Fyrrverandi borgarstjóri leikur borgarstjórann Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. maí 2016 09:00 Jón Gnarr er á fullu að undirbúa nýjustu afurð sína, sjónvarpsþáttinn Borgarstjórann. Vísir/Stefán Það nýjasta úr smiðju Jóns Gnarr er sjónvarpsþátturinn Borgarstjórinn sem nú er í undirbúningi og mun fara í tökur síðar í mánuðinum. Að þættinum koma margir af fremstu gamanleikurum þjóðarinnar og má búast við að þarna verði tekið á heimi pólitíkur af mikilli þekkingu og með beittum húmor enda kemur þessi þáttaröð frá fyrrverandi borgarstjóra sem hefur auðvitað verið í innsta kjarna í ráðhúsi Reykjavíkur og þekkir þar líklega hvern krók og kima. Líklega má fullyrða að í heiminum hafi grínisti sjaldan verið í þessari stöðu við skrif á þáttaröð sem þessa. „Ég vann þarna í fjögur ár og þekki þetta alveg þannig. Þetta er „inspired by a true story“. Við erum í undirbúningi, núna eru æfingar og það er verið að leita að tökustöðum. Við áætlum að fara í tökur seinna í mánuðinum. Þetta er 10 þátta sjónvarpssería sem fjallar um mann sem er borgarstjóri í Reykjavík og aðstoðarmann hans. Þetta eru svona kallar, kallarnir okkar kallar. Borgarstjórinn er nútímalegur stjórnmálamaður – hann er borgarstjóri í Reykjavík en býr í Garðabæ og er með lögheimili í Skagafirði. Þetta fjallar um dagleg ævintýri hans og aðstoðarmanns hans og hvernig þeir redda hlutum fyrir horn,“ segir Jón Gnarr spurður út í hvernig þættir Borgarstjórinn verði. Verður þarna að finna persónur sem eru teknar beint úr borgarstjórninni eins og hún var þegar þú varst borgarstjórinn – munu áhorfendur geta sett nöfn við ákveðnar persónur? „Ég myndi nú ekki segja það en það má segja að þær séu innblásnar sumar. En það sem er kannski athyglisvert við seríuna er að það eru engir stjórnmálaflokkar nefndir. Þetta er bara meirihlutinn og minnihlutinn í Reykjavík. Það sem er líka kannski svo mikilvægt við þessa seríu er að þetta er fyrsta íslenska sjónvarpsserían sem veitir innsýn í stjórnkerfið sem við búum við – hvernig stjórnkerfið virkar og hvernig ákvarðanir eru teknar og hvar þær eru teknar.“ „Pétur Jóhann leikur aðstoðarmanninn og ég leik borgarstjórann. Helga Braga Jónsdóttir leikur oddvita minnihlutans. Þorsteinn Guðmundsson er í stóru hlutverki sem formaður borgarráðs, Benedikt Erlingsson mun leika innanríkisráðherra, það er valinn maður í hverju rúmi,“ segir Jón aðspurður hverjir séu þarna í aðalhlutverkum og hvaða karaktera hver mun leika. Eins og áður sagði munu tökur á þáttunum hefjast núna síðar í mánuðinum og fyrsti þáttur verður svo sýndur í haust. Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Það nýjasta úr smiðju Jóns Gnarr er sjónvarpsþátturinn Borgarstjórinn sem nú er í undirbúningi og mun fara í tökur síðar í mánuðinum. Að þættinum koma margir af fremstu gamanleikurum þjóðarinnar og má búast við að þarna verði tekið á heimi pólitíkur af mikilli þekkingu og með beittum húmor enda kemur þessi þáttaröð frá fyrrverandi borgarstjóra sem hefur auðvitað verið í innsta kjarna í ráðhúsi Reykjavíkur og þekkir þar líklega hvern krók og kima. Líklega má fullyrða að í heiminum hafi grínisti sjaldan verið í þessari stöðu við skrif á þáttaröð sem þessa. „Ég vann þarna í fjögur ár og þekki þetta alveg þannig. Þetta er „inspired by a true story“. Við erum í undirbúningi, núna eru æfingar og það er verið að leita að tökustöðum. Við áætlum að fara í tökur seinna í mánuðinum. Þetta er 10 þátta sjónvarpssería sem fjallar um mann sem er borgarstjóri í Reykjavík og aðstoðarmann hans. Þetta eru svona kallar, kallarnir okkar kallar. Borgarstjórinn er nútímalegur stjórnmálamaður – hann er borgarstjóri í Reykjavík en býr í Garðabæ og er með lögheimili í Skagafirði. Þetta fjallar um dagleg ævintýri hans og aðstoðarmanns hans og hvernig þeir redda hlutum fyrir horn,“ segir Jón Gnarr spurður út í hvernig þættir Borgarstjórinn verði. Verður þarna að finna persónur sem eru teknar beint úr borgarstjórninni eins og hún var þegar þú varst borgarstjórinn – munu áhorfendur geta sett nöfn við ákveðnar persónur? „Ég myndi nú ekki segja það en það má segja að þær séu innblásnar sumar. En það sem er kannski athyglisvert við seríuna er að það eru engir stjórnmálaflokkar nefndir. Þetta er bara meirihlutinn og minnihlutinn í Reykjavík. Það sem er líka kannski svo mikilvægt við þessa seríu er að þetta er fyrsta íslenska sjónvarpsserían sem veitir innsýn í stjórnkerfið sem við búum við – hvernig stjórnkerfið virkar og hvernig ákvarðanir eru teknar og hvar þær eru teknar.“ „Pétur Jóhann leikur aðstoðarmanninn og ég leik borgarstjórann. Helga Braga Jónsdóttir leikur oddvita minnihlutans. Þorsteinn Guðmundsson er í stóru hlutverki sem formaður borgarráðs, Benedikt Erlingsson mun leika innanríkisráðherra, það er valinn maður í hverju rúmi,“ segir Jón aðspurður hverjir séu þarna í aðalhlutverkum og hvaða karaktera hver mun leika. Eins og áður sagði munu tökur á þáttunum hefjast núna síðar í mánuðinum og fyrsti þáttur verður svo sýndur í haust.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp