Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. maí 2016 18:02 Guðni Th Jóhannesson mælist með mest fylgi þegar rúmlega mánuður er í kosningar. Vísir Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur mælist enn með mest fylgi frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu er hann með 67,2 prósent fylgi. Könnunin var tekin 10. – 13. maí síðastliðinn. Í könnuninni mælist Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og mbl.is og fyrrverandi forsætisráðherra, með 14,8 prósent fylgi, Andri Snær Magnason með 12,1 prósent, Halla Tómasdóttir með 2,9 prósent en aðrir með minna. Þessar niðurstöður eru í samræmi við könnun Fréttablaðsins sem birtist fyrr í vikunni. Í umfjöllun Maskínu kemur fram að tvöfalt fleiri karlar en konur styðji Davíð Oddson en að Guðni Th eigi meira fylgi á meðal kvenna. Andri Snær sækir mest fylgi til yngstu kjósendanna en Davíð á mest fylgi á meðal þeirra sem eru 55 ára og eldri. „Það kemur ekki á óvart að Davíð á mest fylgi meðal Sjálfstæðismanna en minnst meðal stjórnarandstöðuflokkanna. Guðni hefur fylgi meðal meirihluta kjósenda allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins (þó hartnær 40% þeirra) en Andri Snær hefur mest fylgi meðal kjósenda Vinstri grænna,“ segir í frétt Maskínu. Maskína athugaði sérstaklega hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, hefði haft áhrif á fylgi frambjóðenda. „Til þess að meta hvaða fylgi Davíð Oddsson dró til sín við það að bjóða sig fram spurði Maskína: Ef Davíð Oddsson hefði ekki boðið sig fram og Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki dregið sig til baka, hefðir þú þá kosið Guðna Th. Jóhannesson, Ólaf Ragnar Grímsson eða einhvern annan?“ Í ljós kom að Davíð Oddsson fengi næstum helming, nánar tiltekið 48,9 prósent, af fylgi Ólafs Ragnars en nánast ekkert af fylgi Guðna Th eða aðeins 4 prósent. Ríflega þriðjungur fylgis Ólafs Ragnars félli til Guðna Th eða 34,7 prósent. Svarendur voru 824 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu. Tengdar fréttir Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12 „Maður er snortinn yfir þessum stuðningi“ Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir að skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag og sýnir hann með 70 prósent fylgi lofi góðu. 11. maí 2016 08:48 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur mælist enn með mest fylgi frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu er hann með 67,2 prósent fylgi. Könnunin var tekin 10. – 13. maí síðastliðinn. Í könnuninni mælist Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og mbl.is og fyrrverandi forsætisráðherra, með 14,8 prósent fylgi, Andri Snær Magnason með 12,1 prósent, Halla Tómasdóttir með 2,9 prósent en aðrir með minna. Þessar niðurstöður eru í samræmi við könnun Fréttablaðsins sem birtist fyrr í vikunni. Í umfjöllun Maskínu kemur fram að tvöfalt fleiri karlar en konur styðji Davíð Oddson en að Guðni Th eigi meira fylgi á meðal kvenna. Andri Snær sækir mest fylgi til yngstu kjósendanna en Davíð á mest fylgi á meðal þeirra sem eru 55 ára og eldri. „Það kemur ekki á óvart að Davíð á mest fylgi meðal Sjálfstæðismanna en minnst meðal stjórnarandstöðuflokkanna. Guðni hefur fylgi meðal meirihluta kjósenda allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins (þó hartnær 40% þeirra) en Andri Snær hefur mest fylgi meðal kjósenda Vinstri grænna,“ segir í frétt Maskínu. Maskína athugaði sérstaklega hvernig ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, hefði haft áhrif á fylgi frambjóðenda. „Til þess að meta hvaða fylgi Davíð Oddsson dró til sín við það að bjóða sig fram spurði Maskína: Ef Davíð Oddsson hefði ekki boðið sig fram og Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki dregið sig til baka, hefðir þú þá kosið Guðna Th. Jóhannesson, Ólaf Ragnar Grímsson eða einhvern annan?“ Í ljós kom að Davíð Oddsson fengi næstum helming, nánar tiltekið 48,9 prósent, af fylgi Ólafs Ragnars en nánast ekkert af fylgi Guðna Th eða aðeins 4 prósent. Ríflega þriðjungur fylgis Ólafs Ragnars félli til Guðna Th eða 34,7 prósent. Svarendur voru 824 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu.
Tengdar fréttir Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12 „Maður er snortinn yfir þessum stuðningi“ Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir að skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag og sýnir hann með 70 prósent fylgi lofi góðu. 11. maí 2016 08:48 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12
„Maður er snortinn yfir þessum stuðningi“ Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, segir að skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag og sýnir hann með 70 prósent fylgi lofi góðu. 11. maí 2016 08:48