Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Bjarki Ármannsson skrifar 15. maí 2016 13:45 Dómur sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra nýverið yfir manni sem reyndi að neyða fimmtán ára dreng til kynmaka í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat markar tímamót að mati varahéraðssaksóknara. Hún telur að fleiri slík mál eigi eftir að koma fram í dagsljósið. Brot mannsins fólst í því að villa á sér heimildir á samskiptamiðlinum Snapchat og hefja samskipti við fimmtán ára dreng. Hann fékk drenginn til að senda sér kynferðisleg myndbönd og hótaði honum síðar að hann myndi gera myndirnar aðgengilegar á netinu ef hann hefði ekki kynmök við ákveðinn mann. Sá aðili reyndist vera hann sjálfur. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir að sér vitandi sé þetta í fyrsta sinn sem það reyni á tilraunaákvæði í tengslum við nauðgun með þessum hætti. „Þarna var látið reyna á það hvort það teldist tilraun til nauðgunar að setja sig í samband við þennan dreng og nota þetta efni til að reyna að þvinga fram kynmök,“ segir Kolbrún. „Þá var byggt á því að í því að hóta því að birta þetta viðkvæma efni fælist svokölluð ólögmæt nauðung. Það er ein af verknaðaraðferðunum í nauðgunarákvæðinu. Héraðsdómur féllst á þessi rök og ég veit ekki til þess að það hafi reynt á þetta með sambærilegum hætti áður.“ Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi en þar af eru tólf mánuðir skilorðsbundnir. Kolbrún segir það ekkert verra ef dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Verði hann staðfestur þar hafi hann töluvert meira fordæmisgildi. „Ég hef nú fengið upplýsingar um að það séu fleiri svipuð mál sem hafa ratað til lögreglu þar sem einhver hefur undir höndum viðkvæmt kynferðislegt efni og það hefur verið reynt að fá fram kynferðismök gegn því að það verði ekki sett á netið,“ segir Kolbrún. „Og ég held að við getum alveg gefið okkur það að það séu fleiri mál þó þau hafi ekki öll ratað til lögreglu, því ég held að það sé mjög erfitt að fara til lögreglu með svona mál. Ég hugsa að við eigum eftir að sjá einhverja aukningu í þessum málum.“ Tengdar fréttir Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Dómur sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra nýverið yfir manni sem reyndi að neyða fimmtán ára dreng til kynmaka í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat markar tímamót að mati varahéraðssaksóknara. Hún telur að fleiri slík mál eigi eftir að koma fram í dagsljósið. Brot mannsins fólst í því að villa á sér heimildir á samskiptamiðlinum Snapchat og hefja samskipti við fimmtán ára dreng. Hann fékk drenginn til að senda sér kynferðisleg myndbönd og hótaði honum síðar að hann myndi gera myndirnar aðgengilegar á netinu ef hann hefði ekki kynmök við ákveðinn mann. Sá aðili reyndist vera hann sjálfur. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir að sér vitandi sé þetta í fyrsta sinn sem það reyni á tilraunaákvæði í tengslum við nauðgun með þessum hætti. „Þarna var látið reyna á það hvort það teldist tilraun til nauðgunar að setja sig í samband við þennan dreng og nota þetta efni til að reyna að þvinga fram kynmök,“ segir Kolbrún. „Þá var byggt á því að í því að hóta því að birta þetta viðkvæma efni fælist svokölluð ólögmæt nauðung. Það er ein af verknaðaraðferðunum í nauðgunarákvæðinu. Héraðsdómur féllst á þessi rök og ég veit ekki til þess að það hafi reynt á þetta með sambærilegum hætti áður.“ Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi en þar af eru tólf mánuðir skilorðsbundnir. Kolbrún segir það ekkert verra ef dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Verði hann staðfestur þar hafi hann töluvert meira fordæmisgildi. „Ég hef nú fengið upplýsingar um að það séu fleiri svipuð mál sem hafa ratað til lögreglu þar sem einhver hefur undir höndum viðkvæmt kynferðislegt efni og það hefur verið reynt að fá fram kynferðismök gegn því að það verði ekki sett á netið,“ segir Kolbrún. „Og ég held að við getum alveg gefið okkur það að það séu fleiri mál þó þau hafi ekki öll ratað til lögreglu, því ég held að það sé mjög erfitt að fara til lögreglu með svona mál. Ég hugsa að við eigum eftir að sjá einhverja aukningu í þessum málum.“
Tengdar fréttir Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51