Körfubolti

Jordan skoraði eina frægustu körfu ferilsins á þessum degi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan fagnar sigurkörfunni á móti Cleveland 17. maí 1989.
Michael Jordan fagnar sigurkörfunni á móti Cleveland 17. maí 1989. Vísir/Getty
Ein af frægari körfum Michael Jordan á hans magnaða NBA-ferli á 23 ára afmæli í dag. 17. maí 1993 skoraði Michael Jordan sigurkörfuna á móti Cleveland Cavaliers í fjórða leik liðanna í 1. umferð Austurdeildarinnar en með því komst Chicago Bulls í undanúrslit Austurdeildarinnar.

Þetta var fyrsta sigurkarfa Jordan í úrslitakeppninni á hans ferli en þær áttu eftir að verða fleiri enda kappinn „bara" 26 ára þegar hann skoraði þessa eftirminnilegu körfu.

Craig Ehlo hafði komið Cleveland Cavaliers í 100-99 þegar þrjár sekúndur voru eftir og Chicago Bulls liðið tók leikhlé.

Michael Jordan fékk boltann úr innkastinu og skoraði ólgleymanlega körfu yfir Craig Ehlo eftir að hafa svifið að því virtist í óvenjulega langan tíma.

„The inbounds pass comes in to Jordan. Here's Michael at the foul line, the shot on Ehlo ...GOOD! Bulls win!," lýsti Jim Durham en lýsingin er ódauðleg eins og skotið hans Jordan.

Þetta fékk nafnið "Skotið" og er eitt frægasta karfan sem Michael Jordan skoraði á sínum ferli í NBA. Jordan endaði leikinn með 44 stig en þetta var sautjánda karfan sem hann skorað í leiknum.

Chicago Bulls sló New York 4-2 út í næstu umferð en tapaði síðan á móti Detroit Piston í úrslitum Austurdeildarinnar.

Michael Jordan vann ekki sinn fyrsta NBA-titil með Chicago Bulls fyrr en tveimur árum síðar en  hann varð alls sex sinnum NBA-meistari með Chicago Bulls.

Hér fyrir neðan má sjá myndband með þessu skoti hans Michael Jordan sem á 23 ára afmæli í dag.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×