Fylgi Samfylkingarinnar að gufa upp Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. maí 2016 06:00 Samfylkingin hefur 6,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis Björt framtíð hefur minna fylgi, en 2,5 prósent segjast myndu kjósa þann flokk ef kosið yrði til Alþingis nú. Þá segja 7,3 prósent svarenda að þau myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Ekki er marktækur munur á fylgi samfylkingarmanna og framsóknarmanna. Rúm átján prósent svarenda segja að þau myndu kjósa VG. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstu flokkarnir. Tæp 32 prósent segja að þau myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en tæp 29 prósent að þau myndu kjósa Pírata. Munurinn á fylgi flokkanna er ekki tölfræðilega marktækur.Yrðu þetta niðurstöðurnar má ætla að Sjálfstæðisflokkurinn fengi flesta þingmenn, eða 22, Píratar fengju 20, VG fengi tólf þingmenn, Framsóknarflokkurinn fimm og Samfylkingin fjóra. Möguleiki væri á þremur útgáfum af tveggja flokka ríkisstjórnum. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað 42 manna meirihluta. Hvor flokkur um sig gæti svo líka myndað meirihluta með VG en tveggja flokka meirihluti með þátttöku VG yrði afar naumur meirihluti. Formannsskipti eru í vændum hjá Samfylkingunni. Rafræn formannskosning hefst í flokknum á hádegi á morgun og stendur til 3. júní. Fjórir eru í framboði, en það eru þau Helgi Hjörvar alþingismaður, Oddný G. Harðardóttir alþingismaður, Magnús Orri Schram, ráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Árni Páll Árnason, núverandi formaður, er ekki í framboði.Andrés Jónsson, almannatengillAlls óvíst er hvaða áhrif formannsskiptin kunna að hafa á fylgi Samfylkingarinnar. Ný forysta tók við hjá Bjartri framtíð í september síðastliðnum, eftir slaka niðurstöðu í skoðanakönnunum. Rúmu hálfu ári seinna sjást engin merki breytinga á fylgi flokksins. Nýr formaður Samfylkingarinnar þarf því að hafa skýr svör við því hvað hann vill gera til þess að bæta hlut flokksins. Andrés Jónsson, almannatengill og flokksmaður í Samfylkingunni, sér ákveðna samlíkingu milli Samfylkingarinnar og þjóðkirkjunnar. Bæði hafi verið í langri hnignun og Samfylkingin geti lært af mistökum sem gerð hafi verið. „Það versta sem þú gerir í viðbrögðum við því að vera dottinn úr tísku er að fara í massíva vörn. Svona eins og biskupinn gerði þegar hún sagði að næsti forseti Íslands yrði að vera í þjóðkirkjunni. Svipað hefur nefnilega gerst með Íslendinga og andleg málefni og Íslendinga og stjórnmálaskoðanir að við erum hvorki jafn kirkjurækin né jafn flokksholl og áður,“ segir Andrés. Hann segir lausnina ekki vera þá að neita að horfast í augu við breyttan veruleika. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Samfylkingin hefur 6,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis Björt framtíð hefur minna fylgi, en 2,5 prósent segjast myndu kjósa þann flokk ef kosið yrði til Alþingis nú. Þá segja 7,3 prósent svarenda að þau myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Ekki er marktækur munur á fylgi samfylkingarmanna og framsóknarmanna. Rúm átján prósent svarenda segja að þau myndu kjósa VG. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstu flokkarnir. Tæp 32 prósent segja að þau myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en tæp 29 prósent að þau myndu kjósa Pírata. Munurinn á fylgi flokkanna er ekki tölfræðilega marktækur.Yrðu þetta niðurstöðurnar má ætla að Sjálfstæðisflokkurinn fengi flesta þingmenn, eða 22, Píratar fengju 20, VG fengi tólf þingmenn, Framsóknarflokkurinn fimm og Samfylkingin fjóra. Möguleiki væri á þremur útgáfum af tveggja flokka ríkisstjórnum. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað 42 manna meirihluta. Hvor flokkur um sig gæti svo líka myndað meirihluta með VG en tveggja flokka meirihluti með þátttöku VG yrði afar naumur meirihluti. Formannsskipti eru í vændum hjá Samfylkingunni. Rafræn formannskosning hefst í flokknum á hádegi á morgun og stendur til 3. júní. Fjórir eru í framboði, en það eru þau Helgi Hjörvar alþingismaður, Oddný G. Harðardóttir alþingismaður, Magnús Orri Schram, ráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Árni Páll Árnason, núverandi formaður, er ekki í framboði.Andrés Jónsson, almannatengillAlls óvíst er hvaða áhrif formannsskiptin kunna að hafa á fylgi Samfylkingarinnar. Ný forysta tók við hjá Bjartri framtíð í september síðastliðnum, eftir slaka niðurstöðu í skoðanakönnunum. Rúmu hálfu ári seinna sjást engin merki breytinga á fylgi flokksins. Nýr formaður Samfylkingarinnar þarf því að hafa skýr svör við því hvað hann vill gera til þess að bæta hlut flokksins. Andrés Jónsson, almannatengill og flokksmaður í Samfylkingunni, sér ákveðna samlíkingu milli Samfylkingarinnar og þjóðkirkjunnar. Bæði hafi verið í langri hnignun og Samfylkingin geti lært af mistökum sem gerð hafi verið. „Það versta sem þú gerir í viðbrögðum við því að vera dottinn úr tísku er að fara í massíva vörn. Svona eins og biskupinn gerði þegar hún sagði að næsti forseti Íslands yrði að vera í þjóðkirkjunni. Svipað hefur nefnilega gerst með Íslendinga og andleg málefni og Íslendinga og stjórnmálaskoðanir að við erum hvorki jafn kirkjurækin né jafn flokksholl og áður,“ segir Andrés. Hann segir lausnina ekki vera þá að neita að horfast í augu við breyttan veruleika.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira