Sagðist Davíð fá eftirlaun sem yrðu um fjörutíu prósent af forsetalaunum en þau eru rúmlega 2,1 milljón í dag. Hann fær eftirlaun sem fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri.
Davíð hefur verið að mælast með töluvert lægra fylgi en Guðni Th. Jóhannesson í könnunum um fylgi forsetaframbjóðenda. Í könnun Maskínu sem var birt á föstudag var fylgi Guðna Th. 67,2 prósent en fylgi Davíðs 14,8 prósent. Viðurkenndi Davíð það að á brattann væri að sækja og nýtti hann tækifærið í Eyjunni til að gagnrýna Guðna Th. nokkuð mikið.
Þykja því ýmsum þessi yfirlýsing Davíðs, um að ætla ekki að þiggja laun sem forseti, vera merki um ákveðinn skjálfta í hans herbúðum.
Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti
Á Twitter er mikið rætt um þetta viðtal við Davíð í Eyjunni en þar bendir til að mynda Andrés Ingi á að forseti á laun myndi nema um 5 prósent sparnaði við embættið.
Launalaus forseti er rúmlega 5% sparnaður við embættið. Fín leið fyrir auðmenn í framboði að skora ódýr stig, en breytir litu fyrir ríkið.
— Andrés Ingi (@andresingi) May 15, 2016
Davíð, sem ætlar ekki að þiggja laun sem forseti, ætlar að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa verið afnumin.
— Andres Jonsson (@andresjons) May 15, 2016
Davíð segir að hann þurfi ekki einu sinni laun. Man ekki eftir jafn örvæntingarfullu múvi í kosningabaráttu. Og það er mánuður í kosningar
— Atli Fannar (@atlifannar) May 15, 2016
Nú er ég spenntur. Næsti frambjóðandi býðst örugglega til þess að vera á engum launum, nema orlofi sínu.
— Helgi Seljan (@helgiseljan) May 15, 2016
Verði ég forseti mun ég ekki þiggja nein laun, aldrei fara til útlanda, reka allt starfsfólk embættisins og hefja á ný búskap á Bessastöðum.
— Stígur Helgason (@Stigurh) May 15, 2016
Davíð Oddsson ætlar að selja Bessastaði og flytja í íbúð í Grafarholtinu ef hann nær kjöri.
— Jón Kristinn (@jonkaerr) May 15, 2016
Fyrir viku nennti DO ekki að vera forseti og virkaði áhugalaus oglatur. Nú reynir hann að selja letina sem ráðdeild og sparnað. #forseti
— Ragnar Þór Pétursson (@maurildi) May 15, 2016
Smekklaust skrum hjá DO að ætla ekki að þiggja launin, m.a. vegna þess að slík undirboð gera efnaminna fólki erfiðara að fara fram.
— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 15, 2016