"Ég er ofsaglöð, þetta er frábært!“ Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2016 19:00 Iðnaðaruppbygging í Helguvík er í uppnámi eftir að Hæstiréttur felldi í dag úr gildi eignarnámsheimild á fimm jörðum á Reykjanesi vegna lagningar háspennulínu. Deilurnar um hvort leggja eigi nýja háspennulínu til Suðurnesja sem loftlínu hafa staðið yfir árum saman en Landsnet hafði fengið heimild iðnaðarráðherra til að taka jarðirnar eignarnámi í því skyni. Í dag höfðu landeigendur sigur í Hæstarétti sem með þremur atkvæðum gegn tveimur ógilti eignarnámið á þeirri forsendu að Landsnet hefði við undirbúning ekki kannað nægilega vel þann valkost að leggja fremur jarðstreng. Tveir dómaranna vildu staðfesta þá niðurstöðu Héraðsdóms að heimila eignarnámið. Ljóst er að dómur Hæstaréttar er áfall fyrir Landsnet og gæti haft víðtækar afleiðingar. Þannig var nýrri háspennulínu meðal annars ætlað að mæta raforkuflutningi vegna nýrra iðnfyrirtækja í Helguvík en þar er eitt kísilver í smíðum og búið að semja um annað. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, vildi ekki veita viðtal um málið nú síðdegis, - sagði að menn þyrftu meiri tíma til að átta sig á hvaða áhrif dómurinn hefði. Í yfirlýsingu segir Landsnet að niðurstaða Hæstaréttar muni óhjákvæmilega valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Landsnet kveðst vona að þær verði ekki langvarandi og leitast verði við að lágmarka það tjón sem af þeim kunni að hljótast. Geirlaug Þorvaldsdóttir, einn landeigenda, sagði hins vegar þegar Stöð 2 færði henni tíðindin skömmu fyrir fréttaútsendingu í kvöld: „Ég er ofsaglöð. Þetta er frábært!" Geirlaug Þorvaldsdóttir, einn af eigendum jarðanna Stóru Vatnsleysu og Minni Vatnsleysu. Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. 4. júní 2014 13:23 Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Iðnaðaruppbygging í Helguvík er í uppnámi eftir að Hæstiréttur felldi í dag úr gildi eignarnámsheimild á fimm jörðum á Reykjanesi vegna lagningar háspennulínu. Deilurnar um hvort leggja eigi nýja háspennulínu til Suðurnesja sem loftlínu hafa staðið yfir árum saman en Landsnet hafði fengið heimild iðnaðarráðherra til að taka jarðirnar eignarnámi í því skyni. Í dag höfðu landeigendur sigur í Hæstarétti sem með þremur atkvæðum gegn tveimur ógilti eignarnámið á þeirri forsendu að Landsnet hefði við undirbúning ekki kannað nægilega vel þann valkost að leggja fremur jarðstreng. Tveir dómaranna vildu staðfesta þá niðurstöðu Héraðsdóms að heimila eignarnámið. Ljóst er að dómur Hæstaréttar er áfall fyrir Landsnet og gæti haft víðtækar afleiðingar. Þannig var nýrri háspennulínu meðal annars ætlað að mæta raforkuflutningi vegna nýrra iðnfyrirtækja í Helguvík en þar er eitt kísilver í smíðum og búið að semja um annað. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, vildi ekki veita viðtal um málið nú síðdegis, - sagði að menn þyrftu meiri tíma til að átta sig á hvaða áhrif dómurinn hefði. Í yfirlýsingu segir Landsnet að niðurstaða Hæstaréttar muni óhjákvæmilega valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja. Landsnet kveðst vona að þær verði ekki langvarandi og leitast verði við að lágmarka það tjón sem af þeim kunni að hljótast. Geirlaug Þorvaldsdóttir, einn landeigenda, sagði hins vegar þegar Stöð 2 færði henni tíðindin skömmu fyrir fréttaútsendingu í kvöld: „Ég er ofsaglöð. Þetta er frábært!" Geirlaug Þorvaldsdóttir, einn af eigendum jarðanna Stóru Vatnsleysu og Minni Vatnsleysu.
Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. 4. júní 2014 13:23 Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00
Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. 4. júní 2014 13:23
Landsnet mun taka jarðir á Suðurnesjum eignarnámi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur heimilað eignarnámið til að leggja nýjar raflínur á Suðurnesjum. 26. febrúar 2014 17:24
Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04