Sjö af hverjum tíu hlynntir upptöku gistináttagjalds Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. maí 2016 11:12 Flestir svarenda eru jákvæðir í garð ferðamanna. vísir/gva Um sjötíu prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru hlynntir upptöku gistináttagjalds. Þetta má lesa úr niðurstöðum könnunar sem unnin var fyrir Höfuðborgarstofu. Þetta er annað árið í röð sem Höfuðborgarstofa lætur kanna viðhorf íbúa Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga til ferðamanna. Af þeim sem svöruðu könnunnini sagðist rúmur þriðjungur vera mjög jákvæður í garð ferðamanna og tæplega helmingur vera fremur jákvæður gagnvart þeim. Um fimm prósent voru neikvæð í garð þeirra. Íbúar í Vesturbænum voru neikvæðastir í garð ferðamanna en þrír af hverjum tíu voru neikvæðir eða hlutlausir í þeirra garð. Rúmlega átta ef hverjum tíu telja að aukinn fjöldi ferðamanna hafi haft jákvæð efnahagsleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu en um það bil sami fjöldi telur að tekjur Reykjavíkurborgar séu ekki nægilegar miðað við þann kostnað sem að gestunum hlýst. Þrír af hverjum fjórum svarendum sögðust aldrei hafa fundið fyrir ónæði af völdum ferðamanna. Átján prósent hafa sjaldan fundið fyrir ónæði en rétt rúm sex prósent hafa stundum, oft eða mjög oft orðið fyrir barðinu á ferðamönnum. Þar skera íbúar miðborgarinnar sig úr en tæplega þrír af hverjum tíu hafa fundið fyrir ónæði. Könnunin var framkvæmd af Maskínu dagana 11.-26. apríl. Tekið var lagskipt 600 manna slembiúrtak úr póstnúmeri 101 og 250 manna slembiúrstak úr öðrum póstnúmerum Reykjavíkur auk nágrannasveitarfélögum. Svarendur voru 1.786 og svarhlutfall um fimmtíu prósent. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Um sjötíu prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru hlynntir upptöku gistináttagjalds. Þetta má lesa úr niðurstöðum könnunar sem unnin var fyrir Höfuðborgarstofu. Þetta er annað árið í röð sem Höfuðborgarstofa lætur kanna viðhorf íbúa Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga til ferðamanna. Af þeim sem svöruðu könnunnini sagðist rúmur þriðjungur vera mjög jákvæður í garð ferðamanna og tæplega helmingur vera fremur jákvæður gagnvart þeim. Um fimm prósent voru neikvæð í garð þeirra. Íbúar í Vesturbænum voru neikvæðastir í garð ferðamanna en þrír af hverjum tíu voru neikvæðir eða hlutlausir í þeirra garð. Rúmlega átta ef hverjum tíu telja að aukinn fjöldi ferðamanna hafi haft jákvæð efnahagsleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu en um það bil sami fjöldi telur að tekjur Reykjavíkurborgar séu ekki nægilegar miðað við þann kostnað sem að gestunum hlýst. Þrír af hverjum fjórum svarendum sögðust aldrei hafa fundið fyrir ónæði af völdum ferðamanna. Átján prósent hafa sjaldan fundið fyrir ónæði en rétt rúm sex prósent hafa stundum, oft eða mjög oft orðið fyrir barðinu á ferðamönnum. Þar skera íbúar miðborgarinnar sig úr en tæplega þrír af hverjum tíu hafa fundið fyrir ónæði. Könnunin var framkvæmd af Maskínu dagana 11.-26. apríl. Tekið var lagskipt 600 manna slembiúrtak úr póstnúmeri 101 og 250 manna slembiúrstak úr öðrum póstnúmerum Reykjavíkur auk nágrannasveitarfélögum. Svarendur voru 1.786 og svarhlutfall um fimmtíu prósent.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira