Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2016 19:00 „Ég geri mér grein fyrir því að í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi. Hann leiðir í skoðanakönnunum fyrir komandi forsetakosningar og hafa aðrir frambjóðendur gagnrýnt hann að undanförnu.Davíð Oddsson var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag þar sem hann gagnrýndi Guðna Th og sagði Davíð meðal annars að Guðni ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni. Guðni Th. var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður að því hvort hann ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti„Nei, það er ekki rétt. Ég vil að við lærum af fortíðinni og þess vegna vil ég að því ákvæði verði komið í stjórnarskránna að þjóðin sjálf eigi lokaorðið í stærstu málum,“ segir Guðni sem vill að tilskilinn fjöldi kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta er frekar sakleysilegt og heitir ekki kollvörpun.“Davíð gagnrýndi Guðna um helgina.Fréttablaðið/ErnirEkkert að fela varðandi Icesave Davíð gagnrýndi einnig Guðna fyrir að hafa stutt Icesave-samningana á sínum tíma. Guðni segist hins vegar ekkert hafa að fela þegar kemur að Icesave. „Ég hef aldrei dregið dul á það að ég studdi og samþykkti Icesave III samninginn eins og 40 prósent kjósenda og meginþorri þingmanna, nær allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Maður hlustaði á rök með og á móti og tók svo sína upplýstu ákvörðun,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi einungis verið fræðimaður á þessum tíma og beri ekki ábyrgð á Icesave eða öðru sem því tengist. „Ég var saklaus sagnfræðingur og ætli menn að finna örlagavalda í þeirri sögu verða menn að leita eitthvert annað,“ segir Guðni.„Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö.“ Sem fræðimaður hefur Guðni skrifað mikið um þorskastríðin en Davíð sagði Guðna hafa lýst því yfir að þorskastríðið hefði ekki verið nein hetjudáð heldur þjóðsaga og mont. Guðni segir að það sé of djúpt í árinni tekið, þorskastríðinn séu mikilvægasti þátturinn í utanríkisstefnu landsins. Hann hafi hins vegar bent á að hér heima, á meðan þorskastríðunum stóð, hafi þjóðin alls ekki verið sammála um þær aðferðir sem beita skyldi í átökunum við Breta. „Hér heima deildu menn um aðferðir og hnakkrifust jafnvel, skipherrarnir sögðu að ráðherrarnir væru eintómar liðleskjur og gungur. Svo sömdum við stundum. Árið 1961, í fyrsta þorskastríðinu, þegar við færðum út í 12 mílur þá var það Viðreisnarstjórn Ólaf Thors og Bjarna Benediktssonar sem gerði landhelgissamning við Breta. „Mesti landráðarsamningur allra tíma,“ sagði stjórnarandstaðan,“ segir Guðni sem þvertekur fyrir að með þessu sé hann að gera lítið úr þorskastríðunum. „Með þessu er maður ekkert að gera lítið úr hetjum hafsins, köllunum sem ég hef talað svoleiðis margoft við og er heiður af að eiga fyrir vini. Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö. Allir vita það úr eigin lífi að raunveruleikinn er flóknari en svo,“ segir Guðni.Hlusta má á viðtalið við Guðna Th í heild sinni hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Sjá meira
„Ég geri mér grein fyrir því að í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi. Hann leiðir í skoðanakönnunum fyrir komandi forsetakosningar og hafa aðrir frambjóðendur gagnrýnt hann að undanförnu.Davíð Oddsson var gestur í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag þar sem hann gagnrýndi Guðna Th og sagði Davíð meðal annars að Guðni ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni. Guðni Th. var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður að því hvort hann ætlaði sér að kollvarpa stjórnarskránni.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti„Nei, það er ekki rétt. Ég vil að við lærum af fortíðinni og þess vegna vil ég að því ákvæði verði komið í stjórnarskránna að þjóðin sjálf eigi lokaorðið í stærstu málum,“ segir Guðni sem vill að tilskilinn fjöldi kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta er frekar sakleysilegt og heitir ekki kollvörpun.“Davíð gagnrýndi Guðna um helgina.Fréttablaðið/ErnirEkkert að fela varðandi Icesave Davíð gagnrýndi einnig Guðna fyrir að hafa stutt Icesave-samningana á sínum tíma. Guðni segist hins vegar ekkert hafa að fela þegar kemur að Icesave. „Ég hef aldrei dregið dul á það að ég studdi og samþykkti Icesave III samninginn eins og 40 prósent kjósenda og meginþorri þingmanna, nær allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Maður hlustaði á rök með og á móti og tók svo sína upplýstu ákvörðun,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi einungis verið fræðimaður á þessum tíma og beri ekki ábyrgð á Icesave eða öðru sem því tengist. „Ég var saklaus sagnfræðingur og ætli menn að finna örlagavalda í þeirri sögu verða menn að leita eitthvert annað,“ segir Guðni.„Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö.“ Sem fræðimaður hefur Guðni skrifað mikið um þorskastríðin en Davíð sagði Guðna hafa lýst því yfir að þorskastríðið hefði ekki verið nein hetjudáð heldur þjóðsaga og mont. Guðni segir að það sé of djúpt í árinni tekið, þorskastríðinn séu mikilvægasti þátturinn í utanríkisstefnu landsins. Hann hafi hins vegar bent á að hér heima, á meðan þorskastríðunum stóð, hafi þjóðin alls ekki verið sammála um þær aðferðir sem beita skyldi í átökunum við Breta. „Hér heima deildu menn um aðferðir og hnakkrifust jafnvel, skipherrarnir sögðu að ráðherrarnir væru eintómar liðleskjur og gungur. Svo sömdum við stundum. Árið 1961, í fyrsta þorskastríðinu, þegar við færðum út í 12 mílur þá var það Viðreisnarstjórn Ólaf Thors og Bjarna Benediktssonar sem gerði landhelgissamning við Breta. „Mesti landráðarsamningur allra tíma,“ sagði stjórnarandstaðan,“ segir Guðni sem þvertekur fyrir að með þessu sé hann að gera lítið úr þorskastríðunum. „Með þessu er maður ekkert að gera lítið úr hetjum hafsins, köllunum sem ég hef talað svoleiðis margoft við og er heiður af að eiga fyrir vini. Við gerum ekki söguna þannig að hún verði eintómar hetjudáðir frá A-Ö. Allir vita það úr eigin lífi að raunveruleikinn er flóknari en svo,“ segir Guðni.Hlusta má á viðtalið við Guðna Th í heild sinni hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Sjá meira
Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23