Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. maí 2016 05:00 Það kom mörgum á óvart þegar Davíð Oddsson tilkynnti um forsetaframboð sitt í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni á sunnudaginn. Hann og Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi hittust við það tilefni. Fréttablaðið/Ernir Nærri sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka, eða 69 prósent, myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudagskvöld. Davíð Oddsson, sem kemst næst Guðna í fylgi, nýtur stuðnings 13,7 prósent þeirra sem afstöðu taka en Andri Snær Magnason er á hæla Davíðs með 10,7 prósent fylgi. Á mánudagsmorgun tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að hann hefði endurskoðað ákvörðun sína. Núna hyggst hann ekki bjóða sig fram aftur í kosningunum 25. júní. Ákvörðunina tók hann eftir að Fréttablaðið birti könnun á fimmtudaginn í síðustu viku sem sýndi að 38 prósent studdu Guðna en 45 prósent Ólaf Ragnar. Um helgina tók svo Davíð Oddsson þá ákvörðun að bjóða sig fram.„Þessi niðurstaða mín er studd þeirri fullvissu að þjóðin getur nú farsællega valið sér nýjan forseta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu sinni. Engu að síður segjast 3,2 prósent þeirra sem afstöðu taka að þeir myndu kjósa Ólaf Ragnar. Einungis eitt prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Höllu Tómasdóttur, en hún nýtur mest stuðnings allra kvenna. Stuðningur við efstu þrjá frambjóðendur er ólíkur milli kynja og aldurshópa. Guðni nýtur ívið meiri stuðnings meðal kvenna en karla eða 72,2 prósent á móti 65,7 prósentum. Það á einnig við um Andra Snæ sem nýtur stuðnings 13,1 prósent kvenna en 8,3 prósent karla. Davíð Oddsson nýtur hins vegar talsvert meiri stuðnings karla en kvenna, eða 18,8 prósent á móti 8,6 prósentum. Fylgi við Guðna er nokkuð jafnt skipt milli þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára og þeirra sem eru 50 ára og eldri. Aftur á móti er fylgi Andra Snæs talsvert meira á meðal þeirra sem eru 18-49 ára en þeirra sem eru 50 ára og eldri, eða 13,8 prósent á móti 6,6 prósentum. Davíð Oddsson nýtur hins vegar meira fylgis meðal þeirra sem eru 50 ára og eldri en þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára, eða 17,2 prósentum á móti 11 prósentum. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Nærri sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka, eða 69 prósent, myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudagskvöld. Davíð Oddsson, sem kemst næst Guðna í fylgi, nýtur stuðnings 13,7 prósent þeirra sem afstöðu taka en Andri Snær Magnason er á hæla Davíðs með 10,7 prósent fylgi. Á mánudagsmorgun tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að hann hefði endurskoðað ákvörðun sína. Núna hyggst hann ekki bjóða sig fram aftur í kosningunum 25. júní. Ákvörðunina tók hann eftir að Fréttablaðið birti könnun á fimmtudaginn í síðustu viku sem sýndi að 38 prósent studdu Guðna en 45 prósent Ólaf Ragnar. Um helgina tók svo Davíð Oddsson þá ákvörðun að bjóða sig fram.„Þessi niðurstaða mín er studd þeirri fullvissu að þjóðin getur nú farsællega valið sér nýjan forseta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu sinni. Engu að síður segjast 3,2 prósent þeirra sem afstöðu taka að þeir myndu kjósa Ólaf Ragnar. Einungis eitt prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Höllu Tómasdóttur, en hún nýtur mest stuðnings allra kvenna. Stuðningur við efstu þrjá frambjóðendur er ólíkur milli kynja og aldurshópa. Guðni nýtur ívið meiri stuðnings meðal kvenna en karla eða 72,2 prósent á móti 65,7 prósentum. Það á einnig við um Andra Snæ sem nýtur stuðnings 13,1 prósent kvenna en 8,3 prósent karla. Davíð Oddsson nýtur hins vegar talsvert meiri stuðnings karla en kvenna, eða 18,8 prósent á móti 8,6 prósentum. Fylgi við Guðna er nokkuð jafnt skipt milli þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára og þeirra sem eru 50 ára og eldri. Aftur á móti er fylgi Andra Snæs talsvert meira á meðal þeirra sem eru 18-49 ára en þeirra sem eru 50 ára og eldri, eða 13,8 prósent á móti 6,6 prósentum. Davíð Oddsson nýtur hins vegar meira fylgis meðal þeirra sem eru 50 ára og eldri en þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára, eða 17,2 prósentum á móti 11 prósentum.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira