
Framtíðarstjórnin
Til að kjósendur hafi skýran valkost er samstaða stjórnarandstöðuflokkanna mikilvæg fyrir komandi kosningar. Það á ekki að bjóða kjósendum upp á baktjaldamakk eftir kjördag. Samfylkingin á að segja skýrt að atkvæði greitt flokknum sé atkvæði með samstarfi við félagshyggjuflokka en ekki við Sjálfstæðisflokkinn sem er ósamstarfshæfur vegna spillingarmála. Þá þurfum við að ná saman við aðra fyrir kosningar um hvernig stjórnarskrármálinu verði komið í heila höfn, svo að því megi treysta að ný ríkisstjórn ljúki því lykilverkefni.
Til lengri tíma
Algjör umskipti urðu í efnahags- og atvinnumálum á síðasta kjörtímabili sem margir njóta nú, þótt skiptingin þyrfti að vera jafnari. Af því getum við verið stolt, og verðum að muna að ekki verður allt gert á einu kjörtímabili. Til að endurvekja traust eigum við að einbeita okkur að fáum, stórum og aðkallandi verkefnum á stuttu kjörtímabili. Um leið hefjum við stefnumörkun og undirbúning framfaramála á sem flestum sviðum. Þau koma til framkvæmda í framhaldinu. Með því að hafa fyrsta kjörtímabilið stutt sýnum við það í verki að við vinnum málefnanna vegna en ekki valdanna. Mest er þó um vert að mynda ekki stjórn til einnar nætur eða eins kjörtímabils.
Brýnustu málin
Kosningarnar í haust snúast að verulegu leyti um heilbrigðismál og jöfnuð. Þrátt fyrir óhjákvæmilegan niðurskurð á síðasta kjörtímabili tókst með samstilltu átaki heilbrigðisstarfsfólks og stjórnvalda að verja gæði þjónustunnar. Nú sýna mælikvarðar annað. Við blasir skortur á almennri heilsugæslu, úr sér genginn Landspítali, alltof mikill kostnaður sjúklinga og krafa tugþúsunda um aukinn hlut heilbrigðisþjónustu í fjárlögum.
Til að standa undir aukinni velferð þarf að tryggja að samfélagið fái eðlilegan arð af sameiginlegum auðlindum og að efnafólk leggi meira af mörkum. Aukinn jöfnuður stuðlar að heilbrigðum vexti og vinnur gegn sóun. Einnig þarf að tryggja með lögum að aldraðir og öryrkjar fái sömu hækkanir og aðrir á sama tíma.
Auk stjórnarskrárinnar á þjóðin líka að fá þá þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB sem hún var svikin um eftir síðustu kosningar. Lýðræðisumbætur má raunar hefja strax þar sem samstaða er um að lögfesta rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðis um ákvarðanir Alþingis. Meðfram slíku ákvæði mætti afnema með lögum möguleikann á endalausu málþófi sem er þarflaus neyðarhemill ef fólkið í landinu getur hafnað málum. Þá myndi loks skapast starfhæft þing þar sem mál eru rædd og afgreidd eins og hjá siðuðu fólki.
Jöfnuður og réttlæti
Við eigum að ræða hvaða áföngum er hægt að ná strax og um leið hvaða mál þarf að vinna á lengri tíma. Fátækt barna, launajafnrétti, jafn réttur til náms og mannréttindi fatlaðs fólks eru dæmi um mál sem ekki verða leyst á einu kjörtímabili en mega ekki kyrr liggja. Fjármálakerfi fyrir fólk er einnig langtímaverkefni og við eigum að leita tillagna færustu sérfræðinga til að ná vaxtaokrinu niður. Við þurfum mennta- og atvinnustefnu um fleira en að flaka fisk og túrista svo fjölbreytt störf skapist fyrir nýjar kynslóðir. Gjaldtaka af ferðamönnum til verndar náttúruperlum er gott dæmi um knýjandi verkefni sem ljúka má á fyrsta kjörtímabili, en friðlýsing miðhálendisins og árangur í loftslagsmálum tekur lengri tíma. Allt þetta og fleira til þarf framtíðarstjórnin að láta sig varða. Vegna þess að afl okkar sækjum við ekki til sérhagsmunaaflanna. Við sækjum það með lifandi þróun hugmynda um framfaramál fyrir almenning. Það sem skiptir máli er árangur. Með gagnsæi og heilindi að vopni náum við árangri í baráttu við spillingu, og með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi gerum við Ísland að réttlátara samfélagi.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Grindavík lifir
Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Vér erum úr sömu sveit
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?”
Ingrid Kuhlman skrifar

Réttlát leiðrétting veiðigjalda
Elín Íris Fanndal skrifar

Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur?
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar

Heiðmörk: Gaddavír og girðingar
Auður Kjartansdóttir skrifar

Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

#blessmeta - önnur grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers virði er lambakjöt?
Hafliði Halldórsson skrifar

Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð
Elín Íris Fanndal skrifar

Þjóðareign, trú og skattar
Svanur Guðmundsson skrifar

Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt?
Einar G Harðarson skrifar

Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar