Tvöfaldur íslenskur sigur í undankeppni heimsleikana í krossfit | Fjögur fóru áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2016 14:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Vísir/Daníel Íslensku keppendurnir stóðu sig frábærlega í undankeppni Evrópu fyrir heimsleikana í krossfit sem fara fram i Bandaríkjunum í sumar. Undankeppnin fór fram um helgina í Madríd á Spáni og stóð Íslendingur uppi sem sigurvegari í bæði karla- og kvennaflokki. Enginn stóð sig betur en þau Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sem sýndu að þau eru í frábæru formi og klár í að gera enn betur á heimsleikunum en í fyrra þegar þau komust bæði á pall, Ragnheiður Sara varð þá önnur en Björgvin Karl þriðji.Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fagnaði sigri í kvennaflokknum eftir harða baráttu við löndu sína Annie Mist Þórisdóttur. Ragnheiður Sara fékk á endanum 650 stig eða aðeins 10 stigum meira en Annie Mist. Þuríður Erla Helgadóttir varð síðan í fimmta sæti með 551 stig og var næstum því hundrað stigum á undan þeirri í sjötta sæti. Fimm efstu tryggðu sér allar sæti á Heimsleikunum í Kaliforníu sem fara fram seinna í sumar. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í fyrra eftir mikla baráttu við Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur en Annie Mist hefur unnið þá tvisvar sinnum og er sú eina sem hefur afrekað það. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vann tvær af greinunum sjö, varð í öðru sæti í tveimur greinum og síðan í þriðja sætinu í tveimur síðustu. Sara vann inn á topp þrjú í sex af sjö greinum. Annie Mist Þórisdóttir vann eina grein, varð í öðru sæti í þremur greinum og í þriðja sæti í tveimur greinum. Þær tvær voru meðal efstu þriggja í sex af sjö greinum keppninnar sem er mögnuð staðreynd. Þuríður Erla Helgadóttir vann síðan eina grein sem þýðir að íslensku stelpurnar unnu fjórar af sjö greinum mótsins þar af voru þær í efstu tveimur sætunum í fyrstu þremur greinunum. Kristin Holte sem varð í þriðja sæti í heildarstigakeppninni vann eina grein og Samantha Briggs, sem varð fjórða, vann tvær greinar.Björgvin Karl Guðmundsson vann sannfærandi sigur í karlaflokki en hann fékk 528 stig eða 73 stigum meira en næsti maður. Sigurður Hafsteinn Jónsson varð í 11. sæti með 326 stig. Björgvin Karl gaf tóninn með því að vinna fyrstu tvær greinarnar en hann varð síðan í öðru sæti í tveimur greinum og í þriðja sæti í einni grein.Five women have qualified for the Games:1. Sara Sigmundsdottir2. Annie Thorisdottir3. Kristin Holte4. Sam Briggs5. Thuridur Helgadottir— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Five men have qualified for the Games:1. Bjorgvin Gudmundsson2. Lukas Esslinger3. Jonne Koski4. Adrian Mundwiler5. Lukas Högberg— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Congratulations all around for the final finishers #CrossFitGames https://t.co/2iDgjSWp0O— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Rory interviewing the winner of the Meridian Regional. #CrossFitGames pic.twitter.com/qnA11ssfdn— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Sam, Sara and Annie all cross the line within moments in the final event #CrossFitGames https://t.co/V0mzphr3QM— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Former Games Champion Annie Thorisdottir, 2nd place at Meridian Regional, only 10 points behind Sara. #CrossFitGames pic.twitter.com/L8zIOUxDAg— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Íslensku keppendurnir stóðu sig frábærlega í undankeppni Evrópu fyrir heimsleikana í krossfit sem fara fram i Bandaríkjunum í sumar. Undankeppnin fór fram um helgina í Madríd á Spáni og stóð Íslendingur uppi sem sigurvegari í bæði karla- og kvennaflokki. Enginn stóð sig betur en þau Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sem sýndu að þau eru í frábæru formi og klár í að gera enn betur á heimsleikunum en í fyrra þegar þau komust bæði á pall, Ragnheiður Sara varð þá önnur en Björgvin Karl þriðji.Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fagnaði sigri í kvennaflokknum eftir harða baráttu við löndu sína Annie Mist Þórisdóttur. Ragnheiður Sara fékk á endanum 650 stig eða aðeins 10 stigum meira en Annie Mist. Þuríður Erla Helgadóttir varð síðan í fimmta sæti með 551 stig og var næstum því hundrað stigum á undan þeirri í sjötta sæti. Fimm efstu tryggðu sér allar sæti á Heimsleikunum í Kaliforníu sem fara fram seinna í sumar. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í fyrra eftir mikla baráttu við Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur en Annie Mist hefur unnið þá tvisvar sinnum og er sú eina sem hefur afrekað það. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vann tvær af greinunum sjö, varð í öðru sæti í tveimur greinum og síðan í þriðja sætinu í tveimur síðustu. Sara vann inn á topp þrjú í sex af sjö greinum. Annie Mist Þórisdóttir vann eina grein, varð í öðru sæti í þremur greinum og í þriðja sæti í tveimur greinum. Þær tvær voru meðal efstu þriggja í sex af sjö greinum keppninnar sem er mögnuð staðreynd. Þuríður Erla Helgadóttir vann síðan eina grein sem þýðir að íslensku stelpurnar unnu fjórar af sjö greinum mótsins þar af voru þær í efstu tveimur sætunum í fyrstu þremur greinunum. Kristin Holte sem varð í þriðja sæti í heildarstigakeppninni vann eina grein og Samantha Briggs, sem varð fjórða, vann tvær greinar.Björgvin Karl Guðmundsson vann sannfærandi sigur í karlaflokki en hann fékk 528 stig eða 73 stigum meira en næsti maður. Sigurður Hafsteinn Jónsson varð í 11. sæti með 326 stig. Björgvin Karl gaf tóninn með því að vinna fyrstu tvær greinarnar en hann varð síðan í öðru sæti í tveimur greinum og í þriðja sæti í einni grein.Five women have qualified for the Games:1. Sara Sigmundsdottir2. Annie Thorisdottir3. Kristin Holte4. Sam Briggs5. Thuridur Helgadottir— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Five men have qualified for the Games:1. Bjorgvin Gudmundsson2. Lukas Esslinger3. Jonne Koski4. Adrian Mundwiler5. Lukas Högberg— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Congratulations all around for the final finishers #CrossFitGames https://t.co/2iDgjSWp0O— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Rory interviewing the winner of the Meridian Regional. #CrossFitGames pic.twitter.com/qnA11ssfdn— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Sam, Sara and Annie all cross the line within moments in the final event #CrossFitGames https://t.co/V0mzphr3QM— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016 Former Games Champion Annie Thorisdottir, 2nd place at Meridian Regional, only 10 points behind Sara. #CrossFitGames pic.twitter.com/L8zIOUxDAg— Meridian Regional (@CFGMeridian) May 29, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira