Breytt greiðslufyrirkomulag fyrir þjónustu á hjúkrunarheimilum Eygló Harðardóttir skrifar 11. maí 2016 07:00 Greiðsluþátttaka íbúa í dvalar- og hjúkrunarrýmum á hjúkrunarheimilum hefur lengi verið gagnrýnd og þess krafist að sjálfræði aldraðra yrði virt og hið svokallaða vasapeningakerfi afnumið. Núgildandi greiðslufyrirkomulag byggist á greiðslu daggjalda til hjúkrunarheimila úr ríkissjóði. Jafnframt greiða einstaklingar sem eru með tekjur yfir 82 þúsund krónum á mánuði eftir skatt, allt að 380 þúsund krónur á mánuði til heimilisins. Lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar til íbúa á hjúkrunarheimilum falla jafnframt niður en þeir fá í dag lágmarksgreiðslur, eða svokallaða „vasapeninga“ sem eru tæplega 60 þúsund krónur á mánuði. Rætt hefur verið um að breyta kerfinu þannig að íbúar á hjúkrunarheimilum greiði milliliðalaust fyrir almenna þjónustu, þ.e. fyrir mat, þrif, þvott, tómstundastarf og húsaleigu. Um heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. lyf og aðra umönnun myndu gilda almennar reglur. Er þetta í samræmi við fyrirkomulag sem tíðkast t.d. í Danmörku. Húsaleiga tæki mið af stærð og gæðum húsnæðisins en einnig af tekju- og eignastöðu einstaklinganna. Fólk ætti jafnframt rétt á húsnæðisbótum. Á fjárlögum 2016 er gert ráð fyrir 27,9 milljörðum króna í rekstur hjúkrunarheimila. Áætlað er að greiðslur vistmanna nemi 1,3 milljörðum króna. Þar fyrir utan er kostnaður vegna byggingar nýrra heimila en í nýrri ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir 4,7 milljörðum króna framlagi úr ríkissjóði og Framkvæmdasjóði aldraðra til þriggja nýrra hjúkrunarheimila á næstu fimm árum. Verkefnið er stórt og mikilvægt. Virða verður sjálfræði aldraðra og gæta jafnræðis á milli þeirra sem búa heima og þeirra sem fara á hjúkrunarheimili. Jafnframt þarf að fara vel yfir kosti og galla núverandi fyrirkomulags og hugmynda um breytt kerfi. Því hef ég, að höfðu samráði við heilbrigðisráðherra, skipað starfshóp til að gera nánari tillögur um breytt greiðslufyrirkomulag. Komið verði á sérstöku tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri hjúkrunarheimili. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá Landssambandi eldri borgara, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands og fulltrúum ráðuneytisins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eygló Harðardóttir Mest lesið Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Greiðsluþátttaka íbúa í dvalar- og hjúkrunarrýmum á hjúkrunarheimilum hefur lengi verið gagnrýnd og þess krafist að sjálfræði aldraðra yrði virt og hið svokallaða vasapeningakerfi afnumið. Núgildandi greiðslufyrirkomulag byggist á greiðslu daggjalda til hjúkrunarheimila úr ríkissjóði. Jafnframt greiða einstaklingar sem eru með tekjur yfir 82 þúsund krónum á mánuði eftir skatt, allt að 380 þúsund krónur á mánuði til heimilisins. Lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar til íbúa á hjúkrunarheimilum falla jafnframt niður en þeir fá í dag lágmarksgreiðslur, eða svokallaða „vasapeninga“ sem eru tæplega 60 þúsund krónur á mánuði. Rætt hefur verið um að breyta kerfinu þannig að íbúar á hjúkrunarheimilum greiði milliliðalaust fyrir almenna þjónustu, þ.e. fyrir mat, þrif, þvott, tómstundastarf og húsaleigu. Um heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. lyf og aðra umönnun myndu gilda almennar reglur. Er þetta í samræmi við fyrirkomulag sem tíðkast t.d. í Danmörku. Húsaleiga tæki mið af stærð og gæðum húsnæðisins en einnig af tekju- og eignastöðu einstaklinganna. Fólk ætti jafnframt rétt á húsnæðisbótum. Á fjárlögum 2016 er gert ráð fyrir 27,9 milljörðum króna í rekstur hjúkrunarheimila. Áætlað er að greiðslur vistmanna nemi 1,3 milljörðum króna. Þar fyrir utan er kostnaður vegna byggingar nýrra heimila en í nýrri ríkisfjármálaáætlun er gert ráð fyrir 4,7 milljörðum króna framlagi úr ríkissjóði og Framkvæmdasjóði aldraðra til þriggja nýrra hjúkrunarheimila á næstu fimm árum. Verkefnið er stórt og mikilvægt. Virða verður sjálfræði aldraðra og gæta jafnræðis á milli þeirra sem búa heima og þeirra sem fara á hjúkrunarheimili. Jafnframt þarf að fara vel yfir kosti og galla núverandi fyrirkomulags og hugmynda um breytt kerfi. Því hef ég, að höfðu samráði við heilbrigðisráðherra, skipað starfshóp til að gera nánari tillögur um breytt greiðslufyrirkomulag. Komið verði á sérstöku tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri hjúkrunarheimili. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá Landssambandi eldri borgara, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands og fulltrúum ráðuneytisins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun