölu vændis, líkamsárásir og fjármálabrot. Hins vegar séu fæst brotanna kærð enda komi menn inn á þessa staði í misjöfnu ástandi, sé jafnvel byrlað ólyfjan og greiðslukort þeirra misnotað. Þeir einstaklingar séu oft hræddir við að skýra þeirra nánustu frá og sleppa því þess vegna að kæra. „Í sjálfu sér má kannski segja að það geti ekki verið mjög einfalt fyrir þolendur, það eru margs konar þolendur í þessum málum, þar á meðal eru menn sem detta inn á þessa staði í misjöfnu ástandi. Það hafa komið upp mál þar sem talið er að þeim hafi verið byrlað ólyfjan og kortið þeirra er það sem er kallað á góðri íslensku „maxað“ á stuttum tíma og það kann að vera erfitt fyrir menn að útskýra það fyrir þeim sem næst þeim standa hvernig á svona megi standa,“ sagði Þorsteinn. Þá sagði hann að ein helsta orsök mansals, líkt og það sé skilgreint erlendis, tengist vændisstarfsemi og að slík starfsemi tengist oftar en ekki klúbbum sem hér séu reknir undir nafninu kampavínsklúbbar. Hins vegar reynist sönnunarbyrði í þeim málum afskaplega erfið. Engu að síður þurfi að stemma stigu við starfsemi þessara klúbba. „Vegna þess að ég einfaldlega tel að það sem sagt er að klúbbarekstur af þessu tagi sé óaðskiljanlegur hluti af ferðamennsku þá held ég hreint út að svona ferðamennska sé okkur Íslendingum ekki að skapi. Ég held ekkert endilega að okkur langi til þess að fá einstaklinga sem sækja í skemmtun af þessu tagi og okkur væru örugglega alveg sama þó þeir væru einhvers staðar annars staðar að svala þeim hvötum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi. Alþingi Tengdar fréttir Fimm mál tengd kampavínsklúbbum í rannsókn lögreglu Alls hafa sextíu og eitt brot er tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011 til 2015. 21. janúar 2016 07:48 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Full ástæða er til þess að stemma stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi og full ástæða er til þess að gaumgæfa þau mál verulega. Þetta sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, í sérstakri umræðu um starfsemi kampavínsklúbba á Alþingi í dag. Þorsteinn sagði starfsemi kampavínsklúbba lengi hafa verið þyrnir í augum sínum. Það hafi komið sér á óvart að sjá hversu margvísleg brot tengist þessari klúbbastarfsemi, líkt og tilgreind voru í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn hans. Um sé meðal annars að ræða brot sem varða fíkniefnalöggjöf, sölu vændis, líkamsárásir og fjármálabrot. Hins vegar séu fæst brotanna kærð enda komi menn inn á þessa staði í misjöfnu ástandi, sé jafnvel byrlað ólyfjan og greiðslukort þeirra misnotað. Þeir einstaklingar séu oft hræddir við að skýra þeirra nánustu frá og sleppa því þess vegna að kæra. „Í sjálfu sér má kannski segja að það geti ekki verið mjög einfalt fyrir þolendur, það eru margs konar þolendur í þessum málum, þar á meðal eru menn sem detta inn á þessa staði í misjöfnu ástandi. Það hafa komið upp mál þar sem talið er að þeim hafi verið byrlað ólyfjan og kortið þeirra er það sem er kallað á góðri íslensku „maxað“ á stuttum tíma og það kann að vera erfitt fyrir menn að útskýra það fyrir þeim sem næst þeim standa hvernig á svona megi standa,“ sagði Þorsteinn. Þá sagði hann að ein helsta orsök mansals, líkt og það sé skilgreint erlendis, tengist vændisstarfsemi og að slík starfsemi tengist oftar en ekki klúbbum sem hér séu reknir undir nafninu kampavínsklúbbar. Hins vegar reynist sönnunarbyrði í þeim málum afskaplega erfið. Engu að síður þurfi að stemma stigu við starfsemi þessara klúbba. „Vegna þess að ég einfaldlega tel að það sem sagt er að klúbbarekstur af þessu tagi sé óaðskiljanlegur hluti af ferðamennsku þá held ég hreint út að svona ferðamennska sé okkur Íslendingum ekki að skapi. Ég held ekkert endilega að okkur langi til þess að fá einstaklinga sem sækja í skemmtun af þessu tagi og okkur væru örugglega alveg sama þó þeir væru einhvers staðar annars staðar að svala þeim hvötum,“ sagði Þorsteinn á Alþingi.
Alþingi Tengdar fréttir Fimm mál tengd kampavínsklúbbum í rannsókn lögreglu Alls hafa sextíu og eitt brot er tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011 til 2015. 21. janúar 2016 07:48 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Fimm mál tengd kampavínsklúbbum í rannsókn lögreglu Alls hafa sextíu og eitt brot er tengjast starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba verið skráð í málaskrá lögreglu árin 2011 til 2015. 21. janúar 2016 07:48