Dómari bannar Johnny Depp að koma nálægt Amber Heard Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2016 21:55 Amber Heard og Johnny Depp. Vísir/Getty Dómari hefur samþykkt beiðni leikkonunnar Amber Heard um nálgunarbann á eiginmann hennar Johnny Depp. Má Depp ekki koma nálægt henni eða hafa samband við hana fram að 17. júní þegar mál hennar gegn leikaranum verður tekið fyrir en hún hefur sakað hann um ráðist á hana. Á vef Telegraph er vitnað í greinargerð frá Heard hún lagði fram á sama tíma og hún fór fram á nálgunarbann gegn leikaranum. Þar segir hún Depp hafa kastað farsíma í andlit hennar síðastliðinn laugardag. Hún lagði einnig fram ljósmynd af áverkum á andliti sínu. Hún segir leikarann hafa rifið í hár hennar, öskrað á hana og lamið hana ítrekað, ásamt því að grípa um andlit hennar. Þegar hún mætti í dómshúsið í Los Angeles í dag tóku fjölmiðlamenn eftir því að hún var marin á hægri kinn fyrir neðan auga. Lögreglan í Los Angeles var kölluð að heimili Depp og Heard á laugardag en sá sem hafði samband við lögreglu bað lögreglumennina um að gera ekki skýrslu um málið. Lögregluembættið í Los Angeles sagði lögreglumennina hafa metið málið svo að enginn glæpur hefði verið framinn. Heard segir Depp hafa verið undir áhrifum lyfja og áfengis þegar hann veittist að henni. „Ég lifi í þeim ótta að Johnny snúi aftur óboðinn til að hrella mig, líkamlega og andlega,“ segir Heard. Dómarinn varð ekki við beiðni Heard þess efnis að Depp þyrfti að undirgangast reiðistjórnunarnámskeið og þá vildi hann ekki verða við beiðni hennar um að Depp fengi ekki að koma nálægt hundi hennar. Heard fór fram á nálgunarbannið fimm dögum eftir að hafa farið fram á skilnað við Depp. Telegraph hefur eftir lögmanni Depp, Laura Wasser, að Depp sé í Portúgal þessa stundin þar sem hann kemur fram á tónleikum með hljómsveit sinni Hollywood Vampires. Wasser sagði í greinargerð sem lögð var fyrir dóminn í dag að Depp myndi ekki koma nálægt Heard. Sagði Wasser að þessi nálgunarbannsbeiðni Heard, ásamt beiðni um fjárhagsaðstoð frá Depp, virtist vera viðbragð Heard við neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun sem leikkonan hefur fengið eftir að hafa sótt um skilnað frá Depp. Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira
Dómari hefur samþykkt beiðni leikkonunnar Amber Heard um nálgunarbann á eiginmann hennar Johnny Depp. Má Depp ekki koma nálægt henni eða hafa samband við hana fram að 17. júní þegar mál hennar gegn leikaranum verður tekið fyrir en hún hefur sakað hann um ráðist á hana. Á vef Telegraph er vitnað í greinargerð frá Heard hún lagði fram á sama tíma og hún fór fram á nálgunarbann gegn leikaranum. Þar segir hún Depp hafa kastað farsíma í andlit hennar síðastliðinn laugardag. Hún lagði einnig fram ljósmynd af áverkum á andliti sínu. Hún segir leikarann hafa rifið í hár hennar, öskrað á hana og lamið hana ítrekað, ásamt því að grípa um andlit hennar. Þegar hún mætti í dómshúsið í Los Angeles í dag tóku fjölmiðlamenn eftir því að hún var marin á hægri kinn fyrir neðan auga. Lögreglan í Los Angeles var kölluð að heimili Depp og Heard á laugardag en sá sem hafði samband við lögreglu bað lögreglumennina um að gera ekki skýrslu um málið. Lögregluembættið í Los Angeles sagði lögreglumennina hafa metið málið svo að enginn glæpur hefði verið framinn. Heard segir Depp hafa verið undir áhrifum lyfja og áfengis þegar hann veittist að henni. „Ég lifi í þeim ótta að Johnny snúi aftur óboðinn til að hrella mig, líkamlega og andlega,“ segir Heard. Dómarinn varð ekki við beiðni Heard þess efnis að Depp þyrfti að undirgangast reiðistjórnunarnámskeið og þá vildi hann ekki verða við beiðni hennar um að Depp fengi ekki að koma nálægt hundi hennar. Heard fór fram á nálgunarbannið fimm dögum eftir að hafa farið fram á skilnað við Depp. Telegraph hefur eftir lögmanni Depp, Laura Wasser, að Depp sé í Portúgal þessa stundin þar sem hann kemur fram á tónleikum með hljómsveit sinni Hollywood Vampires. Wasser sagði í greinargerð sem lögð var fyrir dóminn í dag að Depp myndi ekki koma nálægt Heard. Sagði Wasser að þessi nálgunarbannsbeiðni Heard, ásamt beiðni um fjárhagsaðstoð frá Depp, virtist vera viðbragð Heard við neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun sem leikkonan hefur fengið eftir að hafa sótt um skilnað frá Depp.
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira