Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2016 22:02 Júlíus Vífill og Guðmundur Ágúst eru bornir þungum sökum af systkinum sínum. Vísir/Valli/Pjetur Guðmundur Ágúst Ingvarsson, fyrrverandi formaður HSÍ, segir margt undarlegt sem fram kom í Kastljós-þætti kvöldsins en þar var hann borinn þungum sökum af systkinum sínum sem segja hann og bróður hans Júlíus Vífil hafa falið fé úr eftirlaunasjóði foreldra sinna í aflandsfélögum. Foreldrar þeirra voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir en þau áttu bílaumboðið Ingvar Helgason. Ingvar Helgason var um tíma talinn ríkasti maður landsins. Eftir að Ingvar lést árið 1999 tók Sigríður að leita að eftirlaunasjóði sem hann hafði tjáð henni að myndi tryggja þeim hjónum áhyggjulaust ævikvöld. „Bull og vitleysa“ Lögmaður systkinanna segir að umbjóðendur sínir telji að um digran sjóð sé að ræða sem hlaupi á mörg hundruð milljónum íslenskra króna. Guðmundur Ágúst fylgdist með þætti kvöldsins en þar var hann meðal annars sakaður um að hafa verið á bakvið kaup erlends fjárfestis, Lindos Alliance, á 18 prósenta hlut í fyrirtækinu Ingvar Helgason sem þá hafði sameinast Bílheimum fyrir 300 milljónir. Fulltrúi Lindos Alliance kom aldrei til Íslands og stjórnarmeðlimir hittu aldrei neinn nema umboðsmann félagsins sem var Júlíus Vífill. Eftir að Ingvar Helgason var selt nýjum kaupendum fyrir 25 milljónir króna átti eftir að greiða 100 milljón króna skuld til Lindos Alliance en aðrar skuldir fyrirtækisins fengust felldar niður. Guðmundur Ágúst segir að von sé á yfirlýsingu frá sér og að raunar hafi hann sent Kastljósi svör við spurningum sem beint var til hans en að viðbrögð hans hafi ekki verið lesin upp í þættinum. „Það er margt undarlegt sem fram kom í þessum þætti sem þarfnast nánari athugunar,“ segir Guðmundur Ágúst í samtali við fréttastofu. Hann segir að mestallt sem fram komi í þættingum sé „bull og vitleysa“. Hann hyggst ná andanum í kvöld eins og hann orðar það og ráðfæra sig þvínæst við lögfræðing og aðra aðila. Hann vildi ekki bregðast við þeim orðum Júlíusar Vífils að margt sem fram kæmi væri mannorðsmeiðandi og hvort hann hygðist leita réttar síns vegna slíks. Eftirlaunasjóðurinn fyrrnefndi hefur aldrei komið í leitirnar en ekkja Ingvars leitaði að sjóðnum um tíma. Systkini þeirra Júlíusar Vífils og Guðmundar vilja nú setja breskt rannsóknarfyrirtæki í málið. Þau vilja svör. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Sjá meira
Guðmundur Ágúst Ingvarsson, fyrrverandi formaður HSÍ, segir margt undarlegt sem fram kom í Kastljós-þætti kvöldsins en þar var hann borinn þungum sökum af systkinum sínum sem segja hann og bróður hans Júlíus Vífil hafa falið fé úr eftirlaunasjóði foreldra sinna í aflandsfélögum. Foreldrar þeirra voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir en þau áttu bílaumboðið Ingvar Helgason. Ingvar Helgason var um tíma talinn ríkasti maður landsins. Eftir að Ingvar lést árið 1999 tók Sigríður að leita að eftirlaunasjóði sem hann hafði tjáð henni að myndi tryggja þeim hjónum áhyggjulaust ævikvöld. „Bull og vitleysa“ Lögmaður systkinanna segir að umbjóðendur sínir telji að um digran sjóð sé að ræða sem hlaupi á mörg hundruð milljónum íslenskra króna. Guðmundur Ágúst fylgdist með þætti kvöldsins en þar var hann meðal annars sakaður um að hafa verið á bakvið kaup erlends fjárfestis, Lindos Alliance, á 18 prósenta hlut í fyrirtækinu Ingvar Helgason sem þá hafði sameinast Bílheimum fyrir 300 milljónir. Fulltrúi Lindos Alliance kom aldrei til Íslands og stjórnarmeðlimir hittu aldrei neinn nema umboðsmann félagsins sem var Júlíus Vífill. Eftir að Ingvar Helgason var selt nýjum kaupendum fyrir 25 milljónir króna átti eftir að greiða 100 milljón króna skuld til Lindos Alliance en aðrar skuldir fyrirtækisins fengust felldar niður. Guðmundur Ágúst segir að von sé á yfirlýsingu frá sér og að raunar hafi hann sent Kastljósi svör við spurningum sem beint var til hans en að viðbrögð hans hafi ekki verið lesin upp í þættinum. „Það er margt undarlegt sem fram kom í þessum þætti sem þarfnast nánari athugunar,“ segir Guðmundur Ágúst í samtali við fréttastofu. Hann segir að mestallt sem fram komi í þættingum sé „bull og vitleysa“. Hann hyggst ná andanum í kvöld eins og hann orðar það og ráðfæra sig þvínæst við lögfræðing og aðra aðila. Hann vildi ekki bregðast við þeim orðum Júlíusar Vífils að margt sem fram kæmi væri mannorðsmeiðandi og hvort hann hygðist leita réttar síns vegna slíks. Eftirlaunasjóðurinn fyrrnefndi hefur aldrei komið í leitirnar en ekkja Ingvars leitaði að sjóðnum um tíma. Systkini þeirra Júlíusar Vífils og Guðmundar vilja nú setja breskt rannsóknarfyrirtæki í málið. Þau vilja svör.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Sjá meira